Kanna skaðabótamál í Símamáli 29. apríl 2005 00:01 Lögmenn Símans eru nú að kanna skaðabótamál gegn fjórmenningunum í Landssímamálinu svokallaða. Hægt verður að viðhalda skaðabótakröfum á þá í áratugi verði þær ekki greiddar. Hæstiréttur staðfesti sekt þeirra þriggja sem áfrýjuðu dómi héraðsdóms vegna fjárdráttarins hjá Landssímanum en mildaði refsinguna yfir þeim öllum. Þegar héraðsdómur gekk í málinu í júní síðastliðnum í þeim fjórum sem dæmdir voru gaf Síminn út yfirlýsingu um að með þeirri niðurstöðu væri lagður grundvöllur að bótaskyldu fjórmenninganna gagnvart Símanum og að Síminn myndi leita viðeigandi úrræða gagnvart fjórmenningunum. Bótakröfu Símans upp á 246 milljónir króna auk kostnaðar var vísað frá héraðsdómi þar sem ástæða þótti til að fjalla sérstaklega um hana. Að sögn Evu Magnúsdóttur, upplýsingafulltrúa Símans, eru lögfræðingar fyrirtækisins að fara yfir málið. Þær leiðir sem eru Símanum færar í stöðunni eru annars vegar að gera kröfu í þrotabú viðkomandi ef þeir eru gjaldþrota eða höfða einkamál. Ef viðkomandi er gjaldþrota er hægt að gera kröfur í þrotabú hans og ef eignir búsins hrökkva ekki fyrir kröfum er hægt að viðhalda kröfunum með því að krefjast gjaldþrots skuldamanns á ný áður en fyrri gjaldþrotaúrskurður fyrnist. Ef ekki er um gjaldþrota einstakling að ræða getur Síminn höfðað einkamál til staðfestingar rétti sínum til bóta. Ef dómur staðfestir það er hægt að gera fjárnám hjá viðkomandi og árangurslaust fjárnám ef engar eignir eru. Í framhaldi af því er síðan hægt að krefjast gjaldþrotaskipta og viðhalda gjaldþrotinu endalaust ef vilji er fyrir hendi þar til skuldin er að fullu greidd. Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Erlent Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Innlent „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Innlent Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre Erlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Innlent Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Innlent Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Erlent Fleiri fréttir Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Sjá meira
Lögmenn Símans eru nú að kanna skaðabótamál gegn fjórmenningunum í Landssímamálinu svokallaða. Hægt verður að viðhalda skaðabótakröfum á þá í áratugi verði þær ekki greiddar. Hæstiréttur staðfesti sekt þeirra þriggja sem áfrýjuðu dómi héraðsdóms vegna fjárdráttarins hjá Landssímanum en mildaði refsinguna yfir þeim öllum. Þegar héraðsdómur gekk í málinu í júní síðastliðnum í þeim fjórum sem dæmdir voru gaf Síminn út yfirlýsingu um að með þeirri niðurstöðu væri lagður grundvöllur að bótaskyldu fjórmenninganna gagnvart Símanum og að Síminn myndi leita viðeigandi úrræða gagnvart fjórmenningunum. Bótakröfu Símans upp á 246 milljónir króna auk kostnaðar var vísað frá héraðsdómi þar sem ástæða þótti til að fjalla sérstaklega um hana. Að sögn Evu Magnúsdóttur, upplýsingafulltrúa Símans, eru lögfræðingar fyrirtækisins að fara yfir málið. Þær leiðir sem eru Símanum færar í stöðunni eru annars vegar að gera kröfu í þrotabú viðkomandi ef þeir eru gjaldþrota eða höfða einkamál. Ef viðkomandi er gjaldþrota er hægt að gera kröfur í þrotabú hans og ef eignir búsins hrökkva ekki fyrir kröfum er hægt að viðhalda kröfunum með því að krefjast gjaldþrots skuldamanns á ný áður en fyrri gjaldþrotaúrskurður fyrnist. Ef ekki er um gjaldþrota einstakling að ræða getur Síminn höfðað einkamál til staðfestingar rétti sínum til bóta. Ef dómur staðfestir það er hægt að gera fjárnám hjá viðkomandi og árangurslaust fjárnám ef engar eignir eru. Í framhaldi af því er síðan hægt að krefjast gjaldþrotaskipta og viðhalda gjaldþrotinu endalaust ef vilji er fyrir hendi þar til skuldin er að fullu greidd.
Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Erlent Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Innlent „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Innlent Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre Erlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Innlent Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Innlent Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Erlent Fleiri fréttir Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Sjá meira