Innlent

Mafían teygir anga sína hingað

Mafíustarfsemi frá Eystrasaltslöndunum teygir anga sína til Íslands. Smári Sigurðsson, yfirmaður alþjóðadeildar Ríkislögreglustjóra, segir að lögreglan hafi séð Litháa hér í brotastarfsemi, dæmi séu um innflutning fíkniefna og eftirlýstur maður bíði framsals. Ólöglegt vinnuafl flæðir inn frá Eystrasaltslöndunum. Smári segir að einhverjir hljóti að hagnast þegar fólk fái greitt langt undir kjarasamningum en "hvort það er mafían í heimalandinu, það veit ég ekki. Við erum að reyna að gera okkur grein fyrir því," segir hann. Íslenska lögreglan er á varðbergi gagnvart ólöglegri starfsemi og fylgist náið með því sem er að gerast, hvort sem það er fíkniefnainnflutningur eða ólöglegur innflutningur á erlendu vinnuafli. "Það er auðvitað spurning hvort nóg er að gert. Það vill oft verða þannig að við erum skrefi á eftir," segir Smári. "Fíkniefnainnflutningurinn er betur skipulagður en áður. Við sjáum að þeir sem bera hingað fíkniefni eru einstaklingar sem eru til þess ráðnir."



Fleiri fréttir

Sjá meira


×