Erlent

Vantrauststillaga á ráðherra

Karl I. Hagen, formaður Framfaraflokksins í Noregi sem veitir minnihlutastjórninni þar stuðning án þess að eiga aðild að henni, ætlar í dag að legga fram vantrauststillögu á Kristínu Kron Bevald varnarmálaráðherra. Ástæða þess er að hún réði mann í stað æðsta mann hersins sem á allt eins mikla sök á fjármálaóreiðu hersins eins og yfirmaðurinn sem var látinn víkja vegna þess. Fram er komið að norski herinn fór langt fram úr fjárhagsáætlun í fyrra og án heimilda til þess.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×