Skoða þarf fjármál flokkanna 20. apríl 2005 00:01 Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra vill á ný koma á fót nefnd fulltrúa stjórnmálaflokkanna sem hafi það verkefni að leggja mat á þörf fyrir lagaumbætur sem snerta fjármál stjórnmálaflokkana. Þetta kemur fram í skýrslu sem hann lagði fram á Alþingi í gær, en tilefni hennar er beiðni Jóhönnu Sigurðardóttur og fleiri þingmanna um skýrslu frá forsætisráðherra um fjárframlög til starfsemi stjórnmálaflokka, sem var lögð fram fyrr í vetur. Í skýrslunni segir að forsætisráðuneytið telji mikilvægt að samstaða sé milli stjórnmálaflokkana um meginreglur í þessum efnum og eðlilegt sé að stefnumörkun sé í höndum forsætisráðuneytisins. Í skýrslunni kemur meðal annars fram að árið 2000 hafi opinberir styrkir til stjórnmálaflokka numið 136 milljónum króna en aukist í 200 milljónir króna árið 2004. Fyrirtæki og einstaklingar hafa samkvæmt lögum heimild til að draga frá tekjum sínum framlög til líknarstarfsemi, menningarmála og stjórnmálaflokka svo nokkuð sé nefnt. Samkvæmt skýrslu forsætisráðherra hefur fjöldi einstaklinga og fyrirtækja, sem nýtir sér þennan frádrátt, meira en tvöfaldast á undanförnum sjö árum. Sú upphæð, sem færð var til frádráttar á þessu tímabili, nam tæpum 200 milljónum króna árið 1998 en hafði hækkað í liðlega 680 milljónir króna árið 2004. Í ljósi skýrslunnar telur forsætisráðherra rétt að taka til endurskoðunar ýmis atriði í löggjöf um fjármál stjórnmálaflokkanna. Hann telur jafnframt að þótt ákvæði stjórnarskrár sem fjallar um félagafrelsi feli í sér sérstaka vernd fyrir stjórnmálaflokkana sé ekki hægt að líta svo á að sú staðreynd girði fyrir að settar verði almennar reglur um fjármál og fjárreiður stjórnmálaflokka, enda samrýmist þær þeim sjónarmiðum sem lögð séu til grundvallar á alþjóðavettvangi. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Innlent Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Erlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Innlent Ekkert verður af kaupunum á Krafti Innlent „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Innlent Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Erlent Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Erlent Fleiri fréttir 85 ára og situr við alla daga og tálgar fugla úr íslensku birki Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Breytingar á Reykjavíkurflugvelli og asahláka Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Ekkert verður af kaupunum á Krafti „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Taka við rekstri Sæborgar á Skagaströnd Endurvekja Á allra vörum til að byggja nýtt Kvennaathvarf Fjölga leikskólaplássum um allt að 300 í Reykjavík Framlengir stuðningskerfi um ár en ræðst í endurskoðun Gular viðvaranir vegna hvassviðris og rigningar Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Leikskólarýmum fjölgað og brýnt að skýra áfengislöggjöfina Stækka leikskólann Múlaborg við Ármúla Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Hættir sem formaður Hagsmunasamtaka heimilanna Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Framsóknarmenn í Reykjavík vilja flýta flokksþingi Laxalús í sjókvíum smitist greiðlega í villta laxa Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Hótel Hestheimar í bók National Georgraphic Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Hörmungar í Los Angeles og myrkur í Smyrilshlíð Nýr leikskóli rís í Elliðaárdal Slæm meðferð Bandaríkjanna á frumbyggjum vekur ótta á Grænlandi Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Sjá meira
Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra vill á ný koma á fót nefnd fulltrúa stjórnmálaflokkanna sem hafi það verkefni að leggja mat á þörf fyrir lagaumbætur sem snerta fjármál stjórnmálaflokkana. Þetta kemur fram í skýrslu sem hann lagði fram á Alþingi í gær, en tilefni hennar er beiðni Jóhönnu Sigurðardóttur og fleiri þingmanna um skýrslu frá forsætisráðherra um fjárframlög til starfsemi stjórnmálaflokka, sem var lögð fram fyrr í vetur. Í skýrslunni segir að forsætisráðuneytið telji mikilvægt að samstaða sé milli stjórnmálaflokkana um meginreglur í þessum efnum og eðlilegt sé að stefnumörkun sé í höndum forsætisráðuneytisins. Í skýrslunni kemur meðal annars fram að árið 2000 hafi opinberir styrkir til stjórnmálaflokka numið 136 milljónum króna en aukist í 200 milljónir króna árið 2004. Fyrirtæki og einstaklingar hafa samkvæmt lögum heimild til að draga frá tekjum sínum framlög til líknarstarfsemi, menningarmála og stjórnmálaflokka svo nokkuð sé nefnt. Samkvæmt skýrslu forsætisráðherra hefur fjöldi einstaklinga og fyrirtækja, sem nýtir sér þennan frádrátt, meira en tvöfaldast á undanförnum sjö árum. Sú upphæð, sem færð var til frádráttar á þessu tímabili, nam tæpum 200 milljónum króna árið 1998 en hafði hækkað í liðlega 680 milljónir króna árið 2004. Í ljósi skýrslunnar telur forsætisráðherra rétt að taka til endurskoðunar ýmis atriði í löggjöf um fjármál stjórnmálaflokkanna. Hann telur jafnframt að þótt ákvæði stjórnarskrár sem fjallar um félagafrelsi feli í sér sérstaka vernd fyrir stjórnmálaflokkana sé ekki hægt að líta svo á að sú staðreynd girði fyrir að settar verði almennar reglur um fjármál og fjárreiður stjórnmálaflokka, enda samrýmist þær þeim sjónarmiðum sem lögð séu til grundvallar á alþjóðavettvangi.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Innlent Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Erlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Innlent Ekkert verður af kaupunum á Krafti Innlent „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Innlent Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Erlent Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Erlent Fleiri fréttir 85 ára og situr við alla daga og tálgar fugla úr íslensku birki Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Breytingar á Reykjavíkurflugvelli og asahláka Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Ekkert verður af kaupunum á Krafti „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Taka við rekstri Sæborgar á Skagaströnd Endurvekja Á allra vörum til að byggja nýtt Kvennaathvarf Fjölga leikskólaplássum um allt að 300 í Reykjavík Framlengir stuðningskerfi um ár en ræðst í endurskoðun Gular viðvaranir vegna hvassviðris og rigningar Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Leikskólarýmum fjölgað og brýnt að skýra áfengislöggjöfina Stækka leikskólann Múlaborg við Ármúla Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Hættir sem formaður Hagsmunasamtaka heimilanna Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Framsóknarmenn í Reykjavík vilja flýta flokksþingi Laxalús í sjókvíum smitist greiðlega í villta laxa Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Hótel Hestheimar í bók National Georgraphic Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Hörmungar í Los Angeles og myrkur í Smyrilshlíð Nýr leikskóli rís í Elliðaárdal Slæm meðferð Bandaríkjanna á frumbyggjum vekur ótta á Grænlandi Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Sjá meira