Venjulegt fólk vantar vinnu 25. apríl 2005 00:01 Atvinnuástand á Akureyri gæti verið betra. Umsóknum um sumarstörf hefur þó fækkað. "Það hefur verið jöfn þróun í atvinnumálum á Akureyri undanfarið," segir Valgeir Magnússon, ráðgjafi hjá Svæðisvinnumiðlun Norðurlands eystra. "Það er ekki mikil uppsveifla heldur er línan meira flöt. Iðnaðarmenn ganga þó ekki um atvinnulausir, þeir sem verða útundan eru þeir sem ekki eru sérhæfðir." Valgeir bendir á að iðnfyrirtæki hafi horfið úr bænum og verksmiðjur verið lagðar niður. "Það hefur ekki beint komið eitthvað í staðinn," segir Valgeir. "Háskólanum fylgja vissulega mörg störf en það eru ákveðnir hópar sem verða alveg útundan." Aðspurður hvort fólk leiti fyrir sér annars staðar segir Valgeir ófaglærða oft ragari að fara. "Þeir sem hafa menntun reyna frekar fyrir sér annarstaðar, en hinir hlaupa í tímabundin störf sem losna og eru atvinnulausir þess á milli. Það vantar hér stóran vinnustað, venjuleg störf fyrir venjulegt fólk. Hér sem annars staðar gengur atvinnulífið mikið út á samræmingu, fyrirtæki sameinast og hagræða og segja upp fólki. Það er langt í frá allt svart en við myndum gjarnan þiggja fjölgun starfa í bænum," segir Valgeir. Umsóknir um sumarstörf á Akureyri eru nú 490, en búist er við að um það bil 270-290 störf verði í boði. Jónína Kristín Laxdal, launafulltrúi hjá Akureyrarbæ, segir að umsóknum hafi fækkað um 20% frá því í fyrra. "Við höfum ekki skýringar á því og vitum ekki hvort atvinnuástand er betra í bænum en í fyrra. Það vekur líka athygli að umsóknir frá körlum eru helmingi færri en hjá konum. Meðal starfa sem eru í boði í sumar eru stöður við Búsetudeild, sem eru sambýlin á Akureyri, og dvalarheimilin." Að venju verður unglingum boðið upp á unglingavinnu á Akureyri, en ef margir eru atvinnulausir eftir að störfum hefur verið úthlutað er sett í gang átaksverkefni. "Við vitum ekki fyrr en líður á sumarið hvort við hrindum af stað átaksverkefni," segir Jónína og tekur undir með Valgeiri að þeir sem verst verði úti séu 17 ára unglingar, sem hafi litla sem enga reynslu, og hinir sem ekki hafi sérhæfingu. Atvinna Mest lesið Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið Jónsi og Una Torfa létu sig ekki vanta á opnunarhátíð Krafts Lífið „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Lífið Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði Lífið Merzedes Club snýr aftur Lífið Guðlaugur og Anný Rós keyptu einbýli í Garðabæ Lífið Þungarokkarar komast ekki til Íslands Lífið Gunnar selur þakíbúð í „New York Loft-stíl“ Lífið Fleiri fréttir Hryllingsleikrit um árið án sumars en þó ekki 2024 Margar milljónir í menninguna Halli með nýtt hlaðvarp: Getur loksins verið í augnhæð með fólki Skiluðu tillögum um uppbyggingu Jónasarstofu í Öxnadal Fullt út úr dyrum á sjóðheitri ljósmyndasýningu Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Katrín dustar rykið af visku sinni Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Sjá meira
Atvinnuástand á Akureyri gæti verið betra. Umsóknum um sumarstörf hefur þó fækkað. "Það hefur verið jöfn þróun í atvinnumálum á Akureyri undanfarið," segir Valgeir Magnússon, ráðgjafi hjá Svæðisvinnumiðlun Norðurlands eystra. "Það er ekki mikil uppsveifla heldur er línan meira flöt. Iðnaðarmenn ganga þó ekki um atvinnulausir, þeir sem verða útundan eru þeir sem ekki eru sérhæfðir." Valgeir bendir á að iðnfyrirtæki hafi horfið úr bænum og verksmiðjur verið lagðar niður. "Það hefur ekki beint komið eitthvað í staðinn," segir Valgeir. "Háskólanum fylgja vissulega mörg störf en það eru ákveðnir hópar sem verða alveg útundan." Aðspurður hvort fólk leiti fyrir sér annars staðar segir Valgeir ófaglærða oft ragari að fara. "Þeir sem hafa menntun reyna frekar fyrir sér annarstaðar, en hinir hlaupa í tímabundin störf sem losna og eru atvinnulausir þess á milli. Það vantar hér stóran vinnustað, venjuleg störf fyrir venjulegt fólk. Hér sem annars staðar gengur atvinnulífið mikið út á samræmingu, fyrirtæki sameinast og hagræða og segja upp fólki. Það er langt í frá allt svart en við myndum gjarnan þiggja fjölgun starfa í bænum," segir Valgeir. Umsóknir um sumarstörf á Akureyri eru nú 490, en búist er við að um það bil 270-290 störf verði í boði. Jónína Kristín Laxdal, launafulltrúi hjá Akureyrarbæ, segir að umsóknum hafi fækkað um 20% frá því í fyrra. "Við höfum ekki skýringar á því og vitum ekki hvort atvinnuástand er betra í bænum en í fyrra. Það vekur líka athygli að umsóknir frá körlum eru helmingi færri en hjá konum. Meðal starfa sem eru í boði í sumar eru stöður við Búsetudeild, sem eru sambýlin á Akureyri, og dvalarheimilin." Að venju verður unglingum boðið upp á unglingavinnu á Akureyri, en ef margir eru atvinnulausir eftir að störfum hefur verið úthlutað er sett í gang átaksverkefni. "Við vitum ekki fyrr en líður á sumarið hvort við hrindum af stað átaksverkefni," segir Jónína og tekur undir með Valgeiri að þeir sem verst verði úti séu 17 ára unglingar, sem hafi litla sem enga reynslu, og hinir sem ekki hafi sérhæfingu.
Atvinna Mest lesið Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið Jónsi og Una Torfa létu sig ekki vanta á opnunarhátíð Krafts Lífið „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Lífið Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði Lífið Merzedes Club snýr aftur Lífið Guðlaugur og Anný Rós keyptu einbýli í Garðabæ Lífið Þungarokkarar komast ekki til Íslands Lífið Gunnar selur þakíbúð í „New York Loft-stíl“ Lífið Fleiri fréttir Hryllingsleikrit um árið án sumars en þó ekki 2024 Margar milljónir í menninguna Halli með nýtt hlaðvarp: Getur loksins verið í augnhæð með fólki Skiluðu tillögum um uppbyggingu Jónasarstofu í Öxnadal Fullt út úr dyrum á sjóðheitri ljósmyndasýningu Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Katrín dustar rykið af visku sinni Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Sjá meira