Innlent

Kona lést í bílveltu

Rúmlega fimmtug kona lést þegar bíll sem hún ók fór út af og valt nokkrum sinnum á Upphéraðsvegi um einn kílómetra frá Egilsstöðum á leiðinni inn í Hallormsstað á tíunda tímanum á þriðjudagskvöldið. Bremsuför á vettvangi benda til þess að konan hafi misst stjórn á bílnum en að öðru leyti eru tildrög slyssins ókunn. Konan var ein í bílnum. Konan hét Guðrún Sigurðardóttir, búsett í Reykjavík. Vegfarandi gerði Neyðarlínu viðvart um slysið tuttugu mínútur fyrir klukkan tíu um kvöldið og var þá kvödd til lögregla og sjúkralið. Að sögn lögreglunnar á Egilsstöðum úrskurðaði læknir konuna látna á staðnum Rannsókn lögreglu beinist meðal annars að því hvort um ölvunarakstur hafi verið að ræða, en bílinn hafði konan tekið ófrjálsri hendi fyrir utan veitingastaðinn Kaffi Nielsen á Egilsstöðum.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×