
Menning
Öruggur og umhverfisvænn

Smábíllinn Toyota Aygo var kynntur á bílasýningunni í Genf í síðasta mánuði. Bíllinn er 3.4 m. á lengd, 1.6 m. á breidd og 1.4 m. á hæð. Hann er knúinn 1.0 lítra bensínvél og 1.4 lítra dísilvél. Öryggisbúnaðurinn þykir fullkominn, auk þess sem bíllinn er afar umhverfisvænn. Toyota Aygo er hannaður með evrópskan markað í huga, þar sem eftirspurn fyrir bílum í flokki smábíla hefur mikið verið að að aukast.