Innlent

Bíða dóms í Þýskalandi

Íslendingarnir tveir sem handteknir voru með mikið magn fíkniefna um borð í Hauki ÍS við leit tollayfirvalda í Bremerhaven í byrjun janúar bíða nú dóms í málinu. Að sögn Ásgeirs Karlssonar hjá fíkniefnadeild Lögreglunnar í Reykjavík hafa þýskir rannsóknarlögreglumenn verið í sambandi vegna málsins en ekki er þó talið að fleiri tengist málinu að svo stöddu. Mennirnir tveir voru handteknir eftir að þrjú kíló af hassi og sama magn af kókaíni fundust í klefum þeirra en skipið var þá á leið til Íslands



Fleiri fréttir

Sjá meira


×