Dómar í Landssímamálinu mildaðir 28. apríl 2005 00:01 Hæstiréttur mildaði nokkuð dóma héraðsdóms yfir þeim Árna Þór Vigfússyni, Kristjáni Ragnari Kristjánssyni og Ragnari Orra Benediktssyni. Árni Þór og Kristján Ra. höfðu báðir fengið tveggja ára dóm í héraði en fá nú 15 og 18 mánaða fangelsisdóm, en til frádráttar kemur 11 daga gæsluvarðhaldsvist þeirra. Ragnar Orri fékk 8 mánaða dóm í héraði, en sá dómur var mildaður í 3 mánuði og til frádráttar kemur 7 daga gæsluvarðhaldsvist. Árni Þór og Kristján þurfa einnig að greiða hálfa milljón hvor í málsvarnarlaun og Ragnar Orri 350 þúsund. Árni Þór og Kristján Ragnar voru sakfelldir fyrir hylmingu með því að hafa veitt viðtöku frá Sveinbirni Kristjánssyni, fyrrum aðalféhirði Landssímans, tæplega 163,6 milljónum króna á árunum 1999 til 2001 og ráðstafað í eigin þágu, auk Alvöru lífsins og Skjás eins. Ragnar Orri Benediktsson var dæmdur fyrir hylmingu. Sveinbjörn Kristjánsson, fyrrum aðalféhirðir Landssímans, ákvað að una sínum dómi í héraði, en mál hans var skilið frá hinum. Hann var dæmdur í fjögurra og hálfs árs fangelsi fyrir um 261 milljónar króna frádrátt í starfi sínu hjá Símanum. Árni, Kristján Ra. og Ragnar Orri kröfðust allir sýknu fyrir Hæstarétti, en til vara krafðist Árni Þór þess að héraðsdómur yrði ómerktur og málinu vísað heim í hérað og til þrautavara mildunar refsingar. Kristján Ra. Kristjánsson krafðist þess til vara að refsing hans yrði ákveðin sem fésekt og Ragnar Orri fór til vara fram á mildun refsingar. "Ákærði Árni Þór hefur ekki áður sætt refsingum svo að kunnugt sé og ákærði Kristján Ragnar ekki að því marki að máli skipti. Brot ákærðu varða hins vegar fjölmargar greiðslur, sem spanna yfir talsverðan tíma, og eru flestar að verulegri fjárhæð. Alls nema brot þeirra stórfelldri fjárhæð, sem ekki á sér hliðstæðu í öðrum dómsmálum. Þegar litið er til þess að ákærði Kristján hafði á hendi fjárvörslur þeirra að megin stofni og átti þannig ríkari þátt í verknaðinum verður nokkur munur gerður á refsingu þeirra," segir í dómi Hæstaréttar. Dóminn kváðu upp Markús Sigurbjörnsson, Garðar Gíslason, Guðrún Erlendsdóttir, Gunnlaugur Claessen og Hrafn Bragason. Ríkissaksóknari skaut málinu til Hæstaréttar í lok júlí í fyrra, bæði fyrir ákærðu sem vildu áfrýja og ákæruvaldið sem vildi staðfestingu á héraðsdómi. Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Innlent Telur áform ráðherra vanhugsuð Innlent Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Erlent Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Innlent Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Erlent Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Innlent Þrjátíu handteknir í óeirðum í Hollandi Erlent Kanada, Bretland og Ástralía viðurkenna Palestínu Erlent Þorgerður Katrín endurkjörin Innlent Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Innlent Fleiri fréttir Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ „Dreifbýlið hefur alltaf haft áhyggjur af því að fjármagnið sogist til þéttbýlisins“ Þorgerður Katrín endurkjörin Frítt í Strætó á Bíllausa deginum á morgun Hefur farið 100 sinnu á fjall á Fljótshlíðarafrétti Viðreisn verður áfram bara Viðreisn Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Sjálfstæð Palestína, væringar í Framsókn og fækkun um eitt sveitarfélag Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Staða Framsóknarflokksins, afnám áminningarskyldu og Evrópumálin í Sprengisandi Telur áform ráðherra vanhugsuð Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Netárásin gæti haft áhrif á ferðir Icelandair Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Sniðgangan friðsæl leið til að mótmæla og sýna samstöðu „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Fordæmalaust kynferðisbrotamál og viðbragð NATO við brölti Rússa Vill breyta nafni Viðreisnar Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Landsþing Viðreisnar hafið Peningakassa stolið af hóteli í miðbæ Reykjavíkur Sjá meira
Hæstiréttur mildaði nokkuð dóma héraðsdóms yfir þeim Árna Þór Vigfússyni, Kristjáni Ragnari Kristjánssyni og Ragnari Orra Benediktssyni. Árni Þór og Kristján Ra. höfðu báðir fengið tveggja ára dóm í héraði en fá nú 15 og 18 mánaða fangelsisdóm, en til frádráttar kemur 11 daga gæsluvarðhaldsvist þeirra. Ragnar Orri fékk 8 mánaða dóm í héraði, en sá dómur var mildaður í 3 mánuði og til frádráttar kemur 7 daga gæsluvarðhaldsvist. Árni Þór og Kristján þurfa einnig að greiða hálfa milljón hvor í málsvarnarlaun og Ragnar Orri 350 þúsund. Árni Þór og Kristján Ragnar voru sakfelldir fyrir hylmingu með því að hafa veitt viðtöku frá Sveinbirni Kristjánssyni, fyrrum aðalféhirði Landssímans, tæplega 163,6 milljónum króna á árunum 1999 til 2001 og ráðstafað í eigin þágu, auk Alvöru lífsins og Skjás eins. Ragnar Orri Benediktsson var dæmdur fyrir hylmingu. Sveinbjörn Kristjánsson, fyrrum aðalféhirðir Landssímans, ákvað að una sínum dómi í héraði, en mál hans var skilið frá hinum. Hann var dæmdur í fjögurra og hálfs árs fangelsi fyrir um 261 milljónar króna frádrátt í starfi sínu hjá Símanum. Árni, Kristján Ra. og Ragnar Orri kröfðust allir sýknu fyrir Hæstarétti, en til vara krafðist Árni Þór þess að héraðsdómur yrði ómerktur og málinu vísað heim í hérað og til þrautavara mildunar refsingar. Kristján Ra. Kristjánsson krafðist þess til vara að refsing hans yrði ákveðin sem fésekt og Ragnar Orri fór til vara fram á mildun refsingar. "Ákærði Árni Þór hefur ekki áður sætt refsingum svo að kunnugt sé og ákærði Kristján Ragnar ekki að því marki að máli skipti. Brot ákærðu varða hins vegar fjölmargar greiðslur, sem spanna yfir talsverðan tíma, og eru flestar að verulegri fjárhæð. Alls nema brot þeirra stórfelldri fjárhæð, sem ekki á sér hliðstæðu í öðrum dómsmálum. Þegar litið er til þess að ákærði Kristján hafði á hendi fjárvörslur þeirra að megin stofni og átti þannig ríkari þátt í verknaðinum verður nokkur munur gerður á refsingu þeirra," segir í dómi Hæstaréttar. Dóminn kváðu upp Markús Sigurbjörnsson, Garðar Gíslason, Guðrún Erlendsdóttir, Gunnlaugur Claessen og Hrafn Bragason. Ríkissaksóknari skaut málinu til Hæstaréttar í lok júlí í fyrra, bæði fyrir ákærðu sem vildu áfrýja og ákæruvaldið sem vildi staðfestingu á héraðsdómi.
Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Innlent Telur áform ráðherra vanhugsuð Innlent Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Erlent Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Innlent Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Erlent Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Innlent Þrjátíu handteknir í óeirðum í Hollandi Erlent Kanada, Bretland og Ástralía viðurkenna Palestínu Erlent Þorgerður Katrín endurkjörin Innlent Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Innlent Fleiri fréttir Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ „Dreifbýlið hefur alltaf haft áhyggjur af því að fjármagnið sogist til þéttbýlisins“ Þorgerður Katrín endurkjörin Frítt í Strætó á Bíllausa deginum á morgun Hefur farið 100 sinnu á fjall á Fljótshlíðarafrétti Viðreisn verður áfram bara Viðreisn Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Sjálfstæð Palestína, væringar í Framsókn og fækkun um eitt sveitarfélag Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Staða Framsóknarflokksins, afnám áminningarskyldu og Evrópumálin í Sprengisandi Telur áform ráðherra vanhugsuð Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Netárásin gæti haft áhrif á ferðir Icelandair Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Sniðgangan friðsæl leið til að mótmæla og sýna samstöðu „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Fordæmalaust kynferðisbrotamál og viðbragð NATO við brölti Rússa Vill breyta nafni Viðreisnar Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Landsþing Viðreisnar hafið Peningakassa stolið af hóteli í miðbæ Reykjavíkur Sjá meira