Miklar framkvæmdir í Vatnsmýrinni 23. apríl 2005 00:01 Framkvæmdir verða alls ráðandi í Vatnsmýrinni næstu árin, ekki síst á lóðinni sem Háskólinn í Reykjavík hefur fengið. Reiknað er með að þar hefjist byggingaframkvæmdir á næsta ári en þeim fylgir jafnframt mikil gatnagerð. Miklar breytingar eru í vændum á Vatnsmýrinni eftir að Háskólinn í Reykjavík þáði lóð sem Reykjavíkurborg bauð skólanum undir nýjar byggingar og starfsemi skólans. Aðspurður hvaða breytingum borgarbúar megi eiga von á segir Dagur B. Eggertsson, borgarfulltrúi R-listans, að ekki verði hruflað við neinu í Öskjuhlíðinni. Við Nauthólsvíkina fær útivistar- og afþreygingarsvæðið aukið rýim til að þróast en það verður tengt hinu nýja háskólasvæði með göngustíg sem opnast út frá ákveðnu háskólatorgi. Út frá því er svo vonast til að byggist upp kjarni rannsóknastofnana, hátæknifyrirtækja og skyldrar starfsemi. Þó þyrping bygginganna verði þéttust næst Nauthólsvíkinni munu stúdentagarðar og þjónusta vera á móts við Hótel Loftleiðir og fyrir aftan íþróttasvæði Vals við Hlíðarenda. En hvað með samgöngur? Dagur segir að í nánustu framtíð muni hin nýja Hringbraut tengjast samgöngumiðstöðinni með svokölluðum „Hlíðarfæti“. Svo sjá menn fyrir sér göng í gegnum Öskjuhlíðina þannig að strandlengjan verði ekki eyðilögð með tengingu við Kringlumýrarbraut, sem Dagur segir mjög mikilvæga tengingu. Vegurinn sem liggur niður að Öskjuhlíð verður einnig færður svo háskólasvæðið geti verið samhangandi. Björn Bjarnason, dómsmálaráðherra og borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, gagnrýnir Háskólann í Reykjavík í pistli á heimasíðu sinni í dag og segir óskiljanlegt að skólinn telji sér til framdráttar að dragast inn í þær deilur, sem séu óhjákvæmilegar vegna allra framkvæmda í og við Nauthólsvíkina. „Ef umhverfissinnar, sem berjist gegn framkvæmdum við Kárahnjúka eða lagningu vegar yfir Stórasand, samþykki að þetta friðland Reykvíkinga í Vatnsmýrinni, milli Nauthólsvíkur og Öskjuhlíðar, sé eyðilagt á þennan hátt, „... gef ég minna en áður fyrir umhyggju þeirra fyrir náttúrunni,“ segir Björn í pistlinum. Borgarstjórn Fréttir Innlent Mest lesið Vaktin: Aftakaverður gengur yfir landið Veður Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Innlent Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Innlent Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Erlent Nafngreina árásarmanninn í Örebro Erlent Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Erlent Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Innlent Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Innlent Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Innlent Fleiri fréttir Veðurofsi, þrumur og eldingar í beinni útsendingu Gengur vel á óvænta fundinum Enn bætist í verkföllin Stefnuræðu Kristrúnar frestað Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Hátt í fimm milljónir fiska drápust í sjókvíaeldi í fyrra Verkföll boðuð í fimm framhaldsskólum Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Ný Þjórsárbrú bíður í sömu óvissu og Hvammsvirkjun Lýsa yfir hættustigi almannavarna Hnýta í fullyrðingar RÚV um kolefnisbindingu skóga Halla sendir Svíakonungi samúðarkveðju Lýsa yfir óvissustigi Almannavarna vegna óveðursins Fyrrverandi ráðherra Viðreisnar fordæmir orð Sigurjóns Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Þórdís Kolbrún gætir úkraínskra barna Guðrún boðar til fundar Þau tala í umræðum um stefnuræðu Kristrúnar Bein útsending: Áskoranir í náttúruvernd á Íslandi Óveðursskýin hrannast upp og vextir áfram á niðurleið Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Hafna beiðninni þar sem nafnið gæti orðið nafnbera til ama Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Vill endurskoða styrki til Morgunblaðsins eftir umfjöllun um Flokk fólksins Ólíklegt að hægt verði að opna Holtavörðuheiði í dag „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Fjöldi vega á óvissustigi vegna veðurs Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Umsóknum um vernd fækkaði úr 4.168 í 1.944 Sjá meira
Framkvæmdir verða alls ráðandi í Vatnsmýrinni næstu árin, ekki síst á lóðinni sem Háskólinn í Reykjavík hefur fengið. Reiknað er með að þar hefjist byggingaframkvæmdir á næsta ári en þeim fylgir jafnframt mikil gatnagerð. Miklar breytingar eru í vændum á Vatnsmýrinni eftir að Háskólinn í Reykjavík þáði lóð sem Reykjavíkurborg bauð skólanum undir nýjar byggingar og starfsemi skólans. Aðspurður hvaða breytingum borgarbúar megi eiga von á segir Dagur B. Eggertsson, borgarfulltrúi R-listans, að ekki verði hruflað við neinu í Öskjuhlíðinni. Við Nauthólsvíkina fær útivistar- og afþreygingarsvæðið aukið rýim til að þróast en það verður tengt hinu nýja háskólasvæði með göngustíg sem opnast út frá ákveðnu háskólatorgi. Út frá því er svo vonast til að byggist upp kjarni rannsóknastofnana, hátæknifyrirtækja og skyldrar starfsemi. Þó þyrping bygginganna verði þéttust næst Nauthólsvíkinni munu stúdentagarðar og þjónusta vera á móts við Hótel Loftleiðir og fyrir aftan íþróttasvæði Vals við Hlíðarenda. En hvað með samgöngur? Dagur segir að í nánustu framtíð muni hin nýja Hringbraut tengjast samgöngumiðstöðinni með svokölluðum „Hlíðarfæti“. Svo sjá menn fyrir sér göng í gegnum Öskjuhlíðina þannig að strandlengjan verði ekki eyðilögð með tengingu við Kringlumýrarbraut, sem Dagur segir mjög mikilvæga tengingu. Vegurinn sem liggur niður að Öskjuhlíð verður einnig færður svo háskólasvæðið geti verið samhangandi. Björn Bjarnason, dómsmálaráðherra og borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, gagnrýnir Háskólann í Reykjavík í pistli á heimasíðu sinni í dag og segir óskiljanlegt að skólinn telji sér til framdráttar að dragast inn í þær deilur, sem séu óhjákvæmilegar vegna allra framkvæmda í og við Nauthólsvíkina. „Ef umhverfissinnar, sem berjist gegn framkvæmdum við Kárahnjúka eða lagningu vegar yfir Stórasand, samþykki að þetta friðland Reykvíkinga í Vatnsmýrinni, milli Nauthólsvíkur og Öskjuhlíðar, sé eyðilagt á þennan hátt, „... gef ég minna en áður fyrir umhyggju þeirra fyrir náttúrunni,“ segir Björn í pistlinum.
Borgarstjórn Fréttir Innlent Mest lesið Vaktin: Aftakaverður gengur yfir landið Veður Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Innlent Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Innlent Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Erlent Nafngreina árásarmanninn í Örebro Erlent Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Erlent Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Innlent Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Innlent Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Innlent Fleiri fréttir Veðurofsi, þrumur og eldingar í beinni útsendingu Gengur vel á óvænta fundinum Enn bætist í verkföllin Stefnuræðu Kristrúnar frestað Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Hátt í fimm milljónir fiska drápust í sjókvíaeldi í fyrra Verkföll boðuð í fimm framhaldsskólum Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Ný Þjórsárbrú bíður í sömu óvissu og Hvammsvirkjun Lýsa yfir hættustigi almannavarna Hnýta í fullyrðingar RÚV um kolefnisbindingu skóga Halla sendir Svíakonungi samúðarkveðju Lýsa yfir óvissustigi Almannavarna vegna óveðursins Fyrrverandi ráðherra Viðreisnar fordæmir orð Sigurjóns Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Þórdís Kolbrún gætir úkraínskra barna Guðrún boðar til fundar Þau tala í umræðum um stefnuræðu Kristrúnar Bein útsending: Áskoranir í náttúruvernd á Íslandi Óveðursskýin hrannast upp og vextir áfram á niðurleið Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Hafna beiðninni þar sem nafnið gæti orðið nafnbera til ama Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Vill endurskoða styrki til Morgunblaðsins eftir umfjöllun um Flokk fólksins Ólíklegt að hægt verði að opna Holtavörðuheiði í dag „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Fjöldi vega á óvissustigi vegna veðurs Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Umsóknum um vernd fækkaði úr 4.168 í 1.944 Sjá meira