Fara alla leið með málin 3. maí 2005 00:01 Á næstu vikum höfða Samtök eigenda sjávarjarða mál á hendur ríkinu til að fá viðurkenndan rétt bænda sem eiga land að sjó til fiskveiða, bæði almennt og einnig í netlögum. Netlög marka ytri eignamörk jarðeigna, um 115 metra út í sjó. Ragnar Aðalsteinsson hæstaréttarlögmaður undirbýr málið fyrir hönd samtakanna. "Þessi mál eru óhemju flókin og því erfitt að negla nákvæmlega niður hvenær málið verður höfðað, en það er alveg örstutt í það," sagði Ragnar og kvaðst hafa orðið fyrir vonbrigðum með dóm Hæstaréttar í síðustu viku þar sem fjallað var um grásleppuveiðar trillukarls á Ströndum innan netlaga. "Ekki liggur samt fyrir hvort hentar að fara með það mál til Strassborgar," sagði hann en taldi viðbúið að eitthvert sjávarnytjamála bænda endaði þar fyrir Mannréttindadómstóli Evrópu. "Ég bjóst að sjálfsögðu við að Hæstiréttur myndi gera betri grein fyrir viðhorfi sínu en að staðfesta héraðsdóminn," sagði Ragnar og kvað ekki hafa verið tekið á ágreiningnum sem uppi var um heimildir landeigenda til fiskveiða. Dómurinn horfði hins vegar til þess að manninn skorti leyfi til grásleppuveiðanna og hafði því brotið lög um veiðar í atvinnuskyni. "Almennt er það þannig að ef grípa þarf inn í eignarréttindi borgaranna þarf að gera það gegn bótum. Hæstiréttur hefði fremur átt að sýkna manninn og senda ríkisvaldinu þannig skilaboð um að ef ætti að taka þessar eignir af rétthöfum í kring um landið þá þyrfti að setja lög um bætur," segir Ragnar og taldi löngu markað í löggjöf að öll eignarréttindi innan netlaga væru hluti af jörðum. "Eignaréttarmál héðan enda úti í Strassborg, líka út af þjóðlendunum, en íslensku dómarnir sem gengið hafa eru ekki í samræmi við dóma sem gengið hafa um eignarétt fyrir Mannréttindadómstóla Evrópu," bætti hann við. Ómar Antonsson, formaður Samtaka eigenda sjávarjarða, segir höfuðáherlslu lagða á að fá viðurkenndan rétt bændanna til veiðihlunninda í sjó og telur lítinn áhuga á bótum fyrir eignarnám. "Þarna er eignarréttur sem okkur er meinað að nýta," sagði hann og taldi bara framkvæmdaatriði hvernig þeim málum yrði háttað eftir að bændurnir hafa fengið sitt fram fyrir dómstólum. Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Halldór Blöndal er látinn Innlent Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Innlent Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Erlent Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Erlent Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum Innlent Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Innlent Fleiri fréttir Makríllinn enn hitamál og áfall í fiskeldi í Tálknafirði Hjálmar gefur ekki kost á sér Eyjamenn ósáttir við nýbirta samgönguáætlun Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Gæsluvarðhald vegna andláts í Kópavogi framlengt Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Tuttugu þúsund fiskar drápust á Tálknafirði Segja frekari úrbóta þörf og vísa meðal annars til PPP Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Halldór Blöndal er látinn Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn „Þarna var bara verið að tikka í box“ Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Umdeildur athafnamaður og vendingar á vinstri væng Ekki dómarans eins að meta hvort umskurn væri hættuleg Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Lesstofu Borgarskjalasafnsins lokað Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Það hafi víst verið haft samráð við sjávarútveginn Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir „Við vitum að áföllin munu koma“ Alexandra sækist eftir oddvitasætinu Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Sjá meira
Á næstu vikum höfða Samtök eigenda sjávarjarða mál á hendur ríkinu til að fá viðurkenndan rétt bænda sem eiga land að sjó til fiskveiða, bæði almennt og einnig í netlögum. Netlög marka ytri eignamörk jarðeigna, um 115 metra út í sjó. Ragnar Aðalsteinsson hæstaréttarlögmaður undirbýr málið fyrir hönd samtakanna. "Þessi mál eru óhemju flókin og því erfitt að negla nákvæmlega niður hvenær málið verður höfðað, en það er alveg örstutt í það," sagði Ragnar og kvaðst hafa orðið fyrir vonbrigðum með dóm Hæstaréttar í síðustu viku þar sem fjallað var um grásleppuveiðar trillukarls á Ströndum innan netlaga. "Ekki liggur samt fyrir hvort hentar að fara með það mál til Strassborgar," sagði hann en taldi viðbúið að eitthvert sjávarnytjamála bænda endaði þar fyrir Mannréttindadómstóli Evrópu. "Ég bjóst að sjálfsögðu við að Hæstiréttur myndi gera betri grein fyrir viðhorfi sínu en að staðfesta héraðsdóminn," sagði Ragnar og kvað ekki hafa verið tekið á ágreiningnum sem uppi var um heimildir landeigenda til fiskveiða. Dómurinn horfði hins vegar til þess að manninn skorti leyfi til grásleppuveiðanna og hafði því brotið lög um veiðar í atvinnuskyni. "Almennt er það þannig að ef grípa þarf inn í eignarréttindi borgaranna þarf að gera það gegn bótum. Hæstiréttur hefði fremur átt að sýkna manninn og senda ríkisvaldinu þannig skilaboð um að ef ætti að taka þessar eignir af rétthöfum í kring um landið þá þyrfti að setja lög um bætur," segir Ragnar og taldi löngu markað í löggjöf að öll eignarréttindi innan netlaga væru hluti af jörðum. "Eignaréttarmál héðan enda úti í Strassborg, líka út af þjóðlendunum, en íslensku dómarnir sem gengið hafa eru ekki í samræmi við dóma sem gengið hafa um eignarétt fyrir Mannréttindadómstóla Evrópu," bætti hann við. Ómar Antonsson, formaður Samtaka eigenda sjávarjarða, segir höfuðáherlslu lagða á að fá viðurkenndan rétt bændanna til veiðihlunninda í sjó og telur lítinn áhuga á bótum fyrir eignarnám. "Þarna er eignarréttur sem okkur er meinað að nýta," sagði hann og taldi bara framkvæmdaatriði hvernig þeim málum yrði háttað eftir að bændurnir hafa fengið sitt fram fyrir dómstólum.
Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Halldór Blöndal er látinn Innlent Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Innlent Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Erlent Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Erlent Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum Innlent Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Innlent Fleiri fréttir Makríllinn enn hitamál og áfall í fiskeldi í Tálknafirði Hjálmar gefur ekki kost á sér Eyjamenn ósáttir við nýbirta samgönguáætlun Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Gæsluvarðhald vegna andláts í Kópavogi framlengt Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Tuttugu þúsund fiskar drápust á Tálknafirði Segja frekari úrbóta þörf og vísa meðal annars til PPP Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Halldór Blöndal er látinn Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn „Þarna var bara verið að tikka í box“ Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Umdeildur athafnamaður og vendingar á vinstri væng Ekki dómarans eins að meta hvort umskurn væri hættuleg Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Lesstofu Borgarskjalasafnsins lokað Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Það hafi víst verið haft samráð við sjávarútveginn Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir „Við vitum að áföllin munu koma“ Alexandra sækist eftir oddvitasætinu Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Sjá meira