Innlent

Færri slasast í umferðinni

Slösuðum í umferðinni hefur fækkað um rúmlega 50 prósent á síðustu 10 árum. Þetta kemur fram í Skýrslu um umferðarslys árið 2004 sem kynnt var í morgun. Þar kemur fram að í fyrra slösuðust 115 manns alvarlega í umferðarslysum en árið á undan slösuðust 145 alvarlega. Alls létust 23 í umferðarslysum í fyrra og er það sami fjöldi og lést árið áður. Þrátt fyrir að færri slasist í umferðarslysum hefur umferðaróhöppum ekki fækkað, en tæplega 8 þúsund umferðaróhöpp voru tilkynnt til lögreglu í fyrra. Í skýrslu Umferðarstofu kemur fram að flest umferðarslys verði yfir sumarmánuðina þegar akstursaðstæður eru hvað bestar og flest umferðarslys verða síðdegis á föstudögum á milli klukkan eitt og sjö sem bendir til þess að stressið eigi sinn þátt í slysum.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×