Innlent

Skólabygging brann

"Þetta er auðvitað áfall fyrir okkur en þetta hefur ekki bein áhrif á skólastarfið þar sem þarna var ekki um eiginlega skólastofu að ræða," segir María Pálmadóttir, aðstoðarskólastjóri Öldutúnsskóla í Hafnarfirði. Í fyrrinótt brann ein lausra skólabygginga skólans til kaldra kola en hún var aðallega notuð til gæslu þeirra barna sem bíða þurftu foreldra sinna að skóladegi loknum. Í húsinu var búið að koma upp leikaðstöðu fyrir börnin en í eldinum skemmdist allt innbú. María segir að vonast sé eftir öðru húsnæði í staðinn en á meðan fá börnin inni í skólanum sjálfum. Lögregla rannsakar eldsupptök.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×