Fá greitt fyrir kynlífssýningar 13. apríl 2005 00:01 "Við vitum um íslenskar stúlkur sem hafa hagnast á því að bera sig fyrir framan myndavélar í svokallaðri beinni útsendingu á netinu," sagði Kristján Ingi Kristjánsson rannsóknarlögreglumaður hjá ofbeldisbrotadeild Lögreglunnar í Reykjavík. Kristján flutti fróðlegan og gagnlegan fyrirlestur á ráðstefnu um heimilis- og kynferðisofbeldi gegn börnum og unglingum, sem haldin var í fyrradag í Kennaraháskóla Íslands. Hann fjallaði um ofbeldismál tengd netinu. Um þá aðferð stúlkna að hagnast á svokölluðum "beinum útsendingum" sagði hann að við þær væru notaðar svokallaðar vefmyndavélar. "Þar eru sýndar kynferðislegar athafnir. Menn fá að sjá meira ef þeir gefa upp greiðslukortanúmerið," bætti hann við. Hann fjallaði einnig um aðferðir barnaníðinga við að tæla ung börn og setti fram alvarleg varnaðarorð til forráðamanna varðandi netnotkun barnanna. "Tæling og blekking eru helstu aðferðir við kynferðisafbrot gagnvart börnum," sagði hann. "Ég hef séð stúlkur og drengi verða fyrir barðinu á barnaníðingum með þessum hætti. Um 70 - 80 prósent barnaníðinga hafa sótt barnaklám á netinu. Og um 70 - 80 prósent þeirra sem sækjast í barnaklám á netinu hafa framið kynferðisbrot gegn börnum. Lögreglan vinnur með hliðsjón af þessum staðreyndum í dag. Þeir sem ætla sér að nálgast börn með kynferðisofbeldi í huga gera það ekki með því að beita þau líkamlegu ofbeldi, heldur beita þeir "nærgætnu" ofbeldi til að komast að þeim." Kristján Ingi sagði að líkja mætti barnaníðingum við fíkla. Þeir gerðu hvað sem er til þess að nálgast börn. Ef þeir næðu barni til sín væru allar líkur á að þeir kæmust eins langt með það og þeir ætluðu sér. Hann sagði enn fremur að enginn gæti verið óhultur fyrir barnaníðungum. Algengur misskilningur foreldra væri sá, að þau héldu að börnin væru óhult fyrir ofbeldismönnunum ef þau væru látin fylgja útivistarreglum. "Barnaníðingar aðlaga sig að útivistarreglum barna. Þeir vilja ekki að börn sem þeir hafa læst klónum í brjóti þær, því það gæti vakið spurningar sem kæmu upp um afbrot þeirra. Þeir hanga á einkamálarásum og opnum spjallrásum á netinu, þeir eiga msn - netfang hjá fjölda barna. Þeir bíða og þeir vinna að því að fá börnin til að hitta sig. Þeir gera það markvisst, öllum stundum, allan sólarhringinn." Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Fleiri fréttir Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Sjá meira
"Við vitum um íslenskar stúlkur sem hafa hagnast á því að bera sig fyrir framan myndavélar í svokallaðri beinni útsendingu á netinu," sagði Kristján Ingi Kristjánsson rannsóknarlögreglumaður hjá ofbeldisbrotadeild Lögreglunnar í Reykjavík. Kristján flutti fróðlegan og gagnlegan fyrirlestur á ráðstefnu um heimilis- og kynferðisofbeldi gegn börnum og unglingum, sem haldin var í fyrradag í Kennaraháskóla Íslands. Hann fjallaði um ofbeldismál tengd netinu. Um þá aðferð stúlkna að hagnast á svokölluðum "beinum útsendingum" sagði hann að við þær væru notaðar svokallaðar vefmyndavélar. "Þar eru sýndar kynferðislegar athafnir. Menn fá að sjá meira ef þeir gefa upp greiðslukortanúmerið," bætti hann við. Hann fjallaði einnig um aðferðir barnaníðinga við að tæla ung börn og setti fram alvarleg varnaðarorð til forráðamanna varðandi netnotkun barnanna. "Tæling og blekking eru helstu aðferðir við kynferðisafbrot gagnvart börnum," sagði hann. "Ég hef séð stúlkur og drengi verða fyrir barðinu á barnaníðingum með þessum hætti. Um 70 - 80 prósent barnaníðinga hafa sótt barnaklám á netinu. Og um 70 - 80 prósent þeirra sem sækjast í barnaklám á netinu hafa framið kynferðisbrot gegn börnum. Lögreglan vinnur með hliðsjón af þessum staðreyndum í dag. Þeir sem ætla sér að nálgast börn með kynferðisofbeldi í huga gera það ekki með því að beita þau líkamlegu ofbeldi, heldur beita þeir "nærgætnu" ofbeldi til að komast að þeim." Kristján Ingi sagði að líkja mætti barnaníðingum við fíkla. Þeir gerðu hvað sem er til þess að nálgast börn. Ef þeir næðu barni til sín væru allar líkur á að þeir kæmust eins langt með það og þeir ætluðu sér. Hann sagði enn fremur að enginn gæti verið óhultur fyrir barnaníðungum. Algengur misskilningur foreldra væri sá, að þau héldu að börnin væru óhult fyrir ofbeldismönnunum ef þau væru látin fylgja útivistarreglum. "Barnaníðingar aðlaga sig að útivistarreglum barna. Þeir vilja ekki að börn sem þeir hafa læst klónum í brjóti þær, því það gæti vakið spurningar sem kæmu upp um afbrot þeirra. Þeir hanga á einkamálarásum og opnum spjallrásum á netinu, þeir eiga msn - netfang hjá fjölda barna. Þeir bíða og þeir vinna að því að fá börnin til að hitta sig. Þeir gera það markvisst, öllum stundum, allan sólarhringinn."
Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Fleiri fréttir Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Sjá meira