Erlent

6,4 milljarðar horfnir

Stjórnvöld í Bandaríkjunum hafa hafið rannsókn á hvarfi hundrað milljón dollara, um 6,4 milljarða íslenskra króna,  sem áttu að fara í uppbyggingarstarf í Írak. Flest bendir til þess að stórfellt fjármálamisferli hafi átt sér stað hjá bandarískum embættismönnum í borginni Hillah í Írak. Af 120 milljónum dollara sem áttu að fara í uppbyggingar starf í borginni virðast aðeins rúmlega tuttugu hafa skilað sér. Afganginn vantar úr bókhaldinu og sérstök rannsóknarnefnd hefur verið skipuð til þess að komast til botns í málinu. Haft er eftir lágtsettum embættismönnum innan hersins að þeir hafi fengið þau skilaboð að aðalatriðið væri að nota alla peninga fyrir kosningarnar í Írak en minna máli skipti í hvað þeir færu.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×