Fá greitt fyrir kynlífssýningar 13. apríl 2005 00:01 "Við vitum um íslenskar stúlkur sem hafa hagnast á því að bera sig fyrir framan myndavélar í svokallaðri beinni útsendingu á netinu," sagði Kristján Ingi Kristjánsson rannsóknarlögreglumaður hjá ofbeldisbrotadeild Lögreglunnar í Reykjavík. Kristján flutti fróðlegan og gagnlegan fyrirlestur á ráðstefnu um heimilis- og kynferðisofbeldi gegn börnum og unglingum, sem haldin var í fyrradag í Kennaraháskóla Íslands. Hann fjallaði um ofbeldismál tengd netinu. Um þá aðferð stúlkna að hagnast á svokölluðum "beinum útsendingum" sagði hann að við þær væru notaðar svokallaðar vefmyndavélar. "Þar eru sýndar kynferðislegar athafnir. Menn fá að sjá meira ef þeir gefa upp greiðslukortanúmerið," bætti hann við. Hann fjallaði einnig um aðferðir barnaníðinga við að tæla ung börn og setti fram alvarleg varnaðarorð til forráðamanna varðandi netnotkun barnanna. "Tæling og blekking eru helstu aðferðir við kynferðisafbrot gagnvart börnum," sagði hann. "Ég hef séð stúlkur og drengi verða fyrir barðinu á barnaníðingum með þessum hætti. Um 70 - 80 prósent barnaníðinga hafa sótt barnaklám á netinu. Og um 70 - 80 prósent þeirra sem sækjast í barnaklám á netinu hafa framið kynferðisbrot gegn börnum. Lögreglan vinnur með hliðsjón af þessum staðreyndum í dag. Þeir sem ætla sér að nálgast börn með kynferðisofbeldi í huga gera það ekki með því að beita þau líkamlegu ofbeldi, heldur beita þeir "nærgætnu" ofbeldi til að komast að þeim." Kristján Ingi sagði að líkja mætti barnaníðingum við fíkla. Þeir gerðu hvað sem er til þess að nálgast börn. Ef þeir næðu barni til sín væru allar líkur á að þeir kæmust eins langt með það og þeir ætluðu sér. Hann sagði enn fremur að enginn gæti verið óhultur fyrir barnaníðungum. Algengur misskilningur foreldra væri sá, að þau héldu að börnin væru óhult fyrir ofbeldismönnunum ef þau væru látin fylgja útivistarreglum. "Barnaníðingar aðlaga sig að útivistarreglum barna. Þeir vilja ekki að börn sem þeir hafa læst klónum í brjóti þær, því það gæti vakið spurningar sem kæmu upp um afbrot þeirra. Þeir hanga á einkamálarásum og opnum spjallrásum á netinu, þeir eiga msn - netfang hjá fjölda barna. Þeir bíða og þeir vinna að því að fá börnin til að hitta sig. Þeir gera það markvisst, öllum stundum, allan sólarhringinn." Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Innlent Telur áform ráðherra vanhugsuð Innlent Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Erlent Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Erlent Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Innlent Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Innlent Þrjátíu handteknir í óeirðum í Hollandi Erlent Kanada, Bretland og Ástralía viðurkenna Palestínu Erlent Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Innlent Þorgerður Katrín endurkjörin Innlent Fleiri fréttir „Dreifbýlið hefur alltaf haft áhyggjur af því að fjármagnið sogist til þéttbýlisins“ Þorgerður Katrín endurkjörin Frítt í Strætó á Bíllausa deginum á morgun Hefur farið 100 sinnu á fjall á Fljótshlíðarafrétti Viðreisn verður áfram bara Viðreisn Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Sjálfstæð Palestína, væringar í Framsókn og fækkun um eitt sveitarfélag Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Staða Framsóknarflokksins, afnám áminningarskyldu og Evrópumálin í Sprengisandi Telur áform ráðherra vanhugsuð Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Netárásin gæti haft áhrif á ferðir Icelandair Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Sniðgangan friðsæl leið til að mótmæla og sýna samstöðu „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Fordæmalaust kynferðisbrotamál og viðbragð NATO við brölti Rússa Vill breyta nafni Viðreisnar Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Landsþing Viðreisnar hafið Peningakassa stolið af hóteli í miðbæ Reykjavíkur Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Sjá meira
"Við vitum um íslenskar stúlkur sem hafa hagnast á því að bera sig fyrir framan myndavélar í svokallaðri beinni útsendingu á netinu," sagði Kristján Ingi Kristjánsson rannsóknarlögreglumaður hjá ofbeldisbrotadeild Lögreglunnar í Reykjavík. Kristján flutti fróðlegan og gagnlegan fyrirlestur á ráðstefnu um heimilis- og kynferðisofbeldi gegn börnum og unglingum, sem haldin var í fyrradag í Kennaraháskóla Íslands. Hann fjallaði um ofbeldismál tengd netinu. Um þá aðferð stúlkna að hagnast á svokölluðum "beinum útsendingum" sagði hann að við þær væru notaðar svokallaðar vefmyndavélar. "Þar eru sýndar kynferðislegar athafnir. Menn fá að sjá meira ef þeir gefa upp greiðslukortanúmerið," bætti hann við. Hann fjallaði einnig um aðferðir barnaníðinga við að tæla ung börn og setti fram alvarleg varnaðarorð til forráðamanna varðandi netnotkun barnanna. "Tæling og blekking eru helstu aðferðir við kynferðisafbrot gagnvart börnum," sagði hann. "Ég hef séð stúlkur og drengi verða fyrir barðinu á barnaníðingum með þessum hætti. Um 70 - 80 prósent barnaníðinga hafa sótt barnaklám á netinu. Og um 70 - 80 prósent þeirra sem sækjast í barnaklám á netinu hafa framið kynferðisbrot gegn börnum. Lögreglan vinnur með hliðsjón af þessum staðreyndum í dag. Þeir sem ætla sér að nálgast börn með kynferðisofbeldi í huga gera það ekki með því að beita þau líkamlegu ofbeldi, heldur beita þeir "nærgætnu" ofbeldi til að komast að þeim." Kristján Ingi sagði að líkja mætti barnaníðingum við fíkla. Þeir gerðu hvað sem er til þess að nálgast börn. Ef þeir næðu barni til sín væru allar líkur á að þeir kæmust eins langt með það og þeir ætluðu sér. Hann sagði enn fremur að enginn gæti verið óhultur fyrir barnaníðungum. Algengur misskilningur foreldra væri sá, að þau héldu að börnin væru óhult fyrir ofbeldismönnunum ef þau væru látin fylgja útivistarreglum. "Barnaníðingar aðlaga sig að útivistarreglum barna. Þeir vilja ekki að börn sem þeir hafa læst klónum í brjóti þær, því það gæti vakið spurningar sem kæmu upp um afbrot þeirra. Þeir hanga á einkamálarásum og opnum spjallrásum á netinu, þeir eiga msn - netfang hjá fjölda barna. Þeir bíða og þeir vinna að því að fá börnin til að hitta sig. Þeir gera það markvisst, öllum stundum, allan sólarhringinn."
Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Innlent Telur áform ráðherra vanhugsuð Innlent Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Erlent Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Erlent Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Innlent Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Innlent Þrjátíu handteknir í óeirðum í Hollandi Erlent Kanada, Bretland og Ástralía viðurkenna Palestínu Erlent Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Innlent Þorgerður Katrín endurkjörin Innlent Fleiri fréttir „Dreifbýlið hefur alltaf haft áhyggjur af því að fjármagnið sogist til þéttbýlisins“ Þorgerður Katrín endurkjörin Frítt í Strætó á Bíllausa deginum á morgun Hefur farið 100 sinnu á fjall á Fljótshlíðarafrétti Viðreisn verður áfram bara Viðreisn Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Sjálfstæð Palestína, væringar í Framsókn og fækkun um eitt sveitarfélag Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Staða Framsóknarflokksins, afnám áminningarskyldu og Evrópumálin í Sprengisandi Telur áform ráðherra vanhugsuð Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Netárásin gæti haft áhrif á ferðir Icelandair Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Sniðgangan friðsæl leið til að mótmæla og sýna samstöðu „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Fordæmalaust kynferðisbrotamál og viðbragð NATO við brölti Rússa Vill breyta nafni Viðreisnar Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Landsþing Viðreisnar hafið Peningakassa stolið af hóteli í miðbæ Reykjavíkur Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Sjá meira