Innlent

Tvær 14 ára teknar á rúntinum

Lögreglan í Kópavogi fékk tilkynningu um um bíl sem hafði farið út af við Álfabakka í Reykjavík um þrjúleytið í nótt og að þar væri líklega ekki allt með felldu. Það reyndist rétt en þegar betur var að gáð var um tvær fjórtán ára stúlkur að ræða sem höfðu stolið bíl foreldra annarrar þeirra og ákveðið að fara á rúntinn með fyrrgreindum afleiðingum. Samkvæmt lögreglunni í Kópavogi sakaði stúlkurnar ekki en þær eru grunaðar um ölvun. Bíllinn skemmdist þó lítillega. Þar sem stúlkurnar eru undir sakhæfisaldri er ekki hægt að kæra þær. Lögreglan í Kópavogi segir þó að hægt sé að fá heimild til að fresta ákvörðun refsingar þar til viðkomandi hefur náð sakhæfisaldri. Hvort það verði gert í þessu tilfelli hefur þó ekki verið ákveðið. Þá barst lögreglunni í Kópavogi tilkynning um ölvaðan ökumann við Breiðholtsbraut í Reykjavík. Þegar lögreglan mætti á staðinn hafði vinur mannsins komið honum til bjargar og tekið við stjórninni. Vinurinn reyndist hins vegar einnig vera ölvaður og verða þeir báðir ákærðir.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×