Afstaðinn vetur fór öfga á milli 22. apríl 2005 00:01 Flestir viðmælendur Fréttablaðsins virðast sammála um að veturinn sem nú er að baki hafi verið tvískiptur og jafnvel farið öfganna á milli. Í nóvember gerði svo kalt í Reykjavík að frostið fór niður fyrir fimmtán gráður en slíkur kuldi hafði ekki mælst í nóvembermánuði í tuttugu og fjögur ár. Á Akureyri fór frost einnig niður í fimmtán stig. Sennilega gerði þó Vetur konungur mestan usla á Vestfjörðum en þar snjóaði stanslaust yfir jólahátíðirnar en snjóskriðuhrina tók svo við í upphafi árs. Þar á meðal urðu hús í Hnífsdal undir snjóskriðu. Veturinn var annasamur hjá gatnamálayfirvöldum og vegagerðinni víða um land. "Það voru smá tímabil sem voru til friðs en annars var þetta erfiður vetur og það þurfti mikið að salta," segir Guðbjartur Sigfússon, yfirverkfræðingur í rekstrardeild framkvæmdasviðs Reykjavíkurborgar. Hann segir götur borgarinnar koma frekar illa undan vetri. Jón Baldvin Jóhannesson, verkstjóri Vegagerðarinnar á Ísafirði, segir janúarbyrjun hafa verið erfiðan tíma fyrir vestan enda féllu þá margar snjóskriður en að því frátöldu hafi veturinn verið blíður. Þegar á leið sýndi veturinn svo á sér mýkri og bjartari hliðar. Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur segir að eftir risjótta og kalda tíð hafi svo komið óvenju mikil hlýindi upp úr miðjum janúar með tilheyrandi vetrarhlákum. Svo hafi hlýindi með stöðugri suðvestanátt borið hafís til landsins í marsmánuði. Þessi snemmbúnu hlýindi náðu svo hámarki á páskadag í Borgarfirði en þá fór hitinn upp fyrir sautján gráður. Það er því gott útlit fyrir þá sem bíða spenntir eftir því að komast um hálendisvegina. Ef fram heldur sem horfir gæti Kjalvegur orðið fær seinnipart maímánuðar og Sprengisandsleið mánuði síðar að sögn Björns Svavarssonar eftirlitsmanns hjá Vegagerðinni. Ef svo fer væri það einni til tveimur vikum fyrr en venjulega. Fréttir Innlent Veður Mest lesið Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Innlent Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Innlent Fleiri fréttir Þögn Alþingis í máli ríkisendurskoðanda ærandi Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Sjá meira
Flestir viðmælendur Fréttablaðsins virðast sammála um að veturinn sem nú er að baki hafi verið tvískiptur og jafnvel farið öfganna á milli. Í nóvember gerði svo kalt í Reykjavík að frostið fór niður fyrir fimmtán gráður en slíkur kuldi hafði ekki mælst í nóvembermánuði í tuttugu og fjögur ár. Á Akureyri fór frost einnig niður í fimmtán stig. Sennilega gerði þó Vetur konungur mestan usla á Vestfjörðum en þar snjóaði stanslaust yfir jólahátíðirnar en snjóskriðuhrina tók svo við í upphafi árs. Þar á meðal urðu hús í Hnífsdal undir snjóskriðu. Veturinn var annasamur hjá gatnamálayfirvöldum og vegagerðinni víða um land. "Það voru smá tímabil sem voru til friðs en annars var þetta erfiður vetur og það þurfti mikið að salta," segir Guðbjartur Sigfússon, yfirverkfræðingur í rekstrardeild framkvæmdasviðs Reykjavíkurborgar. Hann segir götur borgarinnar koma frekar illa undan vetri. Jón Baldvin Jóhannesson, verkstjóri Vegagerðarinnar á Ísafirði, segir janúarbyrjun hafa verið erfiðan tíma fyrir vestan enda féllu þá margar snjóskriður en að því frátöldu hafi veturinn verið blíður. Þegar á leið sýndi veturinn svo á sér mýkri og bjartari hliðar. Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur segir að eftir risjótta og kalda tíð hafi svo komið óvenju mikil hlýindi upp úr miðjum janúar með tilheyrandi vetrarhlákum. Svo hafi hlýindi með stöðugri suðvestanátt borið hafís til landsins í marsmánuði. Þessi snemmbúnu hlýindi náðu svo hámarki á páskadag í Borgarfirði en þá fór hitinn upp fyrir sautján gráður. Það er því gott útlit fyrir þá sem bíða spenntir eftir því að komast um hálendisvegina. Ef fram heldur sem horfir gæti Kjalvegur orðið fær seinnipart maímánuðar og Sprengisandsleið mánuði síðar að sögn Björns Svavarssonar eftirlitsmanns hjá Vegagerðinni. Ef svo fer væri það einni til tveimur vikum fyrr en venjulega.
Fréttir Innlent Veður Mest lesið Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Innlent Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Innlent Fleiri fréttir Þögn Alþingis í máli ríkisendurskoðanda ærandi Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Sjá meira
Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum?