Einn af sexmenningunum handtekinn 17. apríl 2005 00:01 Sex farþegar í morgunvél Iceland Express til Kaupmannahafnar í gær voru færðir lögreglu við komuna til Kastrup-flugvallar vegna mikilla óláta um borð. Einn karlmaður var svo handtekinn. Fólkið, tvær konur og fjórir karlar, var að ferðast saman en þegar um borð í vélina var komið hótuðu þau hvort öðru og áhöfninni líkamsmeiðingum. Almar Örn Hilmarsson, framkvæmdastjóri Iceland Express, segir ljóst að þarna hafi skapast afar óvenjulegt ástand. Aðspurður hvort fólkið hafi verið í annarlegu ástandi segist hann ekki hafa fengið upplýsingar um það. Hann hafi heldur ekki fengið neina skýrar upplýsingar um það að eitthvað hafi bent til þess að ekki hefði átt að hleypa sexmenningunum um borð í vélina. Það komi auðvitað fyrir að það komi fólk að borði sem hafi t.d. drukkið mikið og þá sé það yfirleitt metið hverju sinni hvort hleypa eigi því um borð. Vissulega hafi það komið fyrir að fólki hafi verið neitað að ganga um borð en það virðist ekki hafa verið í þessu tilviki. Almar Örn hefur ekki náð að ræða málavexti nánar við starfsmenn flugfélagsins sem komu við sögu í þessu leiðindamáli og getur því ekki útskýrt nánar hvað gerðist um borð í vélinni. Hann muni þó funda með starfsfólki á morgun. Almar segir að þótt hann telji áhöfnina hafa brugðist hárrétt við sé engu að síður gott að fara yfir málin. Þá segir Almar Örn að eftir eigi að ræða við flugvallaryfirvöld og lögregluna í Kaupmannahöfn um málið. Iceland Express mun á næstu dögum hafa upp á hinum farþegunum sem voru um borð í vélinni, athuga hvernig þeim líður og bjóða þeim sem vilja áfallahjálp. Í hvert sinn sem mál af þessu tagi koma upp er rætt um að flugfélög hafi einhvers konar sameiginlegt eftirlit með farþegum, jafnvel að fólk fari á alþjóðlega svarta lista þegar það sýni öðrum farþegum ógnandi hegðun eða stofni þeim í hættu með öðrum hætti. Auðvelt er að sjá þær hindranir sem standa í vegi fyrir flugfélögunum í þess háttar framkvæmd, lög um persónufrelsi, söfnun persónuupplýsinga og ferðafrelsi. Almar segir alveg ljóst að það sé hvorki hægt að bjóða öðrum farþegum né starfsmönnum upp á það í samgöngutæki eins og flugvélum að einhverjir farþegar hegði sér með þessum hætt því að það séu nógu margir sem eigi erfitt með að fljúga þótt þeir þurfi ekki að reyna svona atvik líka. Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Innlent Átti ekki von á að ríkisstjórnin myndi halda kjöri Innlent Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Erlent Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Innlent Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent Fleiri fréttir Falla frá bröttum gjaldskrárhækkunum eftir ábendingar foreldra Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Átti ekki von á að ríkisstjórnin myndi halda kjöri Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Sjá meira
Sex farþegar í morgunvél Iceland Express til Kaupmannahafnar í gær voru færðir lögreglu við komuna til Kastrup-flugvallar vegna mikilla óláta um borð. Einn karlmaður var svo handtekinn. Fólkið, tvær konur og fjórir karlar, var að ferðast saman en þegar um borð í vélina var komið hótuðu þau hvort öðru og áhöfninni líkamsmeiðingum. Almar Örn Hilmarsson, framkvæmdastjóri Iceland Express, segir ljóst að þarna hafi skapast afar óvenjulegt ástand. Aðspurður hvort fólkið hafi verið í annarlegu ástandi segist hann ekki hafa fengið upplýsingar um það. Hann hafi heldur ekki fengið neina skýrar upplýsingar um það að eitthvað hafi bent til þess að ekki hefði átt að hleypa sexmenningunum um borð í vélina. Það komi auðvitað fyrir að það komi fólk að borði sem hafi t.d. drukkið mikið og þá sé það yfirleitt metið hverju sinni hvort hleypa eigi því um borð. Vissulega hafi það komið fyrir að fólki hafi verið neitað að ganga um borð en það virðist ekki hafa verið í þessu tilviki. Almar Örn hefur ekki náð að ræða málavexti nánar við starfsmenn flugfélagsins sem komu við sögu í þessu leiðindamáli og getur því ekki útskýrt nánar hvað gerðist um borð í vélinni. Hann muni þó funda með starfsfólki á morgun. Almar segir að þótt hann telji áhöfnina hafa brugðist hárrétt við sé engu að síður gott að fara yfir málin. Þá segir Almar Örn að eftir eigi að ræða við flugvallaryfirvöld og lögregluna í Kaupmannahöfn um málið. Iceland Express mun á næstu dögum hafa upp á hinum farþegunum sem voru um borð í vélinni, athuga hvernig þeim líður og bjóða þeim sem vilja áfallahjálp. Í hvert sinn sem mál af þessu tagi koma upp er rætt um að flugfélög hafi einhvers konar sameiginlegt eftirlit með farþegum, jafnvel að fólk fari á alþjóðlega svarta lista þegar það sýni öðrum farþegum ógnandi hegðun eða stofni þeim í hættu með öðrum hætti. Auðvelt er að sjá þær hindranir sem standa í vegi fyrir flugfélögunum í þess háttar framkvæmd, lög um persónufrelsi, söfnun persónuupplýsinga og ferðafrelsi. Almar segir alveg ljóst að það sé hvorki hægt að bjóða öðrum farþegum né starfsmönnum upp á það í samgöngutæki eins og flugvélum að einhverjir farþegar hegði sér með þessum hætt því að það séu nógu margir sem eigi erfitt með að fljúga þótt þeir þurfi ekki að reyna svona atvik líka.
Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Innlent Átti ekki von á að ríkisstjórnin myndi halda kjöri Innlent Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Erlent Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Innlent Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent Fleiri fréttir Falla frá bröttum gjaldskrárhækkunum eftir ábendingar foreldra Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Átti ekki von á að ríkisstjórnin myndi halda kjöri Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Sjá meira