Innlent

Breyttur staðall ástæða fjölgunar

Öryrkjum hefur fjölgað úr 8700 árið 1992 í 13.800 árið 2004. Hlutfallslega hefur fjölgunin orðið mest í hópi yngri öryrkja og þykir þróunin þar svo ör að furðu sætir. Þetta kemur meðal annars fram í nýrri skýrslu Tryggva Þórs Herbertsson, forstöðumanns Hagfræðistofnunar, en hún var kynnt í dag. Þar segir einnig að ein helsta ástæða þessa fjölgunar sé breyttur örorkustaðall sem tekinn var upp hér á landi árið 1999. Telst nú í reynd auðveldara að fá örorkumat en áður.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×