Í leit að glötuðum tíma 7. apríl 2005 00:01 Haft hefur verið á orði að stjórnmálalíf Íslands hafi setið eftir þegar menningar- og viðskiptalíf landsins tók undir sig stökk og komst í takt við þau gildi og lífsafstöðu sem ríkir víðast um hinn vestræna heim. Það er því ef til vill tímanna tákn að í sömu viku og KB banki freistar þess að taka yfir breska fjárfestingabankann Singer & Friedlander í milljarðarviðskiptum, Baugur keppir um bresku matvörukeðjuna Sommerfield og stúlknasveitin Nylon semur við einn þekktasta umboðsmann Evrópu, kynna íslenskir stjórnmálamenn tillögur sínar um hvernig hægt sé að hefta frjáls markaðsviðskipti hér á landi. Fyrst birtust á sviðinu fulltrúar einkavæðingarnefndar ríkisstjórnarinnar undir formennsku Jóns Sveinssonar, einkaráðgjafa Halldórs Ásgrímssonar forsætisráðherra og formanns Framsóknarflokksins, og lögðu fram áætlanir um hvernig selja skuli ríkisfyrirtækið Símann. Utan stjórnarheimilisins og húskarla þess virðast fáir átta sig fyllilega á þessum plönum. Öll venjuleg viðskipti snúast um að fá sem hæst verð fyrir söluvöruna. En ekki í þessu tilfelli sem vekur upp þann óþægilega grun að einhverjum tilteknum aðilum sé ætlað að kaupa Símann á viðráðanlegu verði. Í gær var svo komið að fjölmiðlanefndinni að kynna sínar tillögur um nýtt fjölmiðlafrumvarp í stað þess sem Sjálfstæðisflokkurinn og Framsóknarflokkurinn máttu éta ofan í sig í fyrrasumar. Í þetta skiptið áttu allir stjórnmálaflokkar fulltrúa í nefndinni en ekki aðeins ríkisstjórnarflokkarnir tveir og þar myndaðist þverpólitísk samstaða um takmörkun eignarhalds á fjölmiðlum. Nú er spurt, af hverju í ósköpunum telja þessir ágætu stjórnmálamenn þörf á því að setja önnur lög um starfsumhverfi fjölmiðla en ríkja nú þegar? Ekki verður betur séð en hér dafni fjölbreytt fjölmiðlun sem aldrei fyrr og samkeppni ríki milli prent- og ljósvakamiðla landsins. Í raun verður ekki annað séð en að með tillögunum um hvernig eigi að standa að sölu Símans og þverpólitísku fjölmiðlafrumvarpi birtist ákveðinn draumur stjórnmálamanna um að stjórna þáttum okkar samfélags sem þeir eiga með réttu að halda sig víðs fjarri þegar fyrir liggja ágætlega skýrar leikreglur og lög. Þetta er leit að glötuðum tíma. Því fyrr sem stjórnmálamenn í öllum flokkum láta af þessu hugarástandi því fyrr komast þeir í takt við önnur svið íslensks samfélags. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fastir pennar Jón Kaldal Mest lesið Hvers vegna var Úlfar rekinn? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Þegar við ætluðum að hitta Farage - Á Ísland að ganga í ESB? Sveinn Ólafsson Skoðun Sama steypan Ingólfur Sverrisson Skoðun Ofbeldi gagnvart eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Íþróttir eru lykilinn Willum Þór Þórsson Skoðun Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Þétting byggðar – nokkur mistök gjaldfella ekki stefnuna Samúel Torfi Pétursson Skoðun Að skapa framtíð úr fortíð Anna Hildur Hildibrandsdóttir Skoðun
Haft hefur verið á orði að stjórnmálalíf Íslands hafi setið eftir þegar menningar- og viðskiptalíf landsins tók undir sig stökk og komst í takt við þau gildi og lífsafstöðu sem ríkir víðast um hinn vestræna heim. Það er því ef til vill tímanna tákn að í sömu viku og KB banki freistar þess að taka yfir breska fjárfestingabankann Singer & Friedlander í milljarðarviðskiptum, Baugur keppir um bresku matvörukeðjuna Sommerfield og stúlknasveitin Nylon semur við einn þekktasta umboðsmann Evrópu, kynna íslenskir stjórnmálamenn tillögur sínar um hvernig hægt sé að hefta frjáls markaðsviðskipti hér á landi. Fyrst birtust á sviðinu fulltrúar einkavæðingarnefndar ríkisstjórnarinnar undir formennsku Jóns Sveinssonar, einkaráðgjafa Halldórs Ásgrímssonar forsætisráðherra og formanns Framsóknarflokksins, og lögðu fram áætlanir um hvernig selja skuli ríkisfyrirtækið Símann. Utan stjórnarheimilisins og húskarla þess virðast fáir átta sig fyllilega á þessum plönum. Öll venjuleg viðskipti snúast um að fá sem hæst verð fyrir söluvöruna. En ekki í þessu tilfelli sem vekur upp þann óþægilega grun að einhverjum tilteknum aðilum sé ætlað að kaupa Símann á viðráðanlegu verði. Í gær var svo komið að fjölmiðlanefndinni að kynna sínar tillögur um nýtt fjölmiðlafrumvarp í stað þess sem Sjálfstæðisflokkurinn og Framsóknarflokkurinn máttu éta ofan í sig í fyrrasumar. Í þetta skiptið áttu allir stjórnmálaflokkar fulltrúa í nefndinni en ekki aðeins ríkisstjórnarflokkarnir tveir og þar myndaðist þverpólitísk samstaða um takmörkun eignarhalds á fjölmiðlum. Nú er spurt, af hverju í ósköpunum telja þessir ágætu stjórnmálamenn þörf á því að setja önnur lög um starfsumhverfi fjölmiðla en ríkja nú þegar? Ekki verður betur séð en hér dafni fjölbreytt fjölmiðlun sem aldrei fyrr og samkeppni ríki milli prent- og ljósvakamiðla landsins. Í raun verður ekki annað séð en að með tillögunum um hvernig eigi að standa að sölu Símans og þverpólitísku fjölmiðlafrumvarpi birtist ákveðinn draumur stjórnmálamanna um að stjórna þáttum okkar samfélags sem þeir eiga með réttu að halda sig víðs fjarri þegar fyrir liggja ágætlega skýrar leikreglur og lög. Þetta er leit að glötuðum tíma. Því fyrr sem stjórnmálamenn í öllum flokkum láta af þessu hugarástandi því fyrr komast þeir í takt við önnur svið íslensks samfélags.
Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun
Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun