Innlent

Mál vegna Kjarvalsverka þingfest

Mál erfingja Jóhannesar Kjarvals gegn Reykjavíkurborg var þingfest fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Erfingjarnir krefjast þess að Reykjavíkurborg láti af hendi rúmlega 5000 málverk og yfir eitt þúsund bækur sem borgin telur að listamaðurinn hafi gefið sér árið 1968. Í stefnu erfingja Jóhannesar, sem standa allir að málinu, er því haldið fram að engin skjöl séu til sem sanni að listamaðurinn hafi gefið borginni listaverkin. Að sögn lögmanns erfingjanna er búist við að aðalmeðferð málsins verði næsta vetur.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×