Þingmenn hafi fært til fjármagn 19. apríl 2005 00:01 Forsætisráðherra segir að þingmenn Suðurlands hafi fært hluta af fjármagni Suðurstrandarvegar yfir í Hellisheiði. Fyrsti þingmaður Suðurkjördæmis segir þetta alrangt, ríkisstjórnin beri sjálf alfarið ábyrgð á því að hafa svikið kosningaloforð. Með Suðurstrandarvegi er ætlunin að tengja Grindavík og Þorlákshöfn. Fyrir síðustu kosningar gáfu formenn stjórnarflokkanna skýrt loforð fyrir miklum framkvæmdum við þennan veg á næstu átján mánuðum. Þá sagði Davíð Odsson, þáverandi forsætisráðherra, aðspurður að menn kæmust langt með að klára Suðurstrandarveg og Gjábakkaveg á þeim tíma. Jafnframt hygðu menn að lagfæringum á Hellisheiði. Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra segir um málið nú að þingmenn á Suðurlandi hafi tekið þá ákvörðun að flytja hluta af því fjármagni sem ætlað hafi verið í Suðurstrandarveg í Hellisheiði. Þeir hafi komið fram með ný sjónarmið og það sé ástæðan fyrir því að fjármagnið hafi verið flutt. Aðspurður hvort ekki sé þá von á veginum á næstu árum og áratugum segiur Halldór að hann telji að farið verði í veginn á næstu árum. Ljúka þurfi veginum eins og öðrum. Það hafi verið sagt að það yrði gert og að sjálfsögðu verði að standa við það. Þegar ráðherra er bent á að því hafi verið lofað að veginum yrði lokið að mestu innan átján mánaða frá því að loforðin voru gefin segir hann þingmenn Suðurlands hafa ákveðið að taka hluta af fjármagninu í Hellisheiði. Komið hafi upp ný sjónarmið og áherslur og þannig hafi það alltaf verið í vegamálum. Spurður hvort það væri þá þingmönnum Suðurlands um að kenna að ekki hefði verið staðið við loforðið sagði Halldór að hann ætlaði ekki að kenna neinum þetta en þetta væru hins vegar staðreyndir. Margrét Frímannsdóttir, fyrsti þingmaður Suðurkjördæmis, segir fullyrðingar Halldórs alrangar. Í fyrsta lagi hafi loforðið verið gefið, í öðru lagi hafi ríkisstjórnin tekið helminginn af fénu til baka fljótlega eftir kosningar og í þriðja lagi hafi ráðstöfunin á þeim 500 milljónum sem teknar hefðu verið út fyrir sviga vegna kjördæmabreytinga aldrei komið inn á borð þingmannahópsins í aðdraganda samgönguáætlunarinnar. Ríkisstjórnin beri því fulla ábyrgð á samgönguáætluninni og þeim niðurskurði sem orðið hafi á Suðurstrandarvegi og því að hafa tekið þessa sérstöku fjárveitingu til baka. Það megi vera að ríkisstjórnin hafi rætt við stjórnarþingmenn en í aðdraganda þess að samgönguáætlunin var lögð fram á þinginu hafi aldrei verið leitað til þingmannahópsins þótt hópurinn hafi fundað mjög oft. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Innlent Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Erlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Innlent Ekkert verður af kaupunum á Krafti Innlent „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Innlent Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Erlent Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Erlent Fleiri fréttir Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Breytingar á Reykjavíkurflugvelli og asahláka Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Ekkert verður af kaupunum á Krafti „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Taka við rekstri Sæborgar á Skagaströnd Endurvekja Á allra vörum til að byggja nýtt Kvennaathvarf Fjölga leikskólaplássum um allt að 300 í Reykjavík Framlengir stuðningskerfi um ár en ræðst í endurskoðun Gular viðvaranir vegna hvassviðris og rigningar Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Leikskólarýmum fjölgað og brýnt að skýra áfengislöggjöfina Stækka leikskólann Múlaborg við Ármúla Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Hættir sem formaður Hagsmunasamtaka heimilanna Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Framsóknarmenn í Reykjavík vilja flýta flokksþingi Laxalús í sjókvíum smitist greiðlega í villta laxa Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Hótel Hestheimar í bók National Georgraphic Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Hörmungar í Los Angeles og myrkur í Smyrilshlíð Nýr leikskóli rís í Elliðaárdal Slæm meðferð Bandaríkjanna á frumbyggjum vekur ótta á Grænlandi Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Sjá meira
Forsætisráðherra segir að þingmenn Suðurlands hafi fært hluta af fjármagni Suðurstrandarvegar yfir í Hellisheiði. Fyrsti þingmaður Suðurkjördæmis segir þetta alrangt, ríkisstjórnin beri sjálf alfarið ábyrgð á því að hafa svikið kosningaloforð. Með Suðurstrandarvegi er ætlunin að tengja Grindavík og Þorlákshöfn. Fyrir síðustu kosningar gáfu formenn stjórnarflokkanna skýrt loforð fyrir miklum framkvæmdum við þennan veg á næstu átján mánuðum. Þá sagði Davíð Odsson, þáverandi forsætisráðherra, aðspurður að menn kæmust langt með að klára Suðurstrandarveg og Gjábakkaveg á þeim tíma. Jafnframt hygðu menn að lagfæringum á Hellisheiði. Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra segir um málið nú að þingmenn á Suðurlandi hafi tekið þá ákvörðun að flytja hluta af því fjármagni sem ætlað hafi verið í Suðurstrandarveg í Hellisheiði. Þeir hafi komið fram með ný sjónarmið og það sé ástæðan fyrir því að fjármagnið hafi verið flutt. Aðspurður hvort ekki sé þá von á veginum á næstu árum og áratugum segiur Halldór að hann telji að farið verði í veginn á næstu árum. Ljúka þurfi veginum eins og öðrum. Það hafi verið sagt að það yrði gert og að sjálfsögðu verði að standa við það. Þegar ráðherra er bent á að því hafi verið lofað að veginum yrði lokið að mestu innan átján mánaða frá því að loforðin voru gefin segir hann þingmenn Suðurlands hafa ákveðið að taka hluta af fjármagninu í Hellisheiði. Komið hafi upp ný sjónarmið og áherslur og þannig hafi það alltaf verið í vegamálum. Spurður hvort það væri þá þingmönnum Suðurlands um að kenna að ekki hefði verið staðið við loforðið sagði Halldór að hann ætlaði ekki að kenna neinum þetta en þetta væru hins vegar staðreyndir. Margrét Frímannsdóttir, fyrsti þingmaður Suðurkjördæmis, segir fullyrðingar Halldórs alrangar. Í fyrsta lagi hafi loforðið verið gefið, í öðru lagi hafi ríkisstjórnin tekið helminginn af fénu til baka fljótlega eftir kosningar og í þriðja lagi hafi ráðstöfunin á þeim 500 milljónum sem teknar hefðu verið út fyrir sviga vegna kjördæmabreytinga aldrei komið inn á borð þingmannahópsins í aðdraganda samgönguáætlunarinnar. Ríkisstjórnin beri því fulla ábyrgð á samgönguáætluninni og þeim niðurskurði sem orðið hafi á Suðurstrandarvegi og því að hafa tekið þessa sérstöku fjárveitingu til baka. Það megi vera að ríkisstjórnin hafi rætt við stjórnarþingmenn en í aðdraganda þess að samgönguáætlunin var lögð fram á þinginu hafi aldrei verið leitað til þingmannahópsins þótt hópurinn hafi fundað mjög oft.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Innlent Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Erlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Innlent Ekkert verður af kaupunum á Krafti Innlent „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Innlent Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Erlent Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Erlent Fleiri fréttir Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Breytingar á Reykjavíkurflugvelli og asahláka Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Ekkert verður af kaupunum á Krafti „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Taka við rekstri Sæborgar á Skagaströnd Endurvekja Á allra vörum til að byggja nýtt Kvennaathvarf Fjölga leikskólaplássum um allt að 300 í Reykjavík Framlengir stuðningskerfi um ár en ræðst í endurskoðun Gular viðvaranir vegna hvassviðris og rigningar Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Leikskólarýmum fjölgað og brýnt að skýra áfengislöggjöfina Stækka leikskólann Múlaborg við Ármúla Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Hættir sem formaður Hagsmunasamtaka heimilanna Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Framsóknarmenn í Reykjavík vilja flýta flokksþingi Laxalús í sjókvíum smitist greiðlega í villta laxa Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Hótel Hestheimar í bók National Georgraphic Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Hörmungar í Los Angeles og myrkur í Smyrilshlíð Nýr leikskóli rís í Elliðaárdal Slæm meðferð Bandaríkjanna á frumbyggjum vekur ótta á Grænlandi Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Sjá meira