Innlent

Forsætisnefnd geri tillögur

"Breytingar á eftirlaunalögunum voru ákveðnar með samkomulagi allra flokka á sínum tíma og mér finnst eðlilegt að þessar breytingar nú verði því ákveðnar af sömu aðilum. Frumvarpið var flutt af fulltrúum í forsætisnefnd og ég tel því eðlilegt að breytingartillögur komi þaðan líka," segir Halldór. Hann segir að samkvæmt nýframkomnu lögfræðiáliti sé hægt að gera breytingar á eftirlaunalögunum. "Varað er við því að gera breytingar á virkum réttindum, það er að segja réttindum sem þegar hafa hafist og síðan að það verði að vera ákveðinn aðlögunartími. Því liggur að mínu mati ekkert á að gera þetta á þessu vori og eðlilegt að flokkarnir hafi þetta til athugunar í sumar og við getum litið á þetta aftur í haust," segir Halldór. Halldór segir það vilja allra flokkanna að fara yfir málið og taka á því í ljósi möguleikans á tvöföldum launum. "Frumvarpið sjálft er mjög einfalt. Þegar er að finna skerðingar í lögunum ef menn byrja að taka eftirlaun frá 55 ára aldri, sem gilda fram að 65 ára aldri. Þetta er fyrst og fremst spurning um það ákvæði. Það tekur ekki nema hluta úr degi að ganga frá frumvarpi, það er fyrst og fremst spurning um hvað menn vilja gera," segir Halldór.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×