Innlent

Dæmd fyrir fíkniefnabrot og stuld

Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi í dag tæplega þrítuga konu í 14 mánaða fangelsi, þar af tólf mánuði skilorðsbundið, fyrir fíkniefnabrot og þjófnað í nóvember í Reykjavík í fyrra. 0,07 grömm af amfetamíni fundust í fórum konunnar við leit en hún sagðist ekki hafa vitað af efninu þar sem vinkona hennar hefði lánað henni buxurnar sem hún væri í. Hún gat hins vegar ekki nafngreint vinkonu sína og þótti héraðsdómi skýring hennar ekki trúverðug. Ákærða hafði margoft áður hlotið dóma, meðal annars vegna umferðarlagabrota og fyrir hylmingu og þjófnað. Héraðsdómur taldi hæfilega refsingu fyrir brot hennar nú 14 mánaða fangelsi. Konan sýndi fram á að hún væri nú í vímuefnameðferð hjá SÁÁ og taldi dómurinn því rétt að skilorðsbinda dóminn að mestu leyti. 



Fleiri fréttir

Sjá meira


×