Innlent

Skilorð fyrir smáþjófnað

24 ára gamall maður var í gær dæmdur í tveggja mánaða fangelsi í Héraðsdómi Reykjavíkur. Dóminn, sem er skilorðsbundinn í þrjú ár, hlaut maðurinn fyrir að hafa í maíbyrjun í fyrra stolið Dewalt-borvél, rafhlöðu og hleðslutæki, samtals að verðmæti 50 þúsund krónur, á hjúkrunarheimilinu Hrafnistu í Reykjavík. Hann játaði brot sitt greiðlega. Maðurinn hefur áður fengið fjóra refsidóma, árin 1997 og 1998, fyrir nytjastuld, eignaspjöll, líkamsárás, rán, þjófnað og gripdeild. Þá hefur hann frá árinu 2000 gengist undir fimm lögreglustjórasáttir fyrir fíkniefnabrot. Síðast var ákærði dæmdur 13. nóvember 2003 í 45 daga fangelsi, skilorðsbundið í 2 ár, fyrir fíkniefnalagabrot.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×