Innlent

Íslenskar jeppasveitir á förum

Þegar síðustu starfsmenn íslensku friðargæslunnar fara frá alþjóðaflugvellinum í Kabúl eftir rúman mánuð hefst þátttaka Íslendinga í endurreisnarstarfi í norður- og vesturhluta Afganistans. Davíð Oddsson utanríkisráðherra sagði á Alþingi að gert væri ráð fyrir að á hvorum staðnum yrðu tveir sérútbúnir jeppar og átta til níu manna lið. "Með þessum hætti verður Ísland þátttakandi í skipulagi og framkvæmd endurreisnarsamstarfsins í Afganistan. Í þessu felst meðal annars að friðargæsluliðar fara um og kanna aðstæður í þorpum og sveitum og gera tillögur um úrbætur til viðeigandi hjálparsamtaka og alþjóðastofnana." Verið er að semja frumvarp til laga um íslensku friðargæsluna og siðareglur fyrir liðsmenn hennar. Gert er ráð fyrir að frumvarpið verði lagt fram á þingi í haust.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×