Innlent

Búið að slökkva eldinn

Búið er að slökkva eldinn sem kviknaði í Framheimilinu við Safamýri síðdegis. Eldurinn logaði í útvegg og í hluta af þaki hússins. Mikill viðbúnaður var á staðnum en fólk var ekki í hættu.  Eldurinn logaði undir klæðningu og það þurfti að rífa hana niður með kúbeinum og vélsögum. Niðurrifið tók töluverðan tíma en þegar því lauk gekk slökkvistarfið greiðlega fyrir sig. Nokkrir reykkafarar voru síðan kallaðir á staðinn, enda lagði mikinn reyk frá húsinu, meðal annars yfir Kringlumýrarbraut. Engin slys urðu á fólki í eldsvoðanum, eða vegna reyksins, en iðnaðarmenn voru við störf í húsinu þegar eldurinn kviknaði og einnig voru menn í fótbolta inni í íþróttasalnum. Ekki er að fullu ljóst hversu mikið tjón varð á húsinu en ætla má að töluverðar skemmdir hafi orðið á veggjum og innanstokksmunum vegna reyksins. Slökkviliðið var nýkomið úr útkalli eftir að eldhús varð alelda í íbúð í fjölbýlishúsi í Álfholti í Hafnarfirði. Þar gekk slökkvistarf vel fyrir sig.
MYND/HH
MYND/HH
MYND/HH
MYND/HH
MYND/HH
MYND/HH



Fleiri fréttir

Sjá meira


×