Innlent

Bannað að brenna sinu

Frá og með 1. maí var bannað að brenna sinu en sýslumenn geta veitt bændum undanþágu frá banninu fram til 15. maí, að uppfylltum ákveðnum skilyrðum. Sinubruni tilheyrir íslenskri búskaparhefð en í gegnum tíðina hafa oft hlotist miklir gróðurskaðar af sinueldum sem farið hafa úr böndum. Fyrir um áratug var sett í lög að bannað væri að brenna sinu nema með sérstöku leyfi en undanfarin ár hefur umsóknum þar að lútandi farið fækkandi víðast hvar á landinu. Reykur frá sinueldum angraði Akureyringa töluvert í vor en þó aldrei jafn mikið og laugardaginn 23. apríl þegar bærinn var að mestu hulinn reyk þegar Akureyringar fóru á fætur. Kveikt hafði verið í sinu á túni sem tilheyrir Jódísarstöðum, skammt innan við byggðina á Akureyri, en ábúendur höfðu tilskilið leyfi frá sýslumanni. Eftir að kvartanir frá bæjarbúum tóku að berast gripu slökkvilið og lögregla þó í taumana og komu í veg fyrir frekari sinubruna.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×