Innlent

Útgerð Sólbaks braut samninga

Félagsdómur komst að þeirri niðurstöðu í dag að Útgerðarfélagið Sólbakur hefði brotið gegn ákvæðum kjarasamninga Landssambands íslenskra útvegsmanna og Vélstjórafélags Íslands þegar vélstjórar skipsins fengu ekki 30 klukkustunda hafnarfrí eftir löndun á Eskifirði í september á síðasta ári. Útgerðarfélagið Sólbakur krafðist sýknu þar sem ráðningarsamningur vélstjóranna á Sólbaki EA-7 fæli í sér betri kjör um hafnarfrí en ákvæði kjarasamningsins en því hafnaði Félagsdómur og taldi að með ákvæðum ráðningarsamningsins um hafnarfrí væri ljóst að ákvæðum kjarasamningsins um sama efni hefði í grundvallaratriðum verið kollvarpað.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×