KredittBanken kaupir norskt félag 11. apríl 2005 00:01 KredittBanken, dótturfélag Íslandsbanka í Noregi, hefur vilyrði fyrir yfir 50% af hlutabréfum í fjármálafyrirtækinu FactoNor og mun í framhaldinu gera tilboð í öll hlutabréf í félaginu. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Íslandsbanka. FactoNor er eins og KredittBanken staðsett í Álasundi og sérhæfir sig í veltufjármögnun og kröfukaupum fyrir smá og miðlungsstór fyrirtæki í norðvesturhluta Noregs. FactoNor velti um 2,8 milljörðun norskra króna, um 28 milljörðum íslenskra króna, í kröfukaupum árið 2004. Þá var vöxtur þess var 19% frá árinu áður. Markaðshlutdeild á landsvísu var 4% árið 2004 en markaðshlutdeildin í norðvesturhluta landsins er mun meiri, segir í tilkynningunni. Góð afkoma hefur verið á rekstri FactoNor undanfarin ár og árið 2004 var hagnaður fyrir skatta um 4,6 milljónir norskra króna, um 46 milljónir ísl. króna. Miðað við það verð sem KredittBanken býður hluthöfum þá er virði fyrirtækisins um 52,8 milljónir norskra króna, um 528 milljónir ísl. króna. Til þess að kaup KredittBanken á FactoNor gangi endanlega í gegn þarf samþykki norskra yfirvalda. Erlent Viðskipti Mest lesið Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Viðskipti innlent Linda tekur við sem framkvæmdastjóri fjármálasviðs Alvotech Atvinnulíf Um forvitna yfirmanninn Atvinnulíf Kaffi heldur áfram að hækka í verði Neytendur Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Forstjóri X hættir óvænt Viðskipti erlent Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
KredittBanken, dótturfélag Íslandsbanka í Noregi, hefur vilyrði fyrir yfir 50% af hlutabréfum í fjármálafyrirtækinu FactoNor og mun í framhaldinu gera tilboð í öll hlutabréf í félaginu. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Íslandsbanka. FactoNor er eins og KredittBanken staðsett í Álasundi og sérhæfir sig í veltufjármögnun og kröfukaupum fyrir smá og miðlungsstór fyrirtæki í norðvesturhluta Noregs. FactoNor velti um 2,8 milljörðun norskra króna, um 28 milljörðum íslenskra króna, í kröfukaupum árið 2004. Þá var vöxtur þess var 19% frá árinu áður. Markaðshlutdeild á landsvísu var 4% árið 2004 en markaðshlutdeildin í norðvesturhluta landsins er mun meiri, segir í tilkynningunni. Góð afkoma hefur verið á rekstri FactoNor undanfarin ár og árið 2004 var hagnaður fyrir skatta um 4,6 milljónir norskra króna, um 46 milljónir ísl. króna. Miðað við það verð sem KredittBanken býður hluthöfum þá er virði fyrirtækisins um 52,8 milljónir norskra króna, um 528 milljónir ísl. króna. Til þess að kaup KredittBanken á FactoNor gangi endanlega í gegn þarf samþykki norskra yfirvalda.
Erlent Viðskipti Mest lesið Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Viðskipti innlent Linda tekur við sem framkvæmdastjóri fjármálasviðs Alvotech Atvinnulíf Um forvitna yfirmanninn Atvinnulíf Kaffi heldur áfram að hækka í verði Neytendur Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Forstjóri X hættir óvænt Viðskipti erlent Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira