Dómar í Landssímamálinu mildaðir 28. apríl 2005 00:01 Hæstiréttur mildaði nokkuð dóma héraðsdóms yfir þeim Árna Þór Vigfússyni, Kristjáni Ragnari Kristjánssyni og Ragnari Orra Benediktssyni. Árni Þór og Kristján Ra. höfðu báðir fengið tveggja ára dóm í héraði en fá nú 15 og 18 mánaða fangelsisdóm, en til frádráttar kemur 11 daga gæsluvarðhaldsvist þeirra. Ragnar Orri fékk 8 mánaða dóm í héraði, en sá dómur var mildaður í 3 mánuði og til frádráttar kemur 7 daga gæsluvarðhaldsvist. Árni Þór og Kristján þurfa einnig að greiða hálfa milljón hvor í málsvarnarlaun og Ragnar Orri 350 þúsund. Árni Þór og Kristján Ragnar voru sakfelldir fyrir hylmingu með því að hafa veitt viðtöku frá Sveinbirni Kristjánssyni, fyrrum aðalféhirði Landssímans, tæplega 163,6 milljónum króna á árunum 1999 til 2001 og ráðstafað í eigin þágu, auk Alvöru lífsins og Skjás eins. Ragnar Orri Benediktsson var dæmdur fyrir hylmingu. Sveinbjörn Kristjánsson, fyrrum aðalféhirðir Landssímans, ákvað að una sínum dómi í héraði, en mál hans var skilið frá hinum. Hann var dæmdur í fjögurra og hálfs árs fangelsi fyrir um 261 milljónar króna frádrátt í starfi sínu hjá Símanum. Árni, Kristján Ra. og Ragnar Orri kröfðust allir sýknu fyrir Hæstarétti, en til vara krafðist Árni Þór þess að héraðsdómur yrði ómerktur og málinu vísað heim í hérað og til þrautavara mildunar refsingar. Kristján Ra. Kristjánsson krafðist þess til vara að refsing hans yrði ákveðin sem fésekt og Ragnar Orri fór til vara fram á mildun refsingar. "Ákærði Árni Þór hefur ekki áður sætt refsingum svo að kunnugt sé og ákærði Kristján Ragnar ekki að því marki að máli skipti. Brot ákærðu varða hins vegar fjölmargar greiðslur, sem spanna yfir talsverðan tíma, og eru flestar að verulegri fjárhæð. Alls nema brot þeirra stórfelldri fjárhæð, sem ekki á sér hliðstæðu í öðrum dómsmálum. Þegar litið er til þess að ákærði Kristján hafði á hendi fjárvörslur þeirra að megin stofni og átti þannig ríkari þátt í verknaðinum verður nokkur munur gerður á refsingu þeirra," segir í dómi Hæstaréttar. Dóminn kváðu upp Markús Sigurbjörnsson, Garðar Gíslason, Guðrún Erlendsdóttir, Gunnlaugur Claessen og Hrafn Bragason. Ríkissaksóknari skaut málinu til Hæstaréttar í lok júlí í fyrra, bæði fyrir ákærðu sem vildu áfrýja og ákæruvaldið sem vildi staðfestingu á héraðsdómi. Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Innlent „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Innlent Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Innlent Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Innlent Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Innlent Segir Selenskí á leið til Washington Erlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu Innlent Fleiri fréttir Drónaframleiðsla, sprengjuleit og innviðauppbygging meðal þess sem Ísland styrkir Slökkviliðsmenn felldu samninginn Kristrún í Kænugarði: „Mjög tilfinningaþrungið ástand hérna“ Ofbýður hvað Reykjavík er ljót „Ekki sitja í störukeppni á meðan molnar undan unga fólkinu“ Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Þriggja ára stríð, myndband af ráni og ljót borg Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Guðrún nýtur meiri stuðnings hjá almenningi Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Kristrún í Kænugarði og átök innan sveitarfélaganna Fimm hundruð tré felld og ákvörðunar beðið Jón undir feldi eins og Diljá Hafa bæði í hyggju að leiða flokkana sína í næstu kosningum Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sjá meira
Hæstiréttur mildaði nokkuð dóma héraðsdóms yfir þeim Árna Þór Vigfússyni, Kristjáni Ragnari Kristjánssyni og Ragnari Orra Benediktssyni. Árni Þór og Kristján Ra. höfðu báðir fengið tveggja ára dóm í héraði en fá nú 15 og 18 mánaða fangelsisdóm, en til frádráttar kemur 11 daga gæsluvarðhaldsvist þeirra. Ragnar Orri fékk 8 mánaða dóm í héraði, en sá dómur var mildaður í 3 mánuði og til frádráttar kemur 7 daga gæsluvarðhaldsvist. Árni Þór og Kristján þurfa einnig að greiða hálfa milljón hvor í málsvarnarlaun og Ragnar Orri 350 þúsund. Árni Þór og Kristján Ragnar voru sakfelldir fyrir hylmingu með því að hafa veitt viðtöku frá Sveinbirni Kristjánssyni, fyrrum aðalféhirði Landssímans, tæplega 163,6 milljónum króna á árunum 1999 til 2001 og ráðstafað í eigin þágu, auk Alvöru lífsins og Skjás eins. Ragnar Orri Benediktsson var dæmdur fyrir hylmingu. Sveinbjörn Kristjánsson, fyrrum aðalféhirðir Landssímans, ákvað að una sínum dómi í héraði, en mál hans var skilið frá hinum. Hann var dæmdur í fjögurra og hálfs árs fangelsi fyrir um 261 milljónar króna frádrátt í starfi sínu hjá Símanum. Árni, Kristján Ra. og Ragnar Orri kröfðust allir sýknu fyrir Hæstarétti, en til vara krafðist Árni Þór þess að héraðsdómur yrði ómerktur og málinu vísað heim í hérað og til þrautavara mildunar refsingar. Kristján Ra. Kristjánsson krafðist þess til vara að refsing hans yrði ákveðin sem fésekt og Ragnar Orri fór til vara fram á mildun refsingar. "Ákærði Árni Þór hefur ekki áður sætt refsingum svo að kunnugt sé og ákærði Kristján Ragnar ekki að því marki að máli skipti. Brot ákærðu varða hins vegar fjölmargar greiðslur, sem spanna yfir talsverðan tíma, og eru flestar að verulegri fjárhæð. Alls nema brot þeirra stórfelldri fjárhæð, sem ekki á sér hliðstæðu í öðrum dómsmálum. Þegar litið er til þess að ákærði Kristján hafði á hendi fjárvörslur þeirra að megin stofni og átti þannig ríkari þátt í verknaðinum verður nokkur munur gerður á refsingu þeirra," segir í dómi Hæstaréttar. Dóminn kváðu upp Markús Sigurbjörnsson, Garðar Gíslason, Guðrún Erlendsdóttir, Gunnlaugur Claessen og Hrafn Bragason. Ríkissaksóknari skaut málinu til Hæstaréttar í lok júlí í fyrra, bæði fyrir ákærðu sem vildu áfrýja og ákæruvaldið sem vildi staðfestingu á héraðsdómi.
Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Innlent „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Innlent Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Innlent Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Innlent Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Innlent Segir Selenskí á leið til Washington Erlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu Innlent Fleiri fréttir Drónaframleiðsla, sprengjuleit og innviðauppbygging meðal þess sem Ísland styrkir Slökkviliðsmenn felldu samninginn Kristrún í Kænugarði: „Mjög tilfinningaþrungið ástand hérna“ Ofbýður hvað Reykjavík er ljót „Ekki sitja í störukeppni á meðan molnar undan unga fólkinu“ Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Þriggja ára stríð, myndband af ráni og ljót borg Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Guðrún nýtur meiri stuðnings hjá almenningi Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Kristrún í Kænugarði og átök innan sveitarfélaganna Fimm hundruð tré felld og ákvörðunar beðið Jón undir feldi eins og Diljá Hafa bæði í hyggju að leiða flokkana sína í næstu kosningum Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sjá meira