Innlent

Hrossakaup formannanna

Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstri-grænna, sagði í umræðum á Alþingi um sölu Símans að ríkisstjórnin væri að hanna fákeppni. Hann benti jafnframt á að meirihluti landsmanna væri samkvæmt skoðanakönnunum á móti því að selja Símann. Steingrímur benti á að í fjölmiðlum hefði komið fram að Halldór og Davíð hefðu handsalað samkomulag um sölu Símans áður en einkavæðingarnefnd skilaði niðurstöðum sínum. "Hér er á ferðinni áframhaldandi hrossakaupaforingjalýðræði í anda stjórnarflokkanna. Þetta er Írak-aðferðin," sagði Steingrímur J.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×