Ford með nýtt fyrirtæki 20. apríl 2005 00:01 Fatahönnuðurinn Tom Ford, ásamt félaga sínum Domenico De Sole, eru risnir úr öskustónni eftir dramatíska uppsögn hjá tískurisanum Gucci fyrir ári. Þeir félagar hafa stofnað nýtt fyrirtæki sem ber það frumlega heiti Tom Ford. Vörur fyrirtækisins verða í tveimur flokkum og munu koma á markað á næsta ári. Annars vegar verður fyrirtækið með snyrtivörur, framleiddar í samvinnu með Estee Lauder, og hins vegar mun það framleiða gleraugu í samvinnu við Marcolin. Tom Ford er best þekktur fyrir að blása nýju lífi í Gucci-fyrirtækið en eftir ósætti við nýjan eiganda Gucci í fyrra, Pinault-Printemps-Redoute, tók hann sér frí frá hönnun, fluttist til Los Angeles og reyndi að gerast kvikmyndaleikstjóri. Ford verður forstjóri Tom Ford en De Sole stjórnarformaður. Fyrirtækið verður í Los Angeles og hönnunarstúdíó í London en fyrirtækið verður fjármagnað með þeim mörgu milljónum sem félagarnir Ford og De Sole þénuðu hjá Gucci. Tom Ford fæddist árið 1962 í Austin í Texas en eyddi barnæskunni í Santa Fe í Nýju-Mexíkó. Um leið og hann hafði vit fyrir sér flutti hann til stóra eplisins, New York, og skráði sig í listasögu við New York-háskóla. En námsleiðin tók sveig þar sem hann ákvað að læra arkitektúr í Parsons hönnunarskólanum í New York og hann kláraði námið þar í París í Frakklandi. Þegar námi lauk flutti hann aftur til New York og árið 1986 gekk hann til liðs við hönnunarteymi fatahönnuðarins Cathy Hardwick. Árið 1988 kom stóra fyrirtækið þegar hann varð hönnunarstjóri hjá Perry Ellis. Tveimur árum seinna fluttist hann til Mílanó á Ítalíu þar sem hann gekk til liðs við kvenmannsfataútibú Gucci. Árið 1992 færði hann sig upp á við og var enn og aftur orðinn hönnunarstjóri. Frægustu hönnuðir heims sáu strax að hér var um náttúruhæfileika að ræða og varð hann fljótt einn af þeim. Ford hefur unnið til margra verðlauna síðan hann byrjaði í bransanum, þar á meðal var hann valinn alþjóðlegur hönnuður ársins 1996, hefur hlotið fern VH-1 tískuverðlaun, var valinn kvenfatahönnuður ársins 1999 og hlaut Elle Style Icon verðlaunin árið 1999.Tom Ford er einn vinsælasti fatahönnuður heims og hefur gert garðinn frægan með fágaðri, stílhreinni en jafnframt ögrandi hönnun. Mest lesið Kyngdi stoltinu og fjölmargir buðu fram nýra Lífið Tchéky Karyo látinn Lífið Stjörnurnar á hrekkjavökunni: Louvre-þjófur og vampírur Lífið Samkeppnin í New York minnti á X-Factor keppni Menning Krakkatían: Dóra landkönnuður, Neyðarlínan og „borgin eilífa“ Lífið Telur Sweeney hafa verið blekkta í kjólinn Tíska og hönnun Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ Lífið Nýr skemmti- og spjallþáttur á Sýn Lífið Fasteignasalar og ofurskvísur í Októberfest stemningu Lífið Fréttatía vikunnar: Ríkislögreglustjóri, fellibylur og rasisti Lífið Fleiri fréttir Telur Sweeney hafa verið blekkta í kjólinn Níu tilnefnd til Hönnunarverðlauna Íslands Sjóðheitt fyrir snjóstorm Skein skært í sögulegum gleðikonukjól Aldrei of seint að prófa sig áfram Dannaðar dömur mættu með dramað „Nú dýrka ég að vera vaxin eins og fæðing Venusar“ Hiti í Hringekjunni Virtist hvorki geta séð né andað Sænskur og sjóðheitur undir áhrifum BDSM Kasóléttur forystusauður, ungstirni og engilfagrar kanónur „Bíður bara inni í skáp eftir brúðkaupinu“ Betra sem hárbindi en tagl í Bríeti Léti aldrei sjá sig í ökklasokkum Gelluorkan í hæstu hæðum hjá Ginu Heitir pabbar í hlaupaklúbbi Skilnaðar-toppur í París Fann ástina í örlagaríkum kjól Sjá meira
Fatahönnuðurinn Tom Ford, ásamt félaga sínum Domenico De Sole, eru risnir úr öskustónni eftir dramatíska uppsögn hjá tískurisanum Gucci fyrir ári. Þeir félagar hafa stofnað nýtt fyrirtæki sem ber það frumlega heiti Tom Ford. Vörur fyrirtækisins verða í tveimur flokkum og munu koma á markað á næsta ári. Annars vegar verður fyrirtækið með snyrtivörur, framleiddar í samvinnu með Estee Lauder, og hins vegar mun það framleiða gleraugu í samvinnu við Marcolin. Tom Ford er best þekktur fyrir að blása nýju lífi í Gucci-fyrirtækið en eftir ósætti við nýjan eiganda Gucci í fyrra, Pinault-Printemps-Redoute, tók hann sér frí frá hönnun, fluttist til Los Angeles og reyndi að gerast kvikmyndaleikstjóri. Ford verður forstjóri Tom Ford en De Sole stjórnarformaður. Fyrirtækið verður í Los Angeles og hönnunarstúdíó í London en fyrirtækið verður fjármagnað með þeim mörgu milljónum sem félagarnir Ford og De Sole þénuðu hjá Gucci. Tom Ford fæddist árið 1962 í Austin í Texas en eyddi barnæskunni í Santa Fe í Nýju-Mexíkó. Um leið og hann hafði vit fyrir sér flutti hann til stóra eplisins, New York, og skráði sig í listasögu við New York-háskóla. En námsleiðin tók sveig þar sem hann ákvað að læra arkitektúr í Parsons hönnunarskólanum í New York og hann kláraði námið þar í París í Frakklandi. Þegar námi lauk flutti hann aftur til New York og árið 1986 gekk hann til liðs við hönnunarteymi fatahönnuðarins Cathy Hardwick. Árið 1988 kom stóra fyrirtækið þegar hann varð hönnunarstjóri hjá Perry Ellis. Tveimur árum seinna fluttist hann til Mílanó á Ítalíu þar sem hann gekk til liðs við kvenmannsfataútibú Gucci. Árið 1992 færði hann sig upp á við og var enn og aftur orðinn hönnunarstjóri. Frægustu hönnuðir heims sáu strax að hér var um náttúruhæfileika að ræða og varð hann fljótt einn af þeim. Ford hefur unnið til margra verðlauna síðan hann byrjaði í bransanum, þar á meðal var hann valinn alþjóðlegur hönnuður ársins 1996, hefur hlotið fern VH-1 tískuverðlaun, var valinn kvenfatahönnuður ársins 1999 og hlaut Elle Style Icon verðlaunin árið 1999.Tom Ford er einn vinsælasti fatahönnuður heims og hefur gert garðinn frægan með fágaðri, stílhreinni en jafnframt ögrandi hönnun.
Mest lesið Kyngdi stoltinu og fjölmargir buðu fram nýra Lífið Tchéky Karyo látinn Lífið Stjörnurnar á hrekkjavökunni: Louvre-þjófur og vampírur Lífið Samkeppnin í New York minnti á X-Factor keppni Menning Krakkatían: Dóra landkönnuður, Neyðarlínan og „borgin eilífa“ Lífið Telur Sweeney hafa verið blekkta í kjólinn Tíska og hönnun Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ Lífið Nýr skemmti- og spjallþáttur á Sýn Lífið Fasteignasalar og ofurskvísur í Októberfest stemningu Lífið Fréttatía vikunnar: Ríkislögreglustjóri, fellibylur og rasisti Lífið Fleiri fréttir Telur Sweeney hafa verið blekkta í kjólinn Níu tilnefnd til Hönnunarverðlauna Íslands Sjóðheitt fyrir snjóstorm Skein skært í sögulegum gleðikonukjól Aldrei of seint að prófa sig áfram Dannaðar dömur mættu með dramað „Nú dýrka ég að vera vaxin eins og fæðing Venusar“ Hiti í Hringekjunni Virtist hvorki geta séð né andað Sænskur og sjóðheitur undir áhrifum BDSM Kasóléttur forystusauður, ungstirni og engilfagrar kanónur „Bíður bara inni í skáp eftir brúðkaupinu“ Betra sem hárbindi en tagl í Bríeti Léti aldrei sjá sig í ökklasokkum Gelluorkan í hæstu hæðum hjá Ginu Heitir pabbar í hlaupaklúbbi Skilnaðar-toppur í París Fann ástina í örlagaríkum kjól Sjá meira