Innlent

Þynging dóma ekki lausn

"Með þyngingu dóma er líklegt að starf lögreglunnar verði mun erfiðara og hættulegra en nú er," segir Hörður Jóhannesson, yfirlögregluþjónn í Reykjavík. Margir afbrotamenn ganga lausir þrátt fyrir að hafa hlotið ítrekaða dóma fyrir alvarleg brot en margir dómanna þykja þar að auki vægir og ekki til þess fallnir að afstýra frekari glæpaferli. Hörður segist ekki viss um að þynging dóma breyti nokkru þar um. "Ef dómar yrðu þyngdir til muna þýðir það að mun meira er þá í húfi fyrir afbrotamennina og þá er líklegt að lögreglumenn geti lent í mun hættulegri aðstæðum gagnvart þeim en nú er."



Fleiri fréttir

Sjá meira


×