Burt með reykinn 10. apríl 2005 00:01 Margir hafa oft sett samasemmerki á milli reykinga og veitingastaða, og það hafi einhvernveginn tilheyrt heimsókn á veitingastað að reykja. Reykjarkófið þar hefur líka oft verið yfirþyrmandi og starfsfólkinu vorkunn að þurfa að vinna í slíku lofti hvort sem um hefur verið að ræða veitingastarfsmenn, tónlistarmenn eða aðra starfsmenn veitingastaða. Á undanförnum árum hefur heldur rofað til á veitingastöðunum og á sumum þeirra er nú orðið hreint og frískt loft. Þetta á við veitingahús bæði hér á landi og erlendis. Reyndar eru sumar þjóðir komnar það langt að þar hafa reykingar verið bannaðar með öllu um nokkurn tíma og er ekki vitað annað en það bann hafi verið virt. Nú hafa Samtök ferðaþjónustunnar hér á landi tekið frumkvæði um að reykingar verði bannaðar á veitinga og skemmtistöðum hér á landi eftir rúm tvö ár. Þetta er mjög virðingarverð tillaga veitingamanna um þetta mál og eftirtektarvert að hún skuli koma frá þeim. Þegar grannt er skoðað þarf það þó ekki að vera, því vandinn brennur fyrst og fremst á starfsfólki þeirra , og líklega hafa þeir margir hverjir sorgleg dæmi um hvaða áhrif reykingar geta haft, bæði beinar og óbeinar. Erlendis hefur bann við reykingum verið í gildi í nokkrum löndum á undanförnum misserum og ekki vitað annað en að það hafi gengið eftir. Reykingabann hefur verið í gildi á veitingastöðum í Kaliforníu frá því 1998. Fyrir réttum tveimur árum tók slíkt bann síðan í gildi í New York. Þetta frumkvæði Bndaríkjamanna á áreiðanleg rætur að rekja til mikillar umræðu og málaferla þar í landi við tóbaksframleiðslufyrirtækin. Þar hafa verið miklir hagsmunir í húfi, en hvað sem fyrirtækin segja má rekja mikinn fjölda dauðsfalla á ári hverju til reykinga. Það hafa læknavísindin sýnt fram á. Írar og Norðmenn bönnuðu reykingar á öllum veitinga- og skemmtistöðum á síðsta ári , og ekki annað vitað en bannið hafi náð tilgangi sínum. Hér á landi voru fyrst sett lög um bann við reykingum árið 1985 og síðan hafa þau lög nokkrum sinnum verið hert. Siv Friðleifsdóttir og þrír aðrir þingmenn hafa lagt fram fumvarp um bann við reykingum á veitingastöðum og víðar, og er það nú til þinglegrar meðferðar. Áður hafði heilbrigðisráðerra lýst áhuga sínum á slíku frumvarpi, en ákveðið að fresta því um sinn meðan reynsla nágrannaþjóða okkar væri metin. Nú virðist liggja augum uppi að þeir þingmenn sem fylgjandi eru banni við reykingum á veitingastöðum samþykki frumvarp Sivjar, og það er vonandi meirihluti þingmanna. Það er ekki eftir neinu að bíða, og bannið ætti að koma til framkvæmda sem allra fyrst, það er óþarfi að bíða í tvö ár. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fastir pennar Kári Jónasson Mest lesið Flugan í ídýfunni Lóa Hlín Hjálmtýsdóttir Skoðun Að mennta til lífs, ekki prófa Sandra Sigurðardóttir Skoðun Er EES samningurinn gagnlaus fyrir Ísland? Sigurbjörn Svavarsson Skoðun Er píptest rót alls ills? Davíð Már Sigurðsson Skoðun Að því að rjúfa vítahring kynslóðabundinna afbrota Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Við stöndum saman með íþróttafólkinu – en hvað með fólkið á bak við það? Ingibjörg Isaksen Skoðun Lengri útivistartími barna Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Með hjúkkuna upp í rúm og lækninn í vasanum Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Hverju lofar þú? Kolbrún Hrund Sigurgeirsdóttir Skoðun
Margir hafa oft sett samasemmerki á milli reykinga og veitingastaða, og það hafi einhvernveginn tilheyrt heimsókn á veitingastað að reykja. Reykjarkófið þar hefur líka oft verið yfirþyrmandi og starfsfólkinu vorkunn að þurfa að vinna í slíku lofti hvort sem um hefur verið að ræða veitingastarfsmenn, tónlistarmenn eða aðra starfsmenn veitingastaða. Á undanförnum árum hefur heldur rofað til á veitingastöðunum og á sumum þeirra er nú orðið hreint og frískt loft. Þetta á við veitingahús bæði hér á landi og erlendis. Reyndar eru sumar þjóðir komnar það langt að þar hafa reykingar verið bannaðar með öllu um nokkurn tíma og er ekki vitað annað en það bann hafi verið virt. Nú hafa Samtök ferðaþjónustunnar hér á landi tekið frumkvæði um að reykingar verði bannaðar á veitinga og skemmtistöðum hér á landi eftir rúm tvö ár. Þetta er mjög virðingarverð tillaga veitingamanna um þetta mál og eftirtektarvert að hún skuli koma frá þeim. Þegar grannt er skoðað þarf það þó ekki að vera, því vandinn brennur fyrst og fremst á starfsfólki þeirra , og líklega hafa þeir margir hverjir sorgleg dæmi um hvaða áhrif reykingar geta haft, bæði beinar og óbeinar. Erlendis hefur bann við reykingum verið í gildi í nokkrum löndum á undanförnum misserum og ekki vitað annað en að það hafi gengið eftir. Reykingabann hefur verið í gildi á veitingastöðum í Kaliforníu frá því 1998. Fyrir réttum tveimur árum tók slíkt bann síðan í gildi í New York. Þetta frumkvæði Bndaríkjamanna á áreiðanleg rætur að rekja til mikillar umræðu og málaferla þar í landi við tóbaksframleiðslufyrirtækin. Þar hafa verið miklir hagsmunir í húfi, en hvað sem fyrirtækin segja má rekja mikinn fjölda dauðsfalla á ári hverju til reykinga. Það hafa læknavísindin sýnt fram á. Írar og Norðmenn bönnuðu reykingar á öllum veitinga- og skemmtistöðum á síðsta ári , og ekki annað vitað en bannið hafi náð tilgangi sínum. Hér á landi voru fyrst sett lög um bann við reykingum árið 1985 og síðan hafa þau lög nokkrum sinnum verið hert. Siv Friðleifsdóttir og þrír aðrir þingmenn hafa lagt fram fumvarp um bann við reykingum á veitingastöðum og víðar, og er það nú til þinglegrar meðferðar. Áður hafði heilbrigðisráðerra lýst áhuga sínum á slíku frumvarpi, en ákveðið að fresta því um sinn meðan reynsla nágrannaþjóða okkar væri metin. Nú virðist liggja augum uppi að þeir þingmenn sem fylgjandi eru banni við reykingum á veitingastöðum samþykki frumvarp Sivjar, og það er vonandi meirihluti þingmanna. Það er ekki eftir neinu að bíða, og bannið ætti að koma til framkvæmda sem allra fyrst, það er óþarfi að bíða í tvö ár.