Innlent

Sendiráðið í Hollandi flutt

Bandaríkjamenn hyggjast flytja sendiráð sitt í Haag í Hollandi út í úthverfi þar sem öryggisráðstafanir angra ekki nágrannana eins og nú er. Hverfinu þar sem sendiráðið er hefur verið lokað að miklu leyti eftir árásirnar 11. september og íbúarnir eru afar ósáttir við það. Það eru því greinilega fleiri Laufásvegir í heiminum en nágrannar bandaríska sendiráðsins í Reykjavík hafa einmitt kvartað undan auknum öryggisráðstöfunum sem hafa áhrif á íbúa við götuna. Það hefur lengi staðið til að flytja sendiráðið á Íslandi í rýmra húsnæði þar sem er auðveldara um vik að tryggja öryggi, en hingað til hefur skort fjárframlög svo það megi verða.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×