Lengi býr að fyrstu gerð 28. apríl 2005 00:01 Í fyrri viku velti ég fyrir mér áhrifum einstaklinga á framvindu sögunnar og tók dæmi af Indlandi og Pakistan, sem voru eitt land undir stjórn Breta og skiptust árið 1947 í tvö lönd (þrjú með Bangladess 1971). Löndin tvö stefndu eftir það í ólíkar áttir, sem virtust í hvoru landi fyrir sig ríma vel við upplag landsfeðranna. Indverjar tóku upp fulltrúalýðræði, enda hefði Mahatma Gandí aldrei tekið annað í mál, ekki frekar en t.a.m. Nelson Mandela. Pakistan er á hinn bóginn harðsvírað einræðisríki. Lönd eru eins og annað fólk: lengi býr að fyrstu gerð. Hugsum þessa hugsun aðeins lengra. Jesús Kristur og Múhameð voru býsna ólíkir menn. Kristur var friðflytjandi, Múhameð var stríðsherra. Er það þá nokkur furða, að flest lönd kristinna manna á okkar dögum eru friðsæl lýðræðisríki? - og öfgamenn í ríkjum múslíma heita ófriði í guðs nafni og nærast á heift. Vandinn í ríkjum múslíma er þó ekki bundinn við öfgamenn þar, öðru nær. Lýðræði er sjaldgæft meðal múslíma, einræði er reglan. Lönd Araba hafa mörg hver orðið viðskila við nútímann; æðsti draumur ofsatrúarmanna þar er að hverfa aftur til miðalda eins og þeim tókst í Afganistan í stjórnartíð talíbana. Hvers vegna er lýðræði reglan meðal kristinna manna og einræði meðal múslíma? Svarið virðist ekki vera að finna í inntaki trúarbragðanna, enda eru þau upp runnin á sömu slóðum í Austurlöndum nær með nokkurra alda millibili og eiga þar að auki margt annað sameiginlegt. Friðarboðskapur og fyrirgefningar í anda Krists er að vísu ekki rúmfrekur í Kóraninum, en það skiptir þó varla sköpum í nútímanum, enda gegnir umburðarlyndi lykilhlutverki í íslam líkt og í okkar trú. Er svarið þá heldur að finna í fordæmi spámannanna? Kannski. Fjölmennasta ríki múslíma nú er Indónesía, og þar situr nú lýðræðislega kjörin stjórn. Tyrkland er einnig lýðræðisríki og stefnir á inngöngu í Evrópusambandið innan tíðar. Hvorugt landið fær þó hæstu einkunn í lýðræðismælingum stjórnmálafræðinga, þar vantar enn talsvert á. Arabalöndin eru annar handleggur. Í þeim hópi er ekkert lýðræðisríki. Arabalöndin liggja nálægt botni á lýðræðislistum stjórnmálafræðinganna ásamt þeim fimm kommúnistaríkjum, sem enn eru uppistandandi. Hvers vegna? Einræði kommúnista liggur í hlutarins eðli: kommúnistar stjórna jafnan með þvílíkum yfirgangi á landsvísu og svo illa, að ekkert nema einræði og ofbeldi getur haldið þeim við völd. (Á landsvísu, segi ég, því að kommúnistum hefur sums staðar tekizt að afla sér virðingar meðal kjósenda í einstökum borgarstjórnum og héraðsstjórnum, t.d. á Ítalíu og Indlandi). En hvernig stendur þá á því, að Arabalönd fylla sama flokk og kommúnistalöndin? Arabalöndin búa sum að miklum olíulindum, sem ráðandi öflum hefur tekizt að sölsa undir sig. Þeim, sem hefur tekizt að leggja undir sig svo mikinn auð til eigin nota, hugnast yfirleitt ekki að deila honum með öðrum. Konungsfjölskyldan í Sádi-Arabíu sér því ýmis tormerki á frjálsum kosningum þar í landi, enda myndi sú góða fjölskylda þá missa völdin yfir landinu í einu vetfangi - og þá um leið umráðin yfir olíulindunum. Ríkisstjórn Sádi-Arabíu eys fé í ofsatrúarhópa einmitt til þess að geta skýlt einræðisstjórninni á bak við þörfina á að halda þeim í skefjum. Svipað á við um Pakistan, enda þótt engri olíu sé þar til að dreifa: þar eru tíu þúsund trúarskólar, enda þótt aðra skóla skorti allt til alls. Sumir halda, að lýðræði sé lúxusvara og hæfi því ekki fátæku fólki. Þessi skoðun orkar tvímælis eins og dæmi Indlands vitnar um, því að þar býr tæpur milljarður manna við lýðræði og þekkir ekki aðra stjórnskipan af eigin raun. Það er að vísu rétt, að fátækt hamlar lýðræði - og ekki bara lýðræði: fátækt er óvinur alls, sem lifir. Hún dregur svo þrótt úr fólki, að það skortir afl til þess að hrinda óvinum lýðræðisins af höndum sér. Hagvöxtur lyftir lífskjörum almennings með tímanum og eflir fólkið svo til dáða, að það megnar að rísa upp gegn kúgurum sínum og kasta hlekkjunum. Þess vegna hlýtur einræði að víkja og óskorað lýðræði að taka við. Aðeins sjö lönd í heiminum búa nú við auðsæld - þ.e. mikla landsframleiðslu á mann - án lýðræðis: sex íslömsk olíulönd (Barein, Brúnei, Katar, Kúveit, Sameinuðu furstadæmin og Sádi-Arabía) auk Singapúr, sem á engar auðlindir aðrar en lifandi fólk. Þjóðarauðinum er misskipt í íslömsku olíulöndunum sex, því að einræði kallar á ójöfnuð og annað verra, en ekki í Singapúr: þar er ójöfnuðurinn ekki meiri en sums staðar í Evrópu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fastir pennar Þorvaldur Gylfason Mest lesið „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Biðin eftir leigubíl Elín Anna Gísladóttir Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson Skoðun
Í fyrri viku velti ég fyrir mér áhrifum einstaklinga á framvindu sögunnar og tók dæmi af Indlandi og Pakistan, sem voru eitt land undir stjórn Breta og skiptust árið 1947 í tvö lönd (þrjú með Bangladess 1971). Löndin tvö stefndu eftir það í ólíkar áttir, sem virtust í hvoru landi fyrir sig ríma vel við upplag landsfeðranna. Indverjar tóku upp fulltrúalýðræði, enda hefði Mahatma Gandí aldrei tekið annað í mál, ekki frekar en t.a.m. Nelson Mandela. Pakistan er á hinn bóginn harðsvírað einræðisríki. Lönd eru eins og annað fólk: lengi býr að fyrstu gerð. Hugsum þessa hugsun aðeins lengra. Jesús Kristur og Múhameð voru býsna ólíkir menn. Kristur var friðflytjandi, Múhameð var stríðsherra. Er það þá nokkur furða, að flest lönd kristinna manna á okkar dögum eru friðsæl lýðræðisríki? - og öfgamenn í ríkjum múslíma heita ófriði í guðs nafni og nærast á heift. Vandinn í ríkjum múslíma er þó ekki bundinn við öfgamenn þar, öðru nær. Lýðræði er sjaldgæft meðal múslíma, einræði er reglan. Lönd Araba hafa mörg hver orðið viðskila við nútímann; æðsti draumur ofsatrúarmanna þar er að hverfa aftur til miðalda eins og þeim tókst í Afganistan í stjórnartíð talíbana. Hvers vegna er lýðræði reglan meðal kristinna manna og einræði meðal múslíma? Svarið virðist ekki vera að finna í inntaki trúarbragðanna, enda eru þau upp runnin á sömu slóðum í Austurlöndum nær með nokkurra alda millibili og eiga þar að auki margt annað sameiginlegt. Friðarboðskapur og fyrirgefningar í anda Krists er að vísu ekki rúmfrekur í Kóraninum, en það skiptir þó varla sköpum í nútímanum, enda gegnir umburðarlyndi lykilhlutverki í íslam líkt og í okkar trú. Er svarið þá heldur að finna í fordæmi spámannanna? Kannski. Fjölmennasta ríki múslíma nú er Indónesía, og þar situr nú lýðræðislega kjörin stjórn. Tyrkland er einnig lýðræðisríki og stefnir á inngöngu í Evrópusambandið innan tíðar. Hvorugt landið fær þó hæstu einkunn í lýðræðismælingum stjórnmálafræðinga, þar vantar enn talsvert á. Arabalöndin eru annar handleggur. Í þeim hópi er ekkert lýðræðisríki. Arabalöndin liggja nálægt botni á lýðræðislistum stjórnmálafræðinganna ásamt þeim fimm kommúnistaríkjum, sem enn eru uppistandandi. Hvers vegna? Einræði kommúnista liggur í hlutarins eðli: kommúnistar stjórna jafnan með þvílíkum yfirgangi á landsvísu og svo illa, að ekkert nema einræði og ofbeldi getur haldið þeim við völd. (Á landsvísu, segi ég, því að kommúnistum hefur sums staðar tekizt að afla sér virðingar meðal kjósenda í einstökum borgarstjórnum og héraðsstjórnum, t.d. á Ítalíu og Indlandi). En hvernig stendur þá á því, að Arabalönd fylla sama flokk og kommúnistalöndin? Arabalöndin búa sum að miklum olíulindum, sem ráðandi öflum hefur tekizt að sölsa undir sig. Þeim, sem hefur tekizt að leggja undir sig svo mikinn auð til eigin nota, hugnast yfirleitt ekki að deila honum með öðrum. Konungsfjölskyldan í Sádi-Arabíu sér því ýmis tormerki á frjálsum kosningum þar í landi, enda myndi sú góða fjölskylda þá missa völdin yfir landinu í einu vetfangi - og þá um leið umráðin yfir olíulindunum. Ríkisstjórn Sádi-Arabíu eys fé í ofsatrúarhópa einmitt til þess að geta skýlt einræðisstjórninni á bak við þörfina á að halda þeim í skefjum. Svipað á við um Pakistan, enda þótt engri olíu sé þar til að dreifa: þar eru tíu þúsund trúarskólar, enda þótt aðra skóla skorti allt til alls. Sumir halda, að lýðræði sé lúxusvara og hæfi því ekki fátæku fólki. Þessi skoðun orkar tvímælis eins og dæmi Indlands vitnar um, því að þar býr tæpur milljarður manna við lýðræði og þekkir ekki aðra stjórnskipan af eigin raun. Það er að vísu rétt, að fátækt hamlar lýðræði - og ekki bara lýðræði: fátækt er óvinur alls, sem lifir. Hún dregur svo þrótt úr fólki, að það skortir afl til þess að hrinda óvinum lýðræðisins af höndum sér. Hagvöxtur lyftir lífskjörum almennings með tímanum og eflir fólkið svo til dáða, að það megnar að rísa upp gegn kúgurum sínum og kasta hlekkjunum. Þess vegna hlýtur einræði að víkja og óskorað lýðræði að taka við. Aðeins sjö lönd í heiminum búa nú við auðsæld - þ.e. mikla landsframleiðslu á mann - án lýðræðis: sex íslömsk olíulönd (Barein, Brúnei, Katar, Kúveit, Sameinuðu furstadæmin og Sádi-Arabía) auk Singapúr, sem á engar auðlindir aðrar en lifandi fólk. Þjóðarauðinum er misskipt í íslömsku olíulöndunum sex, því að einræði kallar á ójöfnuð og annað verra, en ekki í Singapúr: þar er ójöfnuðurinn ekki meiri en sums staðar í Evrópu.
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun