Innlent

Lokahnúturinn á morðrannsókn

Rannsókn lögreglunnar á láti hálfsextugs manns í desember er lokið en niðurstaðna gagna úr rannsókninni er beðið. Hörður Jóhannesson, yfirlögregluþjónn í Reykjavík, segir málið verða sent ríkissaksóknara þegar gögnin berist. Maðurinn fékk hnefahögg í höfuðið á sveitakránni Ásláki. Hálfþrítugur maður hefur játað verknaðinn og er hann laus. Maðurinn sem lést, Ragnar Björnsson, var að bægja gestum frá átökum sem yngri maðurinn átti í er sá síðarnefndi sló hann fyrirvaralaust. Við það missti Ragnar andann, skjögraði og féll svo í gólfið. Hann lést daginn eftir



Fleiri fréttir

Sjá meira


×