Hreyfilistaverk úr hverju sem er 11. apríl 2005 00:01 Gangandi óskabein úr kjúklingi og fluga sem sveimar í sífellu í kringum ljósaperu eru meðal þess sem sjá má í höfuðstöðvum Orkuveitu Reykjavíkur þessa dagana. Það er bandaríski listamaðurinn Arthur Ganson sem á heiðurinn af þessu, en hann býr til vægast sagt óvenjulega hluti úr óvenjulegum hlutum. Hann ætlar alla vikuna að vinna með íslenskum börnum að hreyfilistaverki sem búið er til úr nánast hverju sem er. Ganson lýsir verkum sínum sem samblandi af verkfræði og list. Verk hans, sem eru oft mikil völundarsmíð, eru gerð úr hlutum úr okkar daglega umhverfi en hafa fengið vægast sagt nýtt hlutverk. Búið er að safna saman í sal í Orkuveituhúsinu ýmsum hlutum og fleiri eru væntanlegir en úr þeim ætlar hann að vinna listaverk með íslenskum listamönnum, kennurum og verkfræðingum en þó aðallega íslenskum börnum. Ganson segir að viðfangsefnið verði að setja af stað vélræna keðjuverkun eða stóra vél. Fjölmargir venjulegir og einfaldir hlutir verði teknir fram og þeim raðað saman í rýminu með þeim hætti að einn hlutur hafi áhrif á annan, að orkan flytjist áfram. Þessi vinna fer fram eftir hádegi á hverjum degi í höfuðstöðvum Orkuveitunnar og þangað geta börn komið og beitt hugmyndafluginu. Ganson segir tækniþekkinguna koma frá fullorðna fólkinu en hugmyndirnar frá börnunum. Þetta gerist með því að horfa á hlut og leika með hann, en börn séu snillingar í frjálsri hugsun. Afrakstur vinnunnar kemur svo í ljós á sunnudaginn þegar verkið verður sýnt en Arthur Ganson segist ekki hafa hugmynd um hvernig verkið verður eða hvers megi vænta af íslensku börnunum. Hann sé reyndar mjög spenntur að sjá hvernig þau vinni. Tilveran Mest lesið RÚV hættir við Söngvakeppnina Lífið „Ég mun aldrei stíga á svið í Bandaríkjunum aftur“ Tónlist Magnús Eiríksson er látinn Lífið Fréttatía vikunnar: Björk, EM í handbolta og Alvotech Lífið Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Lífið Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Lífið Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Lífið Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Lífið Golfkúlan hafnaði í höfði forsætisráðherra Lífið Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Lífið Fleiri fréttir Vilhjálmur Bergsson er látinn Ólafur Jóhann er konungur bóksölunnar 2025 Enginn formaður Sjalla, Kaffi Vest-samsærið og vinir skoðanabræðra Egill Ólafs og Gísli Marteinn sprækir á annan í jólum Tekur yfir borgina á nýársdag Græna gímaldið ljótast Óléttan uppgötvaðist þremur dögum fyrir byrjun skólans Glænýr bóksölulisti: Ólafur Jóhann skákar Arnaldi Eru þetta ljótustu og fallegustu nýbyggingar ársins? „Sat í átta klukkutíma á dag og horfði út um gluggann“ Bandalag listamanna lýsir yfir stuðningi við Dóru „Við erum öll dauð hvort sem er“ Flýta jólasýningunni um klukkutíma vegna lengdar Vangreiðslugjald orð ársins 2025 Fólk eigi ekki að vera hrætt við að skilja ekki „Ef einhver telur að ég hljóti að vera sjúkur, þá verður að hafa það“ Konungur bóksölunnar á í vök að verjast Að gluða tómatsósu yfir sushi-ið Auður segir skilið við Gímaldið Ráðherra tekur sjálfur viðtöl Hvert er mest óþolandi orð íslenskunnar? Heigulsleg ákvörðun Rúv, hörundsárir listamenn og versta bók flóðsins Sigurður Sævar fyllti Landsbankahúsið „Versta hljómsveit Íslandssögunnar“ segir rappara vera með sig á heilanum Kanónur í jólakósí „Djúp menning sem hefur átt sér stað og enginn telur sig ábyrgan“ Brjálað að gera á „Brjálað að gera“ Vilja minnka allt þetta neikvæða suð Munur er á manviti og mannviti Vatn og brauð íslenskra fanga: Hvað elda menn í íslenskum fangelsum? Sjá meira
Gangandi óskabein úr kjúklingi og fluga sem sveimar í sífellu í kringum ljósaperu eru meðal þess sem sjá má í höfuðstöðvum Orkuveitu Reykjavíkur þessa dagana. Það er bandaríski listamaðurinn Arthur Ganson sem á heiðurinn af þessu, en hann býr til vægast sagt óvenjulega hluti úr óvenjulegum hlutum. Hann ætlar alla vikuna að vinna með íslenskum börnum að hreyfilistaverki sem búið er til úr nánast hverju sem er. Ganson lýsir verkum sínum sem samblandi af verkfræði og list. Verk hans, sem eru oft mikil völundarsmíð, eru gerð úr hlutum úr okkar daglega umhverfi en hafa fengið vægast sagt nýtt hlutverk. Búið er að safna saman í sal í Orkuveituhúsinu ýmsum hlutum og fleiri eru væntanlegir en úr þeim ætlar hann að vinna listaverk með íslenskum listamönnum, kennurum og verkfræðingum en þó aðallega íslenskum börnum. Ganson segir að viðfangsefnið verði að setja af stað vélræna keðjuverkun eða stóra vél. Fjölmargir venjulegir og einfaldir hlutir verði teknir fram og þeim raðað saman í rýminu með þeim hætti að einn hlutur hafi áhrif á annan, að orkan flytjist áfram. Þessi vinna fer fram eftir hádegi á hverjum degi í höfuðstöðvum Orkuveitunnar og þangað geta börn komið og beitt hugmyndafluginu. Ganson segir tækniþekkinguna koma frá fullorðna fólkinu en hugmyndirnar frá börnunum. Þetta gerist með því að horfa á hlut og leika með hann, en börn séu snillingar í frjálsri hugsun. Afrakstur vinnunnar kemur svo í ljós á sunnudaginn þegar verkið verður sýnt en Arthur Ganson segist ekki hafa hugmynd um hvernig verkið verður eða hvers megi vænta af íslensku börnunum. Hann sé reyndar mjög spenntur að sjá hvernig þau vinni.
Tilveran Mest lesið RÚV hættir við Söngvakeppnina Lífið „Ég mun aldrei stíga á svið í Bandaríkjunum aftur“ Tónlist Magnús Eiríksson er látinn Lífið Fréttatía vikunnar: Björk, EM í handbolta og Alvotech Lífið Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Lífið Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Lífið Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Lífið Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Lífið Golfkúlan hafnaði í höfði forsætisráðherra Lífið Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Lífið Fleiri fréttir Vilhjálmur Bergsson er látinn Ólafur Jóhann er konungur bóksölunnar 2025 Enginn formaður Sjalla, Kaffi Vest-samsærið og vinir skoðanabræðra Egill Ólafs og Gísli Marteinn sprækir á annan í jólum Tekur yfir borgina á nýársdag Græna gímaldið ljótast Óléttan uppgötvaðist þremur dögum fyrir byrjun skólans Glænýr bóksölulisti: Ólafur Jóhann skákar Arnaldi Eru þetta ljótustu og fallegustu nýbyggingar ársins? „Sat í átta klukkutíma á dag og horfði út um gluggann“ Bandalag listamanna lýsir yfir stuðningi við Dóru „Við erum öll dauð hvort sem er“ Flýta jólasýningunni um klukkutíma vegna lengdar Vangreiðslugjald orð ársins 2025 Fólk eigi ekki að vera hrætt við að skilja ekki „Ef einhver telur að ég hljóti að vera sjúkur, þá verður að hafa það“ Konungur bóksölunnar á í vök að verjast Að gluða tómatsósu yfir sushi-ið Auður segir skilið við Gímaldið Ráðherra tekur sjálfur viðtöl Hvert er mest óþolandi orð íslenskunnar? Heigulsleg ákvörðun Rúv, hörundsárir listamenn og versta bók flóðsins Sigurður Sævar fyllti Landsbankahúsið „Versta hljómsveit Íslandssögunnar“ segir rappara vera með sig á heilanum Kanónur í jólakósí „Djúp menning sem hefur átt sér stað og enginn telur sig ábyrgan“ Brjálað að gera á „Brjálað að gera“ Vilja minnka allt þetta neikvæða suð Munur er á manviti og mannviti Vatn og brauð íslenskra fanga: Hvað elda menn í íslenskum fangelsum? Sjá meira