Landssímamálið aftur í dóm 12. apríl 2005 00:01 Árni Þór Sigfússon, Kristján Ragnar Kristjánsson og Ragnari Orri Benediktsson fyrrum forsvarsmenn Íslenska sjónvarpsfélagsins og veitingastaðarins Priksins freista þess fyrir Hæstarétti í dag að fá fangelsisdómum sínum vegna Landssímamálsins hnekkt. Þeir halda fram sakleysi sínu. Árni Þór og Kristján voru dæmdir í tveggja ára fangelsi fyrir peningaþvott og að hylma yfir 138 milljóna fjárdrátt aðalféhirðis Landssímans og bróðurs Kristjáns. Ragnar Orri, náfrændi þeirra bræðra, hlaut átta mánaða dóm í héraði fyrir sömu sök en 106 milljónum lægri fjárhæðar. Rúmlega 246 milljón króna bótakröfu Landssímans var þá vísað frá dómi. Upp komst um fjársvik úr bókum Landssímans þegar Skattstjórinn í Reykjavík tók fyrirtæki Kristáns og Árna, Alvöru lífsins, í skattrannsókn. Rannsóknin vatt upp á sig og í ljós kom að Sveinbjörn Kristjánsson hafði dregið fé frá Símanum í fjögur ár. Hann játaði að hafa dregið að sér samtals 261 milljón króna frá 1999 til ársloka 2003 án þess að yfirmenn hans grunaði neitt. Hann reyndi í fyrstu að hylma yfir en játaði sök fjótlega eftir að rannsókn hófst. Brot hans vörðuðu allt að sex ára fangelsi og hlaut hann fjögur og hálft ár sem hann áfýjaði ekki. Hann afplánar dóm sinn á Litla-Hrauni. Árni Þór Vigfússon:Þegar upp komst um fjársvik Sveinbjörns Kristjánssonar úr rekstri Símans var Árni Þór Vigfússon sjónvarpsstjóri Skjás eins. Ríkissaksóknari sagði þátt Árna Þórs hvergi minni en Kristjáns Ragnars, bróður Sveinbjörns, sem var fjármálastjóri fyrirtækisins. Hann sagði Árna Þór hafa átt frumkvæði að því að rætt yrði við Sveinbjörn um hugsanlegar lánveitingar frá Símanum. Verjandi Árna, Gestur Jónsson, krafðist sýknu þar sem Árni Þór var einungis 23 ára þegar þeir félagar fóru af stað með Skjá einn. Fram að þeim tíma hafi hann aldrei tekið lán og ekki vitað hvernig það væri gert. Hann hafi heldur ekki aldrei talið sjálfur fram til skatts. Árni Þór heldur því fram að hann hafi hvorki haft neitt með fjármál Íslenska sjónvarpsfélagsins að gera né annarra félaga í eigu hans og Kristjáns. Árni Þór hlaut tveggja ára fangelsisdóm í Héraðsdómi Reykjavíkur. Hann heldur fram sakleysi sínu fyrir Hæstarétti í dag. Kristján Ragnar Kristjánsson:Kristján Ragnar Kristjánsson sagði fyrir héraðsdómi að hann hafi verið vanur pappírslausum lántökum þegar hann starfaði sem fjármálastjóri Skjás eins. Hann hafi ekki vitað að féð sem bróðir hans fékk hjá Símanum væri stolið. Þótti ríkissaksóknara það afar ótrúverðugt. Fram kom í héraðsdómi að þeir félagar, Árni Þór og Kristján, hefðu verið farnir að undrast á tímabili að Síminn krefði þá ekki um greiðslur á lánum og taldi ríkissaksóknari að Kristján hefði átt að vita að lánveitingar án skuldaviðurkenningar, vaxta, verðbóta eða ákveðnum gjalddaga væru tortryggilegar. Kristján gerði enga tilraun til að halda utan þær fjárhæðir sem þeir félagar fengu frá Símanum. Hann hafði ekki skilað skattaskýslu frá árinu 1998 fyrir fyrirtæki hans og Árna Þórs, Alvöru lífsins. Verjandi Kristjáns sagði bróðir Kristjáns, Sveinbjörn, hafa leynt bróður sinn því að féð væri illa fengið. Ragnar Orri Benediktsson:Ragnar Orri Benediksson er sakaður um peningaþvætti og hylmingu á 32 milljónum sem hann notaði í eigin þágu og í rekstur veitingahússins Priksins. Mest fór þó til fyrirtækja Árna Þórs Vigfússonar og Kristjáns Ragnars Kristjánssonar. Hann segist saklaus. Ragnar Orri er tengdur bræðrunum Kristjáni Ra Kristjánssyni og Sveinbirni Kristjánssyni fjölskylduböndum. Þeir eru bræðrasynir. Hann annaðist rekstur kaffihússins Priksins á Laugarveginum og átti fyrirtæki með Sveinbirni fyrrum aðalgjaldkera Símans. Fyrirtækin tengdust öll rannsókninni á fjársvikunum úr rekstri Símans. Ragnar Orri var staddur í útlöndum á árshátíð þegar honum bárust fregnir um að Árni Þór og Kristján Ragnar hefðu verið settir í gæsluvarðhald lögreglu vegna rannsóknar á fjársvikunum. Hann fór einnig í gæsluvarðhald við komuna heim. Ragnar Orri hlaut átta mánaða fangelsisdóm í héraði. Sveinbjörn Kristjánsson:Sveinbjörn Kristjánsson fyrrum aðalgjaldkeri Símans dró sér 261 milljón króna. Peningana notaði hann meðal annars til að greiða bifreiðagjöld, víxilsskuldir, skuldabréf og hlutabréfakaup. Einnig greiddi hann eigin kreditkortareikninga að upphæð um 18 milljónir króna með fé Símans. Alvöru lífsins, fyrirtækis í eigu Árna Þórs og Kristjáns Ragnars, greiddi Sveinbjörn 129 milljónir króna. Sveinbjörn taldi fjögra og hálfs árs fangelsisdóm sem hann hlaut nokkuð harðan en hann lyti honum. Hann gagnrýndi dóminn sem bróðir hans og félagar hlutu og taldi hann harkalegan. "Ekki voru lögð fram nein gögn í málinu sem tengja þá við refsivert athæfi og ekki voru kölluð fyrir nein vitni sem vitnuðu um refsivert athæfi. Þvert á það kom fram framburður um að þeir vissu ekki betur en að allt væri í lagi og fengu allavega ekki aðra vitneskju frá mér," skrifaði Sveinbjörn í Fréttablaðið. Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Rólegheitaveður á páskadag Innlent Fleiri fréttir Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Sjá meira
Árni Þór Sigfússon, Kristján Ragnar Kristjánsson og Ragnari Orri Benediktsson fyrrum forsvarsmenn Íslenska sjónvarpsfélagsins og veitingastaðarins Priksins freista þess fyrir Hæstarétti í dag að fá fangelsisdómum sínum vegna Landssímamálsins hnekkt. Þeir halda fram sakleysi sínu. Árni Þór og Kristján voru dæmdir í tveggja ára fangelsi fyrir peningaþvott og að hylma yfir 138 milljóna fjárdrátt aðalféhirðis Landssímans og bróðurs Kristjáns. Ragnar Orri, náfrændi þeirra bræðra, hlaut átta mánaða dóm í héraði fyrir sömu sök en 106 milljónum lægri fjárhæðar. Rúmlega 246 milljón króna bótakröfu Landssímans var þá vísað frá dómi. Upp komst um fjársvik úr bókum Landssímans þegar Skattstjórinn í Reykjavík tók fyrirtæki Kristáns og Árna, Alvöru lífsins, í skattrannsókn. Rannsóknin vatt upp á sig og í ljós kom að Sveinbjörn Kristjánsson hafði dregið fé frá Símanum í fjögur ár. Hann játaði að hafa dregið að sér samtals 261 milljón króna frá 1999 til ársloka 2003 án þess að yfirmenn hans grunaði neitt. Hann reyndi í fyrstu að hylma yfir en játaði sök fjótlega eftir að rannsókn hófst. Brot hans vörðuðu allt að sex ára fangelsi og hlaut hann fjögur og hálft ár sem hann áfýjaði ekki. Hann afplánar dóm sinn á Litla-Hrauni. Árni Þór Vigfússon:Þegar upp komst um fjársvik Sveinbjörns Kristjánssonar úr rekstri Símans var Árni Þór Vigfússon sjónvarpsstjóri Skjás eins. Ríkissaksóknari sagði þátt Árna Þórs hvergi minni en Kristjáns Ragnars, bróður Sveinbjörns, sem var fjármálastjóri fyrirtækisins. Hann sagði Árna Þór hafa átt frumkvæði að því að rætt yrði við Sveinbjörn um hugsanlegar lánveitingar frá Símanum. Verjandi Árna, Gestur Jónsson, krafðist sýknu þar sem Árni Þór var einungis 23 ára þegar þeir félagar fóru af stað með Skjá einn. Fram að þeim tíma hafi hann aldrei tekið lán og ekki vitað hvernig það væri gert. Hann hafi heldur ekki aldrei talið sjálfur fram til skatts. Árni Þór heldur því fram að hann hafi hvorki haft neitt með fjármál Íslenska sjónvarpsfélagsins að gera né annarra félaga í eigu hans og Kristjáns. Árni Þór hlaut tveggja ára fangelsisdóm í Héraðsdómi Reykjavíkur. Hann heldur fram sakleysi sínu fyrir Hæstarétti í dag. Kristján Ragnar Kristjánsson:Kristján Ragnar Kristjánsson sagði fyrir héraðsdómi að hann hafi verið vanur pappírslausum lántökum þegar hann starfaði sem fjármálastjóri Skjás eins. Hann hafi ekki vitað að féð sem bróðir hans fékk hjá Símanum væri stolið. Þótti ríkissaksóknara það afar ótrúverðugt. Fram kom í héraðsdómi að þeir félagar, Árni Þór og Kristján, hefðu verið farnir að undrast á tímabili að Síminn krefði þá ekki um greiðslur á lánum og taldi ríkissaksóknari að Kristján hefði átt að vita að lánveitingar án skuldaviðurkenningar, vaxta, verðbóta eða ákveðnum gjalddaga væru tortryggilegar. Kristján gerði enga tilraun til að halda utan þær fjárhæðir sem þeir félagar fengu frá Símanum. Hann hafði ekki skilað skattaskýslu frá árinu 1998 fyrir fyrirtæki hans og Árna Þórs, Alvöru lífsins. Verjandi Kristjáns sagði bróðir Kristjáns, Sveinbjörn, hafa leynt bróður sinn því að féð væri illa fengið. Ragnar Orri Benediktsson:Ragnar Orri Benediksson er sakaður um peningaþvætti og hylmingu á 32 milljónum sem hann notaði í eigin þágu og í rekstur veitingahússins Priksins. Mest fór þó til fyrirtækja Árna Þórs Vigfússonar og Kristjáns Ragnars Kristjánssonar. Hann segist saklaus. Ragnar Orri er tengdur bræðrunum Kristjáni Ra Kristjánssyni og Sveinbirni Kristjánssyni fjölskylduböndum. Þeir eru bræðrasynir. Hann annaðist rekstur kaffihússins Priksins á Laugarveginum og átti fyrirtæki með Sveinbirni fyrrum aðalgjaldkera Símans. Fyrirtækin tengdust öll rannsókninni á fjársvikunum úr rekstri Símans. Ragnar Orri var staddur í útlöndum á árshátíð þegar honum bárust fregnir um að Árni Þór og Kristján Ragnar hefðu verið settir í gæsluvarðhald lögreglu vegna rannsóknar á fjársvikunum. Hann fór einnig í gæsluvarðhald við komuna heim. Ragnar Orri hlaut átta mánaða fangelsisdóm í héraði. Sveinbjörn Kristjánsson:Sveinbjörn Kristjánsson fyrrum aðalgjaldkeri Símans dró sér 261 milljón króna. Peningana notaði hann meðal annars til að greiða bifreiðagjöld, víxilsskuldir, skuldabréf og hlutabréfakaup. Einnig greiddi hann eigin kreditkortareikninga að upphæð um 18 milljónir króna með fé Símans. Alvöru lífsins, fyrirtækis í eigu Árna Þórs og Kristjáns Ragnars, greiddi Sveinbjörn 129 milljónir króna. Sveinbjörn taldi fjögra og hálfs árs fangelsisdóm sem hann hlaut nokkuð harðan en hann lyti honum. Hann gagnrýndi dóminn sem bróðir hans og félagar hlutu og taldi hann harkalegan. "Ekki voru lögð fram nein gögn í málinu sem tengja þá við refsivert athæfi og ekki voru kölluð fyrir nein vitni sem vitnuðu um refsivert athæfi. Þvert á það kom fram framburður um að þeir vissu ekki betur en að allt væri í lagi og fengu allavega ekki aðra vitneskju frá mér," skrifaði Sveinbjörn í Fréttablaðið.
Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Rólegheitaveður á páskadag Innlent Fleiri fréttir Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Sjá meira