Innlent

Kaupendur Símans reki hann einnig

Davíð Oddsson utanríkisráðherra er ánægður með þann áhuga sem almenningur sýnir á kaupum í Símanum. Hann vill sjá að þeir fjárfestar sem koma til með að kaupa Símann muni einnig reka fyrirtækið í framtíðinni, en selji það ekki í von um skjótfenginn gróða. Þá segir Davíð að nýja fjölmiðlaskýrslan sé bitlítil. Davíð fagnar látunum í kringum sölu Símans því almennt séð sé þeim betra, því meiri spenningur sem sé í kringum málið, talandi fyrir söluaðilann. Varðandi áhuga almennings segir Davíð að það sé mjög gott að það sé svona vakandi áhugi á meðal fólks og segir fyrirkomulagið sem einkavæðingarnefnd hafi lagt til auðveldi kaup almennings í Símanum.  Davíð varar við spákaupmennsku. Óvíst sé að Síminn vaxi að verðgildi eftir sölu. Sumir geti líka sagt að ekki eigi að ota almenningi í „spekúlasjónir“. Davíð segir líka óvarlegt að segja að verðgildi eigi eftir að þrefaldast eða þaðan af meira þannig að almenningur fari að taka lán fyrir kaupunum. Davíð vill helst að kaupendur Símans ætli sér að eiga hann til lengri tíma, þó ekki sué nein slík skilyrði til staðar.  Davíð, sem var í aðalhlutverki í fjölmiðlamálinu í fyrra, hefur ekki áður lýst skoðun sinni opinberlega á skýrslu fjölmiðlanefndarinnar sem hefur verið kynnt sem pólitísk sáttagjörð. Auðheyrt er að hann vill ganga lengra því hann segir skýrsluna ekki mjög bitmikla. 



Fleiri fréttir

Sjá meira


×