Innlent

Brýnt að reisa nýtt fangelsi

Fangavarðafélag Íslands skorar á stjórnvöld að standa við áform um byggingu nýs fangelsis sem koma á í staðinn fyrir bæði Hegningarhúsið við Skólavörðustíg og Fangelsið að Kópavogsbraut 17. Fyrirsjáanlegt er að föngum fjölgi á næstu árum, og því telur Fangavarðafélagið brýnt að hið nýja fangelsi rísi sem allra fyrst til þess að plássum fækki ekki þótt þessum tveimur fangelsum á höfuðborgarsvæðinu verði lokað. Jafnframt segir Fangavarðafélagið brýnt að lokið verði við frekari uppbyggingu á Litla-Hrauni, Kvíabryggju og í fangelsinu á Akureyri, enda megi kerfið augljóslega ekki við því að plássum fækki. Í áskorun sinni fagnar Fangavarðafélagið mjög þeirri stefnumörkum sem gerð hefur verið í fangelsismálum, þar sem meðal annars er lagt til að föngum verði gefinn kostur á meðferð í upphafi afplánunar. Félagið segist oft hafa bent á "nauðsyn þess að markvisst sé tekið á málefnum fanga við upphaf úttektar og að afplánunaráætlun verði gerð í samráði við fangann sjálfan."



Fleiri fréttir

Sjá meira


×