Innlent

Vill efla sálfræðiþjónustu

Jón Kristjánsson heilbrigðisráðherra segir áríðandi að bregðast við aukinni notkun lyfja við ofvirkni og athyglisbresti barna. Í upphafi þingfundar í gær sagðist hann taka undir áhyggjur þingmanna, en þeir höfðu meðal annars lýst stórfelldri notkun þessara lyfja hér á landi sem ískyggilegri og óhugnanlegri. Málið var rætt í umræðu um störf þingsins í upphafi þingfundar í gær. Ásta R. Jóhannesdóttir Samfylkingunni spurði heilbrigðisráðherra upphaflega um málið. Hún kvað notkun lyfja á borð við Ritalin hafa aukist um það leyti sem landlæknisembættið hætti sérstöku eftirliti með ávísun á slík lyf. Hún spurði hvort ekki væri rétt að herða eftirlit á nýjan leik. Jón Kristjánsson upplýsti að áform væru uppi um að nota fjárhagsramma heilbrigðisráðuneytisins til þess að efla sálfræðiþjónustu á vegum heilsugæslunnar, en slík þjónusta er talin vænleg í baráttu við ofvirkni og athyglisbresti



Fleiri fréttir

Sjá meira


×