Innlent

Vél einangruð vegna eiturefnaleka

Farþegaflugvél Icelandair hefur verið einangruð á Keflavíkurflugvelli og er eiturefnadeild Varnarliðsins við vélina ásamt lögreglu og fulltrúum heilbrigðiseftirlits Suðurnesja. Vélin var nýkomin frá Minneapolis í Bandaríkjunum í morgun og var verið að afferma hana þegar skordýraeitur lak úr tunnu sem var verið að færa til. Tíu tunnur með efninu voru í lest vélarinnar og var hún þegar í stað flutt frá landgangi. Nokkuð óvenjulegt mun vera að farmur af þessu tagi sé fluttur flugleiðis. Nú er unnið að hreinsun en viðmælendur fréttastofunnar vissu ekki um hvaða efni var að ræða. Ekki mun mikið af efninu hafa hellst niður en ekki þótti óhætt að fljúga með farþega í vélinni til Lundúna í morgun.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×