Aukin framlög tryggi rekstur skóla 21. apríl 2005 00:01 Formaður menntaráðs Reykjavíkurborgar segir að með ákvörðun Reykjavíkurlistans um stóraukin framlög til einkarekinna grunnskóla verði hægt að tryggja rekstur þeirra. Sjálfstæðismenn telja ekki nógu langt gengið þar sem nemendum verði áfram mismunað eftir skólum. Meirihluti Reykjavíkurlistans í menntaráði kynnti í gær tillögur um aukin framlög til einkarekinna grunnskóla en þær ná til fimm skóla: Landakotsskóla, Ísaksskóla, Suðurhlíðarskóla, Tjarnarskóla og Waldorf-skólans. Hækkunin nemur um 25 prósentum, eða rúmum 82 þúsund krónum, sem þýðir að framlagið verður rúmlega 413 þúsund krónur á nemanda á grunnskólaaldri í stað 330 þúsund króna áður. Ákvörðun meirihluta Reykjavíkurborgar er tekin í framhaldi af viðræðum við einkareknu grunnskólanna í vetur. Samkomulag náðist fyrir tveimur árum, sem talið var að dygði til að skólarnir stæðu undir rekstri, en í ljós kom að þær áætlanir stóðust ekki. Stefán Jón Hafstein, formaður menntaráðs Reykjavíkurborgar, segir að allir einkareknu skólarnir njóti sömu hækkunar og tekjur þeirra á hvern nemanda nemi svipaðri upphæð og meðalkostnaður á nemanda í þeim skólum sem borgin reki. En hvað kostar þetta borgina? Stefán segir upphæðina nema tæpum 40 milljónum króna. Aðspurður hverju þetta breyti fyrir skólana að hans mati segir Stefán að forsvarmenn skólanna hafi fullvissað hann um að þeir eigi mjög góða möguleika á að reka sig samkvæmt þeim forsendum sem þeir hafi. Nú muni hins vegar koma í ljós hvort önnur sveitarfélög séu tilbúin að feta í fótspor Reykjavíkur og hækka líka sitt framlag með nemendum sem stundi nám í skólunum. Þarna séu nemendur frá Seltjarnarnesi, Kópavogi og Garðabæ og borgin vonist til þess að bæjarfélögin fylgi í kjölfarið. Guðrún Ebba Ólafsdóttir, fulltrúi Sjálfstæðisflokksins í menntaráði, fagnar þessari stefnubreytingu R-listans. Hún gagnrýnir hins vegar að í stað þess að miða framlögin við hagkvæmasta skóla borgarinnar sé miðað við fimm hagkvæmustu skólana. Hugsunin á bak við þessa ráðstöfun hjá R-listanum sé allt önnur en hjá sjálfstæðismönnum, sem leggi mikla áherslu á valfrelsi í skólamálum og að foreldrar getir valið grunnskóla fyrir börnin sín, hvort heldur sem hann sé rekinn af borginni eða einkaaðila eða öðru sveitarfélagi en viðkomandi búi í. Guðrún segir að til þess að það geti orðið þurfi að finna fé sem eigi að fylgja hverjum nemanda þannig að honum sé ekki mismunað eftir því í hvaða skóla hann gengur. Sjálfstæðismenn telji í þessu tilviki að ekki skuli miðað við lægri tölu en meðalframlag á hvern nemanda í borgarreknum skóla. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Viðreisn á flugi í nýrri Maskínukönnun Innlent Gert að greiða leigu fyrir afnot af „Hafnarfjarðarhreysinu“ Innlent Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Erlent Vinnan sé seld langt undir kostnaðarverði Innlent Skrifstofustjórinn fær ekki milljónirnar 24 Innlent Grunaður um að nauðga og brjóta ítrekað á barnungri stúlku Innlent Inga muni varpa efnahagslegum gjöreyðingarvopnum Innlent Óþarfi að skera úr um hvort læknir hafi gerst sekur um gáleysi Innlent Ekki vanhæfur til að rannsaka banaslysið Innlent Fleiri fréttir Rúm 95 prósent lækna samþykktu verkfallsaðgerðir Píratar stefna á stjórnarsamstarf án Sjálfstæðisflokksins Taka einn dag í einu og ætla að halda sínum kúrs Bein útsending: Framtíðarsýn okkar – Hvernig er lífið í loftslagsvænu samfélagi? Bótaskylda FS vegna E.coli veikinda viðurkennd Stormur fyrir norðan og skriðuhætta sunnan til Grunaður um að nauðga og brjóta ítrekað á barnungri stúlku Ekki vanhæfur til að rannsaka banaslysið Helgi biðst lausnar og fer í ráðuneytið Lögreglan leitar vitna að tveggja bíla árekstri Viðreisn á flugi í nýrri Maskínukönnun Inga muni varpa efnahagslegum gjöreyðingarvopnum Glæný könnun og hávaðarok víða um land Algjör undantekning að mörg skot þurfi til að fella dýrið Norðmaður vann 3,7 milljarða, landi hans 1,6 og Íslendingur milljón Kölluð út eftir að skipverji slasaðist á hendi Skrifstofustjórinn fær ekki milljónirnar 24 „Hafi eitthvað borið í milli, þá bar í milli þar“ Óþarfi að skera úr um hvort læknir hafi gerst sekur um gáleysi Vinnan sé seld langt undir kostnaðarverði Gert að greiða leigu fyrir afnot af „Hafnarfjarðarhreysinu“ „Við erum í neyðarstöðu akkúrat núna“ „Kennarasambandi Íslands blöskrar afstaða viðsemjenda sinna“ „Hann kemur margfalt sterkari til leiks núna” Fleiri konur mættu í krabbameinsskimun í ár en í fyrra Söguleg endurkoma, súr kosningavaka og baráttuhugur Andlát af völdum fíkniefna og lyfja aldrei verið fleiri „Það styðja allir sitt fólk 100 prósent“ Segja umboð samninganefndar afdráttarlaust Segist sá sami í útlendingamálum og hann hafi alltaf verið Sjá meira
Formaður menntaráðs Reykjavíkurborgar segir að með ákvörðun Reykjavíkurlistans um stóraukin framlög til einkarekinna grunnskóla verði hægt að tryggja rekstur þeirra. Sjálfstæðismenn telja ekki nógu langt gengið þar sem nemendum verði áfram mismunað eftir skólum. Meirihluti Reykjavíkurlistans í menntaráði kynnti í gær tillögur um aukin framlög til einkarekinna grunnskóla en þær ná til fimm skóla: Landakotsskóla, Ísaksskóla, Suðurhlíðarskóla, Tjarnarskóla og Waldorf-skólans. Hækkunin nemur um 25 prósentum, eða rúmum 82 þúsund krónum, sem þýðir að framlagið verður rúmlega 413 þúsund krónur á nemanda á grunnskólaaldri í stað 330 þúsund króna áður. Ákvörðun meirihluta Reykjavíkurborgar er tekin í framhaldi af viðræðum við einkareknu grunnskólanna í vetur. Samkomulag náðist fyrir tveimur árum, sem talið var að dygði til að skólarnir stæðu undir rekstri, en í ljós kom að þær áætlanir stóðust ekki. Stefán Jón Hafstein, formaður menntaráðs Reykjavíkurborgar, segir að allir einkareknu skólarnir njóti sömu hækkunar og tekjur þeirra á hvern nemanda nemi svipaðri upphæð og meðalkostnaður á nemanda í þeim skólum sem borgin reki. En hvað kostar þetta borgina? Stefán segir upphæðina nema tæpum 40 milljónum króna. Aðspurður hverju þetta breyti fyrir skólana að hans mati segir Stefán að forsvarmenn skólanna hafi fullvissað hann um að þeir eigi mjög góða möguleika á að reka sig samkvæmt þeim forsendum sem þeir hafi. Nú muni hins vegar koma í ljós hvort önnur sveitarfélög séu tilbúin að feta í fótspor Reykjavíkur og hækka líka sitt framlag með nemendum sem stundi nám í skólunum. Þarna séu nemendur frá Seltjarnarnesi, Kópavogi og Garðabæ og borgin vonist til þess að bæjarfélögin fylgi í kjölfarið. Guðrún Ebba Ólafsdóttir, fulltrúi Sjálfstæðisflokksins í menntaráði, fagnar þessari stefnubreytingu R-listans. Hún gagnrýnir hins vegar að í stað þess að miða framlögin við hagkvæmasta skóla borgarinnar sé miðað við fimm hagkvæmustu skólana. Hugsunin á bak við þessa ráðstöfun hjá R-listanum sé allt önnur en hjá sjálfstæðismönnum, sem leggi mikla áherslu á valfrelsi í skólamálum og að foreldrar getir valið grunnskóla fyrir börnin sín, hvort heldur sem hann sé rekinn af borginni eða einkaaðila eða öðru sveitarfélagi en viðkomandi búi í. Guðrún segir að til þess að það geti orðið þurfi að finna fé sem eigi að fylgja hverjum nemanda þannig að honum sé ekki mismunað eftir því í hvaða skóla hann gengur. Sjálfstæðismenn telji í þessu tilviki að ekki skuli miðað við lægri tölu en meðalframlag á hvern nemanda í borgarreknum skóla.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Viðreisn á flugi í nýrri Maskínukönnun Innlent Gert að greiða leigu fyrir afnot af „Hafnarfjarðarhreysinu“ Innlent Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Erlent Vinnan sé seld langt undir kostnaðarverði Innlent Skrifstofustjórinn fær ekki milljónirnar 24 Innlent Grunaður um að nauðga og brjóta ítrekað á barnungri stúlku Innlent Inga muni varpa efnahagslegum gjöreyðingarvopnum Innlent Óþarfi að skera úr um hvort læknir hafi gerst sekur um gáleysi Innlent Ekki vanhæfur til að rannsaka banaslysið Innlent Fleiri fréttir Rúm 95 prósent lækna samþykktu verkfallsaðgerðir Píratar stefna á stjórnarsamstarf án Sjálfstæðisflokksins Taka einn dag í einu og ætla að halda sínum kúrs Bein útsending: Framtíðarsýn okkar – Hvernig er lífið í loftslagsvænu samfélagi? Bótaskylda FS vegna E.coli veikinda viðurkennd Stormur fyrir norðan og skriðuhætta sunnan til Grunaður um að nauðga og brjóta ítrekað á barnungri stúlku Ekki vanhæfur til að rannsaka banaslysið Helgi biðst lausnar og fer í ráðuneytið Lögreglan leitar vitna að tveggja bíla árekstri Viðreisn á flugi í nýrri Maskínukönnun Inga muni varpa efnahagslegum gjöreyðingarvopnum Glæný könnun og hávaðarok víða um land Algjör undantekning að mörg skot þurfi til að fella dýrið Norðmaður vann 3,7 milljarða, landi hans 1,6 og Íslendingur milljón Kölluð út eftir að skipverji slasaðist á hendi Skrifstofustjórinn fær ekki milljónirnar 24 „Hafi eitthvað borið í milli, þá bar í milli þar“ Óþarfi að skera úr um hvort læknir hafi gerst sekur um gáleysi Vinnan sé seld langt undir kostnaðarverði Gert að greiða leigu fyrir afnot af „Hafnarfjarðarhreysinu“ „Við erum í neyðarstöðu akkúrat núna“ „Kennarasambandi Íslands blöskrar afstaða viðsemjenda sinna“ „Hann kemur margfalt sterkari til leiks núna” Fleiri konur mættu í krabbameinsskimun í ár en í fyrra Söguleg endurkoma, súr kosningavaka og baráttuhugur Andlát af völdum fíkniefna og lyfja aldrei verið fleiri „Það styðja allir sitt fólk 100 prósent“ Segja umboð samninganefndar afdráttarlaust Segist sá sami í útlendingamálum og hann hafi alltaf verið Sjá meira