Herör gegn ólöglegu vinnuafli 2. maí 2005 00:01 "Takmarkið er að útrýma ólöglegu vinnuafli hér á landi með öllum þeim ráðum sem við höfum," segir Grétar Þorsteinsson, forseti Alþýðusambands Íslands. Sambandið hefur í samstarfi við sín aðildarfélög sett af stað sérstakt átak, Einn réttur - ekkert svindl, gegn þeim atvinnurekendum sem misnota erlent vinnuafl til að skapa sér samkeppnisforskot. Hefur þeim fjölgað til muna hérlendis sem ráða til margvíslegra starfa fólk erlendis frá og oftast nær á mun lægri launakjörum en hér tíðkast. Hefur verkalýðshreyfingin gagnrýnt stjórnvöld fyrir hægagang gagnvart þeim er brjóta lög með þeim hætti og vonast er til að hugarfarsbreyting verði á æðstu stöðum með þessu framtaki. Grétar segir ekki veita af því það erlenda vinnuafl sem hér vinnur fyrir brot af þeim launum sem Íslendingar fá sé ógn við það samfélag sem landinn býr við. "Félagsleg undirboð af þessum toga ógna því samfélagi sem við höfum barist í áratugi við að koma á fót og með þessu átaki er ætlunin að bregðast við. Það höfum við verið að gera hingað til en nú skerum við upp herör gegn starfsemi af þessu tagi og höfum til að mynda sérstaklega ráðið tvo aðila til þess að vinna að átakinu. Þeirra hlutverk verður fyrst og fremst kynning og eftirlit en einnig að uppræta ólöglega atvinnustarfssemi og félagsleg undirboð með því að koma upplýsingum um slíkt á framfæri við stjórnvöld." Alþýðusambandið hefur af þessu tilefni gefið út upplýsingabæklinga fyrir erlent verkafólk en einnig upplýsingar um erlent vinnuafl fyrir þá atvinnurekendur sem margir hverjir þekkja ekki hvaða lög gilda um erlenda starfsmenn. Grétar segist vona að átak sem þetta dugi til að stemma stigu við þeirri fjölgun ólöglegra starfsmanna sem raun virðist vera á hér á landi en ekkert er vitað um raunverulegt umfang þess á landsvísu. "Þegar árið er liðið förum við yfir stöðuna og hverju átakið hefur skilað og höldum því áfram ef ástæða þykir til." Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Innlent Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Innlent Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Innlent Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Innlent „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Innlent Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs Innlent Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu Innlent Fleiri fréttir Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Þriggja ára stríð, myndband af ráni og ljót borg Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Guðrún nýtur meiri stuðnings hjá almenningi Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Kristrún í Kænugarði og átök innan sveitarfélaganna Fimm hundruð tré felld og ákvörðunar beðið Jón undir feldi eins og Diljá Hafa bæði í hyggju að leiða flokkana sína í næstu kosningum Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Sjá meira
"Takmarkið er að útrýma ólöglegu vinnuafli hér á landi með öllum þeim ráðum sem við höfum," segir Grétar Þorsteinsson, forseti Alþýðusambands Íslands. Sambandið hefur í samstarfi við sín aðildarfélög sett af stað sérstakt átak, Einn réttur - ekkert svindl, gegn þeim atvinnurekendum sem misnota erlent vinnuafl til að skapa sér samkeppnisforskot. Hefur þeim fjölgað til muna hérlendis sem ráða til margvíslegra starfa fólk erlendis frá og oftast nær á mun lægri launakjörum en hér tíðkast. Hefur verkalýðshreyfingin gagnrýnt stjórnvöld fyrir hægagang gagnvart þeim er brjóta lög með þeim hætti og vonast er til að hugarfarsbreyting verði á æðstu stöðum með þessu framtaki. Grétar segir ekki veita af því það erlenda vinnuafl sem hér vinnur fyrir brot af þeim launum sem Íslendingar fá sé ógn við það samfélag sem landinn býr við. "Félagsleg undirboð af þessum toga ógna því samfélagi sem við höfum barist í áratugi við að koma á fót og með þessu átaki er ætlunin að bregðast við. Það höfum við verið að gera hingað til en nú skerum við upp herör gegn starfsemi af þessu tagi og höfum til að mynda sérstaklega ráðið tvo aðila til þess að vinna að átakinu. Þeirra hlutverk verður fyrst og fremst kynning og eftirlit en einnig að uppræta ólöglega atvinnustarfssemi og félagsleg undirboð með því að koma upplýsingum um slíkt á framfæri við stjórnvöld." Alþýðusambandið hefur af þessu tilefni gefið út upplýsingabæklinga fyrir erlent verkafólk en einnig upplýsingar um erlent vinnuafl fyrir þá atvinnurekendur sem margir hverjir þekkja ekki hvaða lög gilda um erlenda starfsmenn. Grétar segist vona að átak sem þetta dugi til að stemma stigu við þeirri fjölgun ólöglegra starfsmanna sem raun virðist vera á hér á landi en ekkert er vitað um raunverulegt umfang þess á landsvísu. "Þegar árið er liðið förum við yfir stöðuna og hverju átakið hefur skilað og höldum því áfram ef ástæða þykir til."
Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Innlent Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Innlent Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Innlent Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Innlent „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Innlent Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs Innlent Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu Innlent Fleiri fréttir Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Þriggja ára stríð, myndband af ráni og ljót borg Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Guðrún nýtur meiri stuðnings hjá almenningi Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Kristrún í Kænugarði og átök innan sveitarfélaganna Fimm hundruð tré felld og ákvörðunar beðið Jón undir feldi eins og Diljá Hafa bæði í hyggju að leiða flokkana sína í næstu kosningum Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Sjá meira