Innlent

Ekki í óþökk heimamanna

Sameining heilsugæslustöðva á höfuðborgarsvæðinu verður ekki knúin fram með ráðherraskipun. Þetta kom fram í svari Jóns Kristjánssonar heilbrigðisráðherra við fyrirspurn Guðmundar Árna Stefánssonar í gær. Sagði Guðmundur að með þessari breytingu yrði heimilishjálp og öldrunarþjónusta ekki tengd með sama hætti og fyrr. Jón neitaði því þó að um stefnubreytingu væri að ræða af hans hálfu. Ef sveitarfélög væru tilbúin til þess á landsvísu að flytja málefni heilsugæslu og öldrunarþjónustu heim í hérað væru stjórnvöld tilbúin til umræðu um þau mál. Hann sagðist þó ekki sjá að það væri mikil hreyfing á því máli um þessar mundir. Í máli heilbrigðisráðherra kom fram að verið sé að skoða skipulag heilbrigðisþjónustunnar á landsvísu. Sameining heilsugæslustöðva á Suðurlandi hafi reynst vel og því hafi verið settar fram hugmyndir um svipaða sameiningu á höfuðborgarsvæðinu. Þó svo að af þessu yrði taldi hann það ástæðulaust að óttast að boðleiðir lengist eða að þjónusta breytist. Helst væri það að sameinaðar heilsugæslustöðvar gætu tekið myndarlegar á stærri verkefnum.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×