Innlent

Skaðabótamál Vatnsbera tekið fyrir

Tekið var fyrir í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag skaðabótamál sem Þórhallur Ölver Gunnlaugsson, betur þekktur sem Vatnsberinn, höfðaði meðal annars á hendur Fangelsismálastofnun og íslenska ríkinu vegna árásar sem hann varð fyrir á Litla-Hrauni árið 2002. Þórhallur Ölver fer fram á skaðabætur vegna árásarinnar en hann missti fjórar tennur í árásinni, hljóðhimnan skaðaðist auk þess sem hann hlaut áverka á hrygg og hálsi.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×