60 deyja daglega 27. apríl 2005 00:01 Fjögur hundruð árásir eru að jafnaði gerðar í Írak í hverri viku og daglega týna um sextíu manns lífi í þeim. Tuttugu og fimm mánuðir eru liðnir frá innrásinni í Írak til að steypa Saddam Hussein af stóli og enn hefur ekki tekist að kveða niður uppreisnarmenn í landinu. Í hverri viku gera þeir og hryðjuverkamenn í Írak um fjögur hundruð árásir á hersetuliðið, lögreglu og óbreytta borgara. Í helmingi árásanna týnir fólk lífi, um sextíu á dag. Fjöldi árásanna þykir sýna best styrk uppreisnar- og hryðjuverkamanna í Írak og hversu illa hersetuliðinu, og upp á síðkastið, írökskum sveitum gengur að berjast við þá. Meyers, yfirmaður bandaríska heraflans í landinu, og Rumsfeld, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, voru þó alls ekki á því í gær, heldur sögðu ástæðuna þá að hersetuliðið einbeitti sér að því að þjálfa írakskar sveitir í stað þess að berjast við óróaseggi. Engu að síður er bent á að þrátt fyrir aðgerðir um hundrað og fjörutíu þúsunda bandarískra hermanna og álíka margra írakskra hermanna, sjái ekki högg á vatni: árásir nú séu jafnmargar og fyrir ári síðan þegar ástandið var sem verst. Nú er því ekki síst kennt um að ekkert gengur við myndun ríkisstjórnar í Írak. Kosningarnar í janúar áttu að vera fyrsta stóra skrefið í átt að stöðugleika og efnahagslegri endurreisn en við tók pólitískt þref sem stendur enn. Undanfarna daga hefur verið beðið fregna af skipan stjórnar en tilkynningu um hana er frestað æ ofan í æ. Á meðan eru Írakar sjálfir ekki í stakk búnir til að taka á óöldinni og því fátt sem bendir til stórtækra breytinga á næstunni. Erlent Fréttir Írak Mest lesið Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Innlent Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Innlent Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Innlent „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent Fleiri fréttir Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Sjá meira
Fjögur hundruð árásir eru að jafnaði gerðar í Írak í hverri viku og daglega týna um sextíu manns lífi í þeim. Tuttugu og fimm mánuðir eru liðnir frá innrásinni í Írak til að steypa Saddam Hussein af stóli og enn hefur ekki tekist að kveða niður uppreisnarmenn í landinu. Í hverri viku gera þeir og hryðjuverkamenn í Írak um fjögur hundruð árásir á hersetuliðið, lögreglu og óbreytta borgara. Í helmingi árásanna týnir fólk lífi, um sextíu á dag. Fjöldi árásanna þykir sýna best styrk uppreisnar- og hryðjuverkamanna í Írak og hversu illa hersetuliðinu, og upp á síðkastið, írökskum sveitum gengur að berjast við þá. Meyers, yfirmaður bandaríska heraflans í landinu, og Rumsfeld, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, voru þó alls ekki á því í gær, heldur sögðu ástæðuna þá að hersetuliðið einbeitti sér að því að þjálfa írakskar sveitir í stað þess að berjast við óróaseggi. Engu að síður er bent á að þrátt fyrir aðgerðir um hundrað og fjörutíu þúsunda bandarískra hermanna og álíka margra írakskra hermanna, sjái ekki högg á vatni: árásir nú séu jafnmargar og fyrir ári síðan þegar ástandið var sem verst. Nú er því ekki síst kennt um að ekkert gengur við myndun ríkisstjórnar í Írak. Kosningarnar í janúar áttu að vera fyrsta stóra skrefið í átt að stöðugleika og efnahagslegri endurreisn en við tók pólitískt þref sem stendur enn. Undanfarna daga hefur verið beðið fregna af skipan stjórnar en tilkynningu um hana er frestað æ ofan í æ. Á meðan eru Írakar sjálfir ekki í stakk búnir til að taka á óöldinni og því fátt sem bendir til stórtækra breytinga á næstunni.
Erlent Fréttir Írak Mest lesið Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Innlent Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Innlent Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Innlent „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent Fleiri fréttir Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Sjá meira