Lífið

Hildur Vala verður Stuðmaður

Hildur Vala Einarsdóttir, nýkrýnd Idol-stjarna, mun fylla skarð Ragnhildar Gísladóttur og syngja með Stuðmönnum á nokkrum vel völdum tónleikum í vor og sumar.  

Hildur Vala var gestur í Íslandi í bítið í morgun ásamt Jakobi Frímanni Magnússyni. Þar sagðist hún einfaldlega ekki hafa getað hafnað tilboðinu og sagðist búast við að túrinn yrði bæði skemmtilegur og lærdómsríkur. Tónleikaferð Hildar Völu og Stuðmanna um landið er nú í mótun og verður hún nánar kynnt á næstunni. 

Í tilkynningu frá Concert, umboðsskrifstofu Hildar Völu, segir enn fremur að upptökur á fyrstu breiðskífu hennar séu á lokastigi og kemur hún væntanlega í verslanir í byrjun maí. Ákveðið hefur verið að slá upp útgáfutónleikum með Hildi Völu og hljómsveitinni sem leikur undir á plötunni í Salnum í Kópavogi þann 15. maí. Miðasala hefst á allra næstu dögum, en hljómsveitarstjóri verður Jón Ólafsson sem stýrt hefur upptökum á plötunni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.