Einn af sexmenningunum handtekinn 17. apríl 2005 00:01 Sex farþegar í morgunvél Iceland Express til Kaupmannahafnar í gær voru færðir lögreglu við komuna til Kastrup-flugvallar vegna mikilla óláta um borð. Einn karlmaður var svo handtekinn. Fólkið, tvær konur og fjórir karlar, var að ferðast saman en þegar um borð í vélina var komið hótuðu þau hvort öðru og áhöfninni líkamsmeiðingum. Almar Örn Hilmarsson, framkvæmdastjóri Iceland Express, segir ljóst að þarna hafi skapast afar óvenjulegt ástand. Aðspurður hvort fólkið hafi verið í annarlegu ástandi segist hann ekki hafa fengið upplýsingar um það. Hann hafi heldur ekki fengið neina skýrar upplýsingar um það að eitthvað hafi bent til þess að ekki hefði átt að hleypa sexmenningunum um borð í vélina. Það komi auðvitað fyrir að það komi fólk að borði sem hafi t.d. drukkið mikið og þá sé það yfirleitt metið hverju sinni hvort hleypa eigi því um borð. Vissulega hafi það komið fyrir að fólki hafi verið neitað að ganga um borð en það virðist ekki hafa verið í þessu tilviki. Almar Örn hefur ekki náð að ræða málavexti nánar við starfsmenn flugfélagsins sem komu við sögu í þessu leiðindamáli og getur því ekki útskýrt nánar hvað gerðist um borð í vélinni. Hann muni þó funda með starfsfólki á morgun. Almar segir að þótt hann telji áhöfnina hafa brugðist hárrétt við sé engu að síður gott að fara yfir málin. Þá segir Almar Örn að eftir eigi að ræða við flugvallaryfirvöld og lögregluna í Kaupmannahöfn um málið. Iceland Express mun á næstu dögum hafa upp á hinum farþegunum sem voru um borð í vélinni, athuga hvernig þeim líður og bjóða þeim sem vilja áfallahjálp. Í hvert sinn sem mál af þessu tagi koma upp er rætt um að flugfélög hafi einhvers konar sameiginlegt eftirlit með farþegum, jafnvel að fólk fari á alþjóðlega svarta lista þegar það sýni öðrum farþegum ógnandi hegðun eða stofni þeim í hættu með öðrum hætti. Auðvelt er að sjá þær hindranir sem standa í vegi fyrir flugfélögunum í þess háttar framkvæmd, lög um persónufrelsi, söfnun persónuupplýsinga og ferðafrelsi. Almar segir alveg ljóst að það sé hvorki hægt að bjóða öðrum farþegum né starfsmönnum upp á það í samgöngutæki eins og flugvélum að einhverjir farþegar hegði sér með þessum hætt því að það séu nógu margir sem eigi erfitt með að fljúga þótt þeir þurfi ekki að reyna svona atvik líka. Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Erlent Fleiri fréttir Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Sjá meira
Sex farþegar í morgunvél Iceland Express til Kaupmannahafnar í gær voru færðir lögreglu við komuna til Kastrup-flugvallar vegna mikilla óláta um borð. Einn karlmaður var svo handtekinn. Fólkið, tvær konur og fjórir karlar, var að ferðast saman en þegar um borð í vélina var komið hótuðu þau hvort öðru og áhöfninni líkamsmeiðingum. Almar Örn Hilmarsson, framkvæmdastjóri Iceland Express, segir ljóst að þarna hafi skapast afar óvenjulegt ástand. Aðspurður hvort fólkið hafi verið í annarlegu ástandi segist hann ekki hafa fengið upplýsingar um það. Hann hafi heldur ekki fengið neina skýrar upplýsingar um það að eitthvað hafi bent til þess að ekki hefði átt að hleypa sexmenningunum um borð í vélina. Það komi auðvitað fyrir að það komi fólk að borði sem hafi t.d. drukkið mikið og þá sé það yfirleitt metið hverju sinni hvort hleypa eigi því um borð. Vissulega hafi það komið fyrir að fólki hafi verið neitað að ganga um borð en það virðist ekki hafa verið í þessu tilviki. Almar Örn hefur ekki náð að ræða málavexti nánar við starfsmenn flugfélagsins sem komu við sögu í þessu leiðindamáli og getur því ekki útskýrt nánar hvað gerðist um borð í vélinni. Hann muni þó funda með starfsfólki á morgun. Almar segir að þótt hann telji áhöfnina hafa brugðist hárrétt við sé engu að síður gott að fara yfir málin. Þá segir Almar Örn að eftir eigi að ræða við flugvallaryfirvöld og lögregluna í Kaupmannahöfn um málið. Iceland Express mun á næstu dögum hafa upp á hinum farþegunum sem voru um borð í vélinni, athuga hvernig þeim líður og bjóða þeim sem vilja áfallahjálp. Í hvert sinn sem mál af þessu tagi koma upp er rætt um að flugfélög hafi einhvers konar sameiginlegt eftirlit með farþegum, jafnvel að fólk fari á alþjóðlega svarta lista þegar það sýni öðrum farþegum ógnandi hegðun eða stofni þeim í hættu með öðrum hætti. Auðvelt er að sjá þær hindranir sem standa í vegi fyrir flugfélögunum í þess háttar framkvæmd, lög um persónufrelsi, söfnun persónuupplýsinga og ferðafrelsi. Almar segir alveg ljóst að það sé hvorki hægt að bjóða öðrum farþegum né starfsmönnum upp á það í samgöngutæki eins og flugvélum að einhverjir farþegar hegði sér með þessum hætt því að það séu nógu margir sem eigi erfitt með að fljúga þótt þeir þurfi ekki að reyna svona atvik líka.
Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Erlent Fleiri fréttir Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Sjá meira