Fara alla leið með málin 3. maí 2005 00:01 Á næstu vikum höfða Samtök eigenda sjávarjarða mál á hendur ríkinu til að fá viðurkenndan rétt bænda sem eiga land að sjó til fiskveiða, bæði almennt og einnig í netlögum. Netlög marka ytri eignamörk jarðeigna, um 115 metra út í sjó. Ragnar Aðalsteinsson hæstaréttarlögmaður undirbýr málið fyrir hönd samtakanna. "Þessi mál eru óhemju flókin og því erfitt að negla nákvæmlega niður hvenær málið verður höfðað, en það er alveg örstutt í það," sagði Ragnar og kvaðst hafa orðið fyrir vonbrigðum með dóm Hæstaréttar í síðustu viku þar sem fjallað var um grásleppuveiðar trillukarls á Ströndum innan netlaga. "Ekki liggur samt fyrir hvort hentar að fara með það mál til Strassborgar," sagði hann en taldi viðbúið að eitthvert sjávarnytjamála bænda endaði þar fyrir Mannréttindadómstóli Evrópu. "Ég bjóst að sjálfsögðu við að Hæstiréttur myndi gera betri grein fyrir viðhorfi sínu en að staðfesta héraðsdóminn," sagði Ragnar og kvað ekki hafa verið tekið á ágreiningnum sem uppi var um heimildir landeigenda til fiskveiða. Dómurinn horfði hins vegar til þess að manninn skorti leyfi til grásleppuveiðanna og hafði því brotið lög um veiðar í atvinnuskyni. "Almennt er það þannig að ef grípa þarf inn í eignarréttindi borgaranna þarf að gera það gegn bótum. Hæstiréttur hefði fremur átt að sýkna manninn og senda ríkisvaldinu þannig skilaboð um að ef ætti að taka þessar eignir af rétthöfum í kring um landið þá þyrfti að setja lög um bætur," segir Ragnar og taldi löngu markað í löggjöf að öll eignarréttindi innan netlaga væru hluti af jörðum. "Eignaréttarmál héðan enda úti í Strassborg, líka út af þjóðlendunum, en íslensku dómarnir sem gengið hafa eru ekki í samræmi við dóma sem gengið hafa um eignarétt fyrir Mannréttindadómstóla Evrópu," bætti hann við. Ómar Antonsson, formaður Samtaka eigenda sjávarjarða, segir höfuðáherlslu lagða á að fá viðurkenndan rétt bændanna til veiðihlunninda í sjó og telur lítinn áhuga á bótum fyrir eignarnám. "Þarna er eignarréttur sem okkur er meinað að nýta," sagði hann og taldi bara framkvæmdaatriði hvernig þeim málum yrði háttað eftir að bændurnir hafa fengið sitt fram fyrir dómstólum. Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Innlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Innlent Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Innlent Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Innlent Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Segir Selenskí á leið til Washington Erlent Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu Innlent Fleiri fréttir Drónaframleiðsla, sprengjuleit og innviðauppbygging meðal þess sem Ísland styrkir Slökkviliðsmenn felldu samninginn Kristrún í Kænugarði: „Mjög tilfinningaþrungið ástand hérna“ Ofbýður hvað Reykjavík er ljót „Ekki sitja í störukeppni á meðan molnar undan unga fólkinu“ Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Þriggja ára stríð, myndband af ráni og ljót borg Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Guðrún nýtur meiri stuðnings hjá almenningi Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Kristrún í Kænugarði og átök innan sveitarfélaganna Fimm hundruð tré felld og ákvörðunar beðið Jón undir feldi eins og Diljá Hafa bæði í hyggju að leiða flokkana sína í næstu kosningum Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sjá meira
Á næstu vikum höfða Samtök eigenda sjávarjarða mál á hendur ríkinu til að fá viðurkenndan rétt bænda sem eiga land að sjó til fiskveiða, bæði almennt og einnig í netlögum. Netlög marka ytri eignamörk jarðeigna, um 115 metra út í sjó. Ragnar Aðalsteinsson hæstaréttarlögmaður undirbýr málið fyrir hönd samtakanna. "Þessi mál eru óhemju flókin og því erfitt að negla nákvæmlega niður hvenær málið verður höfðað, en það er alveg örstutt í það," sagði Ragnar og kvaðst hafa orðið fyrir vonbrigðum með dóm Hæstaréttar í síðustu viku þar sem fjallað var um grásleppuveiðar trillukarls á Ströndum innan netlaga. "Ekki liggur samt fyrir hvort hentar að fara með það mál til Strassborgar," sagði hann en taldi viðbúið að eitthvert sjávarnytjamála bænda endaði þar fyrir Mannréttindadómstóli Evrópu. "Ég bjóst að sjálfsögðu við að Hæstiréttur myndi gera betri grein fyrir viðhorfi sínu en að staðfesta héraðsdóminn," sagði Ragnar og kvað ekki hafa verið tekið á ágreiningnum sem uppi var um heimildir landeigenda til fiskveiða. Dómurinn horfði hins vegar til þess að manninn skorti leyfi til grásleppuveiðanna og hafði því brotið lög um veiðar í atvinnuskyni. "Almennt er það þannig að ef grípa þarf inn í eignarréttindi borgaranna þarf að gera það gegn bótum. Hæstiréttur hefði fremur átt að sýkna manninn og senda ríkisvaldinu þannig skilaboð um að ef ætti að taka þessar eignir af rétthöfum í kring um landið þá þyrfti að setja lög um bætur," segir Ragnar og taldi löngu markað í löggjöf að öll eignarréttindi innan netlaga væru hluti af jörðum. "Eignaréttarmál héðan enda úti í Strassborg, líka út af þjóðlendunum, en íslensku dómarnir sem gengið hafa eru ekki í samræmi við dóma sem gengið hafa um eignarétt fyrir Mannréttindadómstóla Evrópu," bætti hann við. Ómar Antonsson, formaður Samtaka eigenda sjávarjarða, segir höfuðáherlslu lagða á að fá viðurkenndan rétt bændanna til veiðihlunninda í sjó og telur lítinn áhuga á bótum fyrir eignarnám. "Þarna er eignarréttur sem okkur er meinað að nýta," sagði hann og taldi bara framkvæmdaatriði hvernig þeim málum yrði háttað eftir að bændurnir hafa fengið sitt fram fyrir dómstólum.
Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Innlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Innlent Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Innlent Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Innlent Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Segir Selenskí á leið til Washington Erlent Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu Innlent Fleiri fréttir Drónaframleiðsla, sprengjuleit og innviðauppbygging meðal þess sem Ísland styrkir Slökkviliðsmenn felldu samninginn Kristrún í Kænugarði: „Mjög tilfinningaþrungið ástand hérna“ Ofbýður hvað Reykjavík er ljót „Ekki sitja í störukeppni á meðan molnar undan unga fólkinu“ Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Þriggja ára stríð, myndband af ráni og ljót borg Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Guðrún nýtur meiri stuðnings hjá almenningi Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Kristrún í Kænugarði og átök innan sveitarfélaganna Fimm hundruð tré felld og ákvörðunar beðið Jón undir feldi eins og Diljá Hafa bæði í hyggju að leiða flokkana sína í næstu kosningum Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sjá meira