Erlent

Árangur í kjarnorkuviðræðunum

Mohammad Khatami, forseti Írans, segir árangur hafa náðst í viðræðum sínum og Jacques Chiracs, forseta Frakklands, um kjarnorkumál í dag. Tilefni viðræðannna var fyrst og fremst kjarnorkustefna Írana sem valdið hefur mörgum ríkjum heims áhyggjum. Frakkar, Bretar og Þjóðverjar hafa boðið Írönum efnahagasaðstoð gegn því að þeir láti af úranauðgun en stjórnvöld í Íran hafa ekki gefið einhlítt svar hvort þeir samþykki það. Fulltrúar þjóðanna munu funda um málið í Lundúnum síðar í mánuðinum.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×